< Return to Video

Klukkustund kóðunar í Frozen; Kynning

  • 0:06 - 0:10
    Í hvaða bekk ert þú?
    Öðrum, tíunda bekk, fyrsta bekk
  • 0:10 - 0:12
    Ég var í áttunda bekk þegar ég lærði að forrita.
  • 0:12 - 0:15
    Ég fékk fyrstu tölvuna þegar ég var í sjötta bekk.
  • 0:17 - 0:20
    Það sem ég er spenntur fyrir er
    að geta leyst vandamál fólks.
  • 0:20 - 0:24
    Maður getur tjáð sig;
    byggt hluti út frá hugmynd.
  • 0:24 - 0:27
    Tölvunarfræði er grunnurinn að mörgu af því
  • 0:27 - 0:31
    sem nemendur og starfandi fólk mun
    gera næstu 20 eða 30 árin.
  • 0:31 - 0:34
    Mér líkar forritun af því að ég hef
    gaman af að hjálpa fólki.
  • 0:34 - 0:39
    Ég fæ tækifæri til að búa eitthvað til
    sem mun gera lif fólks auðveldara.
  • 0:39 - 0:41
    Ég held að þetta sé það næsta sem við
    komumst því að hafa ofurkrafta.
  • 0:42 - 0:44
    Að byrja er mikilvægasti hlutinn.
  • 0:44 - 0:48
    Ég er byrjandi og ég vil að þú lærir með mér.
  • 0:48 - 0:49
    Hæ, ég heiti Lyndsey.
  • 0:49 - 0:53
    Ég var í leikhúsfræðum sem aðalgrein, en ég var líka með tölvunarfræði sem aðalgrein.
  • 0:53 - 0:56
    Og nú er ég fyrirsæta, leikkona og skrifa mín eigin öpp.
  • 0:56 - 1:01
    Við skulum nota kóða til að hjálpa Önnu og Elsu þegar þær kanna töfra og fegurð íss.
  • 1:01 - 1:05
    Þú munt búa til snjókorn og mynstur með því að skauta
  • 1:05 - 1:08
    og búa til vetrartöfraland sem þú getur deilt með vinum þínum.
  • 1:08 - 1:12
    Næst klukkutímann, munt þú læra grunnatriði þess að forrita.
  • 1:13 - 1:15
    Hefðbundin forritun er venjulega skrifuð,
  • 1:15 - 1:20
    en við munum nota Blockly sem notar myndræna kubba sem hægt er að draga saman í forrit.
  • 1:21 - 1:23
    Þannig læra meira að segja háskólanemar grunnatriðin.
  • 1:23 - 1:26
    Bak við tjöldin, ertu enn að skrifa kóða.
  • 1:26 - 1:31
    Hugtökin sem þú munt læra eru hugtök sem tölvuforritarar nota á hverjum degi
  • 1:31 - 1:33
    og sem eru undirstaða tölvunarfræði.
  • 1:34 - 1:38
    FORRIT er safn fyrirmæla sem segja tölvu hvað hún á að gera.
  • 1:39 - 1:43
    Við skulum smíða kóða fyrir forrit sem mun hjálpa Elsu að búa til einfalda línu.
  • 1:44 - 1:47
    Við notum þetta svo seinna til að búa til flóknari mynstur.
  • 1:48 - 1:51
    Skjárinn þinn skiptist í þrjá aðalhluta:
  • 1:51 - 1:55
    Vinstra megin er ísinn þar sem þú munt keyra forritið þitt.
  • 1:56 - 1:59
    Leiðbeiningarnar fyrir hvern áfanga eru skrifaðar beint neðan þetta svæði.
  • 2:00 - 2:02
    Þetta miðjusvæði er verkfærakassinn
  • 2:02 - 2:06
    og hver þessara kubba er aðgerð sem Elsa og Anna geta framkvæmt.
  • 2:06 - 2:11
    Hvíta svæðið hægra megin er kallað vinnusvæðið og það er hér sem við munum smíða forritið.
  • 2:11 - 2:15
    Til að hreyfast um ísinn, munt þú nota "færa áfram" kubbinn.
  • 2:15 - 2:20
    Hér segir "færa áfram" kubburinn: "Færa áfram um 100 díla".
  • 2:20 - 2:23
    Þegar við ýtum á Keyra... Hvað gerist?
  • 2:23 - 2:29
    Elsa færist fram um tiltekna vegalengd á skjánum... reyndar 100 díla.
  • 2:29 - 2:33
    Dílar eru í grunninn örlitlir reitir á tölvuskjánum.
  • 2:33 - 2:38
    Hinn kubburinn í þrautinni segir: "Snúa til hægri um 90 gráður".
  • 2:38 - 2:43
    Þegar við notum "snúa hægri" kubbinn, þá lætur hann Elsu snúa um visst mikið.
  • 2:43 - 2:46
    Þú getur leikið þér með hve mikið þú vilt að Elsa snúist.
  • 2:46 - 2:52
    Hornið er mælt miðað við slóðina fyrir framan Elsu, svo að þetta er 90 gráðu snúningur...
  • 2:52 - 2:54
    og þetta er 120 gráðu snúningur.
  • 2:55 - 3:00
    Og mundu að þú getur breytt fjölda díla eða gráða með því að smella á pílurnar við hlið þeirra
Title:
Klukkustund kóðunar í Frozen; Kynning
Description:

VIð skulum nota kóða til að slást í för með Önnu og Elsu er þær kanna töfra og fegurð íss. http://studio.code.org/s/frozen/

more » « less
Video Language:
English
Team:
Code.org
Project:
Hour of Code
Duration:
03:01

Icelandic subtitles

Revisions