1 00:00:06,041 --> 00:00:10,240 Í hvaða bekk ert þú? Öðrum, tíunda bekk, fyrsta bekk 2 00:00:10,240 --> 00:00:12,417 Ég var í áttunda bekk þegar ég lærði að forrita. 3 00:00:12,417 --> 00:00:15,206 Ég fékk fyrstu tölvuna þegar ég var í sjötta bekk. 4 00:00:17,059 --> 00:00:20,101 Það sem ég er spenntur fyrir er að geta leyst vandamál fólks. 5 00:00:20,309 --> 00:00:23,538 Maður getur tjáð sig; byggt hluti út frá hugmynd. 6 00:00:24,486 --> 00:00:27,083 Tölvunarfræði er grunnurinn að mörgu af því 7 00:00:27,083 --> 00:00:31,153 sem nemendur og starfandi fólk mun gera næstu 20 eða 30 árin. 8 00:00:31,153 --> 00:00:34,122 Mér líkar forritun af því að ég hef gaman af að hjálpa fólki. 9 00:00:34,219 --> 00:00:39,173 Ég fæ tækifæri til að búa eitthvað til sem mun gera lif fólks auðveldara. 10 00:00:39,319 --> 00:00:41,493 Ég held að þetta sé það næsta sem við komumst því að hafa ofurkrafta. 11 00:00:41,607 --> 00:00:43,763 Að byrja er mikilvægasti hlutinn. 12 00:00:43,868 --> 00:00:48,025 Ég er byrjandi og ég vil að þú lærir með mér. 13 00:00:48,099 --> 00:00:49,339 Hæ, ég heiti Lyndsey. 14 00:00:49,339 --> 00:00:53,069 Ég var í leikhúsfræðum sem aðalgrein, en ég var líka með tölvunarfræði sem aðalgrein. 15 00:00:53,069 --> 00:00:56,086 Og nú er ég fyrirsæta, leikkona og skrifa mín eigin öpp. 16 00:00:56,241 --> 00:01:01,295 Við skulum nota kóða til að hjálpa Önnu og Elsu þegar þær kanna töfra og fegurð íss. 17 00:01:01,440 --> 00:01:04,795 Þú munt búa til snjókorn og mynstur með því að skauta 18 00:01:04,798 --> 00:01:07,689 og búa til vetrartöfraland sem þú getur deilt með vinum þínum. 19 00:01:08,395 --> 00:01:11,574 Næst klukkutímann, munt þú læra grunnatriði þess að forrita. 20 00:01:12,651 --> 00:01:14,966 Hefðbundin forritun er venjulega skrifuð, 21 00:01:14,966 --> 00:01:20,239 en við munum nota Blockly sem notar myndræna kubba sem hægt er að draga saman í forrit. 22 00:01:20,516 --> 00:01:23,151 Þannig læra meira að segja háskólanemar grunnatriðin. 23 00:01:23,151 --> 00:01:26,021 Bak við tjöldin, ertu enn að skrifa kóða. 24 00:01:26,021 --> 00:01:30,691 Hugtökin sem þú munt læra eru hugtök sem tölvuforritarar nota á hverjum degi 25 00:01:30,691 --> 00:01:33,217 og sem eru undirstaða tölvunarfræði. 26 00:01:34,202 --> 00:01:37,936 FORRIT er safn fyrirmæla sem segja tölvu hvað hún á að gera. 27 00:01:38,929 --> 00:01:43,332 Við skulum smíða kóða fyrir forrit sem mun hjálpa Elsu að búa til einfalda línu. 28 00:01:44,224 --> 00:01:46,882 Við notum þetta svo seinna til að búa til flóknari mynstur. 29 00:01:48,418 --> 00:01:50,790 Skjárinn þinn skiptist í þrjá aðalhluta: 30 00:01:50,916 --> 00:01:54,746 Vinstra megin er ísinn þar sem þú munt keyra forritið þitt. 31 00:01:55,995 --> 00:01:59,144 Leiðbeiningarnar fyrir hvern áfanga eru skrifaðar beint neðan þetta svæði. 32 00:01:59,768 --> 00:02:01,627 Þetta miðjusvæði er verkfærakassinn 33 00:02:01,627 --> 00:02:05,757 og hver þessara kubba er aðgerð sem Elsa og Anna geta framkvæmt. 34 00:02:05,757 --> 00:02:10,683 Hvíta svæðið hægra megin er kallað vinnusvæðið og það er hér sem við munum smíða forritið. 35 00:02:10,880 --> 00:02:14,848 Til að hreyfast um ísinn, munt þú nota "færa áfram" kubbinn. 36 00:02:15,005 --> 00:02:19,994 Hér segir "færa áfram" kubburinn: "Færa áfram um 100 díla". 37 00:02:20,432 --> 00:02:23,316 Þegar við ýtum á Keyra... Hvað gerist? 38 00:02:23,316 --> 00:02:28,896 Elsa færist fram um tiltekna vegalengd á skjánum... reyndar 100 díla. 39 00:02:28,896 --> 00:02:32,586 Dílar eru í grunninn örlitlir reitir á tölvuskjánum. 40 00:02:33,036 --> 00:02:37,699 Hinn kubburinn í þrautinni segir: "Snúa til hægri um 90 gráður". 41 00:02:38,035 --> 00:02:42,763 Þegar við notum "snúa hægri" kubbinn, þá lætur hann Elsu snúa um visst mikið. 42 00:02:43,084 --> 00:02:45,816 Þú getur leikið þér með hve mikið þú vilt að Elsa snúist. 43 00:02:46,055 --> 00:02:52,314 Hornið er mælt miðað við slóðina fyrir framan Elsu, svo að þetta er 90 gráðu snúningur... 44 00:02:52,479 --> 00:02:54,418 og þetta er 120 gráðu snúningur. 45 00:02:54,906 --> 00:02:59,731 Og mundu að þú getur breytt fjölda díla eða gráða með því að smella á pílurnar við hlið þeirra