< Return to Video

Klukkustund kóðunar - Minecraft: Ef setningar

  • 0:00 - 0:06
    Nú ætlum við að læra um "ef" setningar.
    "Ef" setningar eru ómissandi hluti af því
  • 0:06 - 0:12
    að læra að forrita. Þær hjálpa tölvu að
    taka ákvarðanir. Allar tölvur nota "ef" setningar
  • 0:12 - 0:18
    þar á meðal síminn minn. Þegar ég aflæsi
    símanum þá keyrir hann kóða sem segir
  • 0:18 - 0:26
    að EF ég slæ aðgangsorðið inn rétt þá
    aflæsa honum. Annars birtir hann villuboð.
  • 0:26 - 0:31
    Þú getur notar "ef" setningar í kóðanum þínum til að láta Steve og Alex bregðast við því sem þau sjá
  • 0:31 - 0:38
    í heiminum. Til dæmis, EF það er klettur fyrir framan þau, geta þau snúið til vinstri. Eða snúið
  • 0:38 - 0:46
    til hægri, EF þau rekast á tré. Í þessu tilfelli viljum við ekki detta í hraunið.
  • 0:46 - 0:51
    Það er auðvelt að gera ráð fyrir hrauni. Við sjáum það á skjánum. En hvað með hraunið sem við
  • 0:51 - 0:55
    sjáum ekki undir steininum? Eftir að við höggvum steininn, þurfum við að athuga
  • 0:55 - 1:02
    hvort það sé hraun á þeim stað áður en við förum áfram. Ef það er hraun þar, viljum við
  • 1:02 - 1:11
    setja stein framan við persónuna áður en við förum áfram. Þannig getum við fært okkur örugg.
  • 1:11 - 1:16
    Nú er komið að meiri námagreftri! Og mundu að nota "ef" setninguna til að gá hvar þú stígur.
Title:
Klukkustund kóðunar - Minecraft: Ef setningar
Description:

XBox verkfræðingurinn Jasmine Lawrence kynnir fyrir þér EF setningar - sá hluti kóða sem gerir tölvu mögulegt að ákveða hvað á að gera ef viss skilyrði eru uppfyllt. Þú munt nota EF setningar til að tryggja að Steve og Alex séu örugg þegar þau ferðast um Minecraft heiminn.

more » « less
Video Language:
English
Team:
Code.org
Project:
CSF '21-'22
Duration:
01:18

Icelandic subtitles

Revisions