< Return to Video

Klukkustund kóðuna með Frozen: Endurtekningar

  • 0:00 - 0:03
    Tölvur eru virkilega góðar í að endurtaka aðgerðir.
  • 0:03 - 0:07
    Þú getur talið upp í tíu, tuttugu eða hundrað...
  • 0:07 - 0:12
    en tölva getur talið upp í miljarð eða jafnvel biljón.
  • 0:12 - 0:15
    Hún verður ekki leið og það tekur aðeins örfáar sekúndur.
  • 0:15 - 0:23
    Hvort sem það er að telja eða teikna eða eitthvað annað, geta tölvur endurtekið hluti hundrað eða jafnvel biljón sinnum.
  • 0:23 - 0:27
    Í forritun nefnist þetta LYKKJA.
  • 0:27 - 0:31
    LYKKJA er aðferð til að endurtaka kóða aftur og aftur.
  • 0:31 - 0:36
    Í næstu þraut er markmiðið að hjálpa Önnu að búa til ferning með "endurtaka" kubbnum.
  • 0:36 - 0:44
    Kubbar sem þú setur inn í "endurtaka" kubb verða endurteknir í röð, eins oft og þú vilt.
  • 0:44 - 0:49
    Til að teikna ferning getur þú sett inn "færa áfram" og "snúa" kubbana 4 sinnum.
  • 0:49 - 0:59
    Auðveldari leið er að segja tölvunni að fara áfram og snúa um 90 gráður einu sinni og segja henni svo að endurtaka þessar aðgerðir 4 sinnum.
  • 0:59 - 1:05
    Til að gera þetta þarft þú að setja "færa áfram" og "snúa" kubbana inn í "endurtaka" kubb.
  • 1:05 - 1:12
    Mundu að þú getur breytt tölunni í "endurtaka" kubbnum í hvað sem þú vilt, og hann mun endurtaka aðgerðirnar í kubbnum það oft.
Title:
Klukkustund kóðuna með Frozen: Endurtekningar
Description:

more » « less
Video Language:
Vietnamese
Team:
Code.org
Project:
Hour of Code
Duration:
01:17

Icelandic subtitles

Revisions Compare revisions