< Return to Video

danspartý - Eiginleikar

  • 0:02 - 0:07
    Klukkustund kóðunar
    Danspartý: Eiginleikar
  • 0:09 - 0:10
    Ég heiti María.
  • 0:10 - 0:13
    Ég er stúdent við Washington háskóla
  • 0:13 - 0:15
    og ég tek þátt í Amazon Future
    Engineer verkefninu.
  • 0:17 - 0:19
    Ég elska tölvunarfræði vegna þess
  • 0:19 - 0:22
    að hún felur í sér að leysa vandamál og
    að hugsa á gagnrýnan hátt.
  • 0:22 - 0:25
    Og eftir að hafa eytt mörgum
    klukkustundum í eitthvað
  • 0:25 - 0:29
    getur maður fengið út úr því eitthvað
    virkilega flott og gefandi.
  • 0:33 - 0:37
    Hingað til hefur þú haft tækifæri til að
    nota nokkra mismunandi dansara
  • 0:37 - 0:41
    og þú hefur forritað þá til að gera
    mismunandi danshreyfingar.
  • 0:41 - 0:45
    En hvernig virka þessar hreyfingar í raun?
  • 0:45 - 0:49
    Hver danshreyfing er sett saman úr röð
    mynda sem við köllum ramma.
  • 0:49 - 0:53
    Hver rammi er örlítið öðruvísi en
    næsti rammi á undan honum.
  • 0:53 - 0:57
    Þegar forritið keyrir sýnir tölvan
    rammana hvern á eftir öðrum.
  • 0:57 - 1:00
    Þeir eru sýndir svo hratt að það er
    eins og dansarinn sé að hreyfast.
  • 1:00 - 1:04
    Þetta er leyndarmálið bak við allar
    hreyfimyndir.
  • 1:04 - 1:06
    Þú getur ekki bara breytt
    hreyfingum dansara
  • 1:06 - 1:09
    heldur líka eiginleikum dansarans.
  • 1:09 - 1:14
    Eiginleikar lýsa hlutum eins og
    stað dansarans á skjánum,
  • 1:14 - 1:16
    stærð dansarans,
  • 1:16 - 1:18
    og lit dansarans.
  • 1:20 - 1:25
    Til að breyta eiginleikum dansara notar
    þú "stilla" kubb.
  • 1:25 - 1:29
    Við skulum nota "stilla" kubb til að gera
    dansarana minni.
  • 1:29 - 1:32
    Byrjaðu á að draga kubbinn inn í forritið.
  • 1:32 - 1:36
    Veldu svo dansarann sem þú vilt breyta
  • 1:36 - 1:39
    og skrifaðu stærðina fyrir hann á skjánum.
  • 1:51 - 1:53
    Full stærð er 100.
  • 1:53 - 1:58
    Ef þú velur lægri tölu
    gerir það dansarann minni.
  • 1:58 - 2:01
    Því minni sem dansarinn, því lengra
    í burtu virðist hann vera.
  • 2:01 - 2:04
    Þetta er góð leið til að hafa
    baksviðsdansara.
  • 2:10 - 2:16
    Með "stilla" kubbnum getur þú líka
    breytt hæð og breidd,
  • 2:16 - 2:17
    snúningi,
  • 2:18 - 2:19
    stað
  • 2:20 - 2:22
    og lit dansarans.
  • 2:22 - 2:24
    Með því að nota þessa eiginleika
  • 2:24 - 2:28
    getur þú gert alls konar breytingar og
    tengt þær við mismunandi staði í laginu.
  • 2:29 - 2:35
    Mundu að þú getur bara stillt eiginleika
    dansara sem þegar er til.
  • 2:35 - 2:39
    Gættu þess að "stilla" kubburinn komi á
    eftir "Báu til dansara" kubbnum.
  • 2:39 - 2:41
    Ekki hika við að gera tilraunir,
    vera skapandi,
  • 2:41 - 2:42
    og hafa gaman.
Title:
danspartý - Eiginleikar
Description:

Byrjaðu að læra á http://code.org/

Vertu í sambandi!
• á Twitter https://twitter.com/codeorg
• á Facebook https://www.facebook.com/Code.org
• á Instagram https://instagram.com/codeorg
• á Tumblr https://blog.code.org
• á LinkedIn https://www.linkedin.com/company/code-org
• á Google+ https://google.com/+codeorg

more » « less
Video Language:
English
Duration:
02:52

Icelandic subtitles

Revisions