< Return to Video

Klukkustund kóðunar - Minecraft: Endurtekningarlykkjur

  • 0:04 - 0:08
    Stampy: Hvað skyldi Stacy vera að gera?
  • 0:13 - 0:17
    Stacy: Vó, ég held ég sé á réttum stað.
  • 0:17 - 0:19
    Þetta er ótrúlegt!
  • 0:19 - 0:22
    Mér finnst ég sé komin aftur í Minecraft!
  • 0:22 - 0:24
  • 0:24 - 0:25
    Hvað segirðu gott?
  • 0:25 - 0:27
    Halló?
  • 0:27 - 0:31
    Ó, þarna er laumapúki. En þú gerir
    ekkert, er það nokkuð?
  • 0:31 - 0:31
    Katie: Stacy?
  • 0:31 - 0:32
    Stacy: Hæ, Katie?
  • 0:32 - 0:33
    Katie: Já!
  • 0:33 - 0:34
    Velkomin í Minecraft.
  • 0:34 - 0:35
    Stacy: Takk!
  • 0:35 - 0:37
    Katie: Komdu inn!
  • 0:38 - 0:40
    Stacy: Þetta er ótrúlegt.
  • 0:40 - 0:43
    Svo þú vinnur hér á hverjum degi
    og býrð til forrit?
  • 0:43 - 0:44
    Katie: Já það er svolítið magnað.
  • 0:44 - 0:47
    Ég vinn við þróun með Minecraft
    markaðsteyminu.
  • 0:47 - 0:49
    Stacy: Hvað kanntu mörg forritunarmál?
  • 0:49 - 0:52
    Katie: Á ferli mínum hef ég líklega
    unnið með meira en tólf.
  • 0:52 - 0:53
    Stacey: Tólf?
  • 0:53 - 0:54
    Katie: Já.
  • 0:54 - 0:58
    Stacy: Heyrðu, ekki vill svo vel að þú
    vitir eitthvað um þennan litla gaur
  • 0:58 - 0:59
    sem kallar sig "Umbann"?
  • 0:59 - 1:06
    Katie: Umbann gerir það sem Steve eða
    Alex geta ekki, t.d. að fara yfir hraun.
  • 1:06 - 1:10
    Stacy: Jæja, ég vil læra að kóða, og þau
    vilja læra að kóða svo hvað er eitt af
  • 1:10 - 1:13
    því fyrsta sem maður þarf að vita
    þegar maður er að læra?
  • 1:13 - 1:16
    Katie: Nú, þú þarft að læra hvernig
    á að nota lykkjur.
  • 1:16 - 1:17
    Stacy: Allt í lagi.
  • 1:17 - 1:21
    Katie: Lykkjur eru nokkuð sem
    forritarar skrifa til að gefa tölvum
  • 1:21 - 1:22
    skipanir sem hægt er að keyra
    aftur og aftur.
  • 1:22 - 1:26
    Stacy: Ég skil, og ég held að eitthvað af
    því muni koma í næstu áföngum,
  • 1:26 - 1:29
    svo haltu áfram og prófaðu lykkjur.
  • 1:29 - 1:33
    Í næsta áfanga, getur þú notað lykkju
    til að færa Umbann eftir slóðinni.
  • 1:33 - 1:38
    Dragðu "endurtaka" kubbinn út
    á vinnusvæðið og settu
  • 1:38 - 1:39
    "færa áfram" kubbinn innan í.
  • 1:39 - 1:44
    Þetta segir tölvunni að gera sama
    hlutinn oft í röð án þess að þurfa
  • 1:44 - 1:46
    að draga heila hrúgu af kubbum
    inn á vinnusvæðið.
  • 1:46 - 1:51
    Þú velur hve oft á að endurtaka með
    þvi að setja tölu í "endurtaka" kubbinn.
  • 1:51 - 1:56
    Þú getur líka sett snúninga og
    margar skipanir í "endurtaka" kubbinn
  • 1:56 - 1:59
    en fyrst skaltu prófa að færa Umbann
    fram um nokkur skref.
  • 1:59 - 2:03
    Mundu að ef þú festist í þraut getur
    þú alltaf ýtt á bláa "endurstilla"
  • 2:03 - 2:04
    hnappinn og prófað aftur.
  • 2:04 - 2:09
    Ef þú ert að hugsa um að fá góða vinnu
    eins og hennar Katie, þá ættirðu að
  • 2:09 - 2:11
    smella á "sýna kóða" hnappinn
    þegar þú klárar hvern áfanga.
  • 2:11 - 2:15
    Það mun sýna þér JavaScript kóðann
    sem fólk eins og Katie notar þegar þau
  • 2:15 - 2:17
    eru að forrita Minecraft.
  • 2:17 - 2:18
    Jæja, þakka þér kærlega!
  • 2:18 - 2:20
    Katie: Já gangi ykkur öllum vel!
Title:
Klukkustund kóðunar - Minecraft: Endurtekningarlykkjur
Description:

Byrjaðu að læra á http://code.org/

Vertu í sambandi!
• á Twitter https://twitter.com/codeorg
• á Facebook https://www.facebook.com/Code.org
• á Instagram https://instagram.com/codeorg
• á Tumblr https://blog.code.org
• á LinkedIn https://www.linkedin.com/company/code-org
• á Google+ https://google.com/+codeorg

more » « less
Video Language:
English
Team:
Code.org
Project:
CSF '21-'22
Duration:
02:26

Icelandic subtitles

Revisions Compare revisions