Minecraft - Neðansjávarferð: Skilyrðingar
-
0:01 - 0:02Vá!
-
0:02 - 0:03Þrjár þrautir í viðbót leystar!
-
0:03 - 0:06Og við höfum veitt...lax.
-
0:06 - 0:11Ekki eins spennandi og hrúgur af gulli
en við tökum það sem við fáum. -
0:11 - 0:14Og ég hef á tilfinningunni að þessi skel
muni koma að góðu gagni seinna. -
0:14 - 0:17Hvað skyldi leynast í þessum rústum.
-
0:17 - 0:19Kannske önnur vísbending!
-
0:19 - 0:22Kíkjum inn.
-
0:22 - 0:25Ég heiti Netty og velkomin í
rústirnar mínar. -
0:25 - 0:28Við erum alltaf að taka ákvarðanir
sem byggjast á skilyrðum. -
0:28 - 0:32Ef það lítur út fyrir rigningu,
þá grípum við regnhlíf. -
0:32 - 0:34Ef við erum svöng,
fáum við okkur að borða. -
0:34 - 0:38Ef við sjáum laumupúka,
hlaupum við í öfuga átt. -
0:38 - 0:41Tölvur taka líka svona ákvarðanir.
-
0:41 - 0:44Þær geta reyndar brugðist við skilyrðum
með því að nota kóða. -
0:44 - 0:51Til að forrita svona viðbrögð með
kóðaskipunum velur þú "ef slóð" kubb. -
0:51 - 0:53Veldu fellilistann til að gera skipunina.
-
0:53 - 0:59Til dæmis, ef þú notar skipunina
"ef slóð til hægri" og setur "snúa hægri" -
0:59 - 1:04í skilyrðið, þá mun Steve þegar hann
kemur að opinni slóð til hægri -
1:04 - 1:06alltaf snúa til hægri.
-
1:06 - 1:10Ef það er engin opnun til hægri,
þá mun hann ekki snúa til hægri. -
1:10 - 1:14Þessar skilyrtu "ef" skipanir gagnast
þegar þú kóðar fyrir óþekktar aðstæður -
1:14 - 1:18svo sem í dularfullum rústum í
neðansjávarhellum. -
1:18 - 1:21Prófaðu að nota "ef" kubbana og
láttu reyna á kóðann þinn! -
1:21 - 1:22Vá!
-
1:22 - 1:24Rústirnar hennar Netty voru
meiriháttar. -
1:24 - 1:27Ég verð að fara að flytja að heiman.
-
1:27 - 1:28Jæja, hvað finnst þér?
-
1:28 - 1:31Eru skilyrðin rétt svo við getum
klárað síðustu þrautirnar? -
1:31 - 1:32Látum reyna á það.
- Title:
- Minecraft - Neðansjávarferð: Skilyrðingar
- Description:
-
Byrjaðu að læra á http://code.org/
Vertu í sambandi!
• á Twitter https://twitter.com/codeorg
• á Facebook https://www.facebook.com/Code.org
• á Instagram https://instagram.com/codeorg
• á Tumblr https://blog.code.org
• á LinkedIn https://www.linkedin.com/company/code-org
• á Google+ https://google.com/+codeorg - Video Language:
- English
- Team:
- Code.org
- Project:
- CSF '21-'22
- Duration:
- 01:34
Jon Georgsson edited Icelandic subtitles for Minecraft: Voyage Aquatic Conditionals | ||
Jon Georgsson edited Icelandic subtitles for Minecraft: Voyage Aquatic Conditionals |