Return to Video

Hvernig afhjúpa má spillingu

  • 0:00 - 0:02
    Ég ætla að tala um spillingu,
  • 0:02 - 0:05
    en mig langar að varpa fram
  • 0:05 - 0:07
    tveimur ólíkum hlutum.
  • 0:07 - 0:12
    Annar er stóra alþjóðlega hagkerfið,
  • 0:12 - 0:15
    stóra hnattvædda hagkerfið
  • 0:15 - 0:18
    og hinn er lítil og mjög svo takmörkuð
  • 0:18 - 0:22
    geta okkar hefðbundnu ríkisstjórna
  • 0:22 - 0:24
    og alþjóðlegu stofnunum þeirra
  • 0:24 - 0:28
    til að reka og móta þetta hagkerfi.
  • 0:28 - 0:33
    Því það er þetta misræmi,
  • 0:33 - 0:36
    sem í raun framkallar
  • 0:36 - 0:38
    bilaða stjórnhætti.
  • 0:38 - 0:40
    Bilaða stjórnhætti á mörgum sviðum:
  • 0:40 - 0:44
    a sviði spillingar og umhverfisspjalla,
  • 0:44 - 0:47
    a sviði misnotkunar á konum og börnum,
  • 0:47 - 0:51
    a sviði loftslagsbreytinga,
  • 0:51 - 0:54
    a öllum sviðum sem við virkilega þurfum
  • 0:54 - 0:59
    bolmagn til að setja stjórnmál
  • 0:59 - 1:02
    aftur í fyrirrúm
  • 1:02 - 1:04
    innan hagkerfisins,
  • 1:04 - 1:08
    sem ríkir á alþjóðasviðinu.
  • 1:09 - 1:11
    Og ég tel að spilling
  • 1:11 - 1:13
    og baráttan gegn spillingu
  • 1:13 - 1:15
    og áhrif spillingar
  • 1:15 - 1:17
    séu sennilega ein athyglisverðasta leiðin
  • 1:17 - 1:19
    til að skýra hvað ég á við
  • 1:19 - 1:22
    með "gölluðum stjórnháttum".
  • 1:22 - 1:26
    Ég skal tala út frá minni eigin reynslu.
  • 1:26 - 1:29
    Ég vann áður sem framkvæmdastjóri
  • 1:29 - 1:32
    Næróbí skrifstofu Alþjóðabankans
  • 1:32 - 1:34
    fyrir Austur-Afríku.
  • 1:34 - 1:36
    Á þeim tíma tók ég eftir því
  • 1:36 - 1:39
    að spilling - stórtæk spilling,
  • 1:39 - 1:41
    kerfislæg spilling -
  • 1:41 - 1:45
    var að grafa undan öllu
    sem við vorum að reyna að gera.
  • 1:45 - 1:47
    Og þess vegna byrjaði ég
  • 1:47 - 1:50
    ekki bara að reyna að vernda
  • 1:50 - 1:52
    störf Alþjóðabankans,
  • 1:52 - 1:54
    verkefni okkar, áætlanir okkar,
  • 1:54 - 1:56
    gegn spillingu,
  • 1:56 - 1:59
    heldur hugsaði ég almennt:
    Við þurfum kerfi
  • 1:59 - 2:01
    til að vernda fólkið
  • 2:01 - 2:03
    i þessum heimshluta
  • 2:03 - 2:06
    gegn eyðileggingarmætti spillingar.
  • 2:06 - 2:09
    Og um leið og ég hóf þessa vinnu
  • 2:09 - 2:12
    fékk ég orðsendingar frá Alþjóðabankanum,
  • 2:12 - 2:14
    fyrst í stað frá lagadeildinni,
  • 2:14 - 2:16
    á þá leið að,
    "Þú mátt ekki gera þetta.
  • 2:16 - 2:20
    Þú ert að hafa afskipti af
    innri málefnum aðildarríkja okkar.
  • 2:20 - 2:23
    Þetta er bannað samkvæmt
    sáttmála Alþjóðabankans,
  • 2:23 - 2:26
    svo ég vil að þú hættir því
    sem þú ert að gera."
  • 2:26 - 2:28
    Á sama tíma stýrði ég fundum
  • 2:28 - 2:30
    með styrktaraðilum, til dæmis,
  • 2:30 - 2:32
    þar sem hinir ýmsu styrktaraðilar,
  • 2:32 - 2:35
    sem mörgum hverjum líkaði vel
    að vera í Næróbí -
  • 2:35 - 2:37
    það er rétt, hún er ein af
  • 2:37 - 2:39
    hættulegustu borgum heims,
  • 2:39 - 2:41
    en þeim líkaði vel þar
    því að aðrar borgir
  • 2:41 - 2:44
    voru enn óþægilegri.
  • 2:44 - 2:46
    Og á þessum fundum tók ég eftir því
  • 2:46 - 2:48
    að mörg af verstu verkefnunum -
  • 2:48 - 2:50
    sem lögð voru fram
  • 2:50 - 2:52
    af skjólstæðingum okkar, ríkisstjórnunum,
  • 2:52 - 2:54
    af talsmönnum,
  • 2:54 - 2:56
    sem margir hverjir unnu fyrir hönd
  • 2:56 - 2:58
    birgja úr norðri -
  • 2:58 - 3:00
    að verstu verkefnin
  • 3:00 - 3:02
    voru afgreidd fyrst.
  • 3:02 - 3:04
    Ég skal gefa ykkur dæmi:
  • 3:04 - 3:06
    risastórt orkuverkefni,
  • 3:06 - 3:09
    á 300 milljónir dala,
  • 3:09 - 3:11
    sem átti að reisa beint inni í
  • 3:11 - 3:14
    einu af viðkvæmustu og fallegustu
  • 3:14 - 3:17
    svæðunum í vestur Keníu.
  • 3:17 - 3:19
    Og við tókum öll eftir því undir eins
  • 3:19 - 3:22
    að þetta verkefni hafði engan
    efnahagslegan ávinning:
  • 3:22 - 3:26
    það hafði enga kúnna,
    enginn myndi kaupa rafmagn þarna,
  • 3:26 - 3:28
    enginn hafði áhuga á áveituframkvæmdum.
  • 3:28 - 3:30
    Þvert á móti, þá vissum við
    að þessi framkvæmd
  • 3:31 - 3:33
    myndi eyðileggja umhverfið,
  • 3:33 - 3:35
    skaða skóglendi meðfram árbökkunum,
  • 3:35 - 3:37
    sem voru grundvöllurinn fyrir
  • 3:37 - 3:39
    lífsviðurværi hirðingja,
  • 3:39 - 3:43
    Samburu og Turkana þjóðflokkanna
    á þessu svæði.
  • 3:43 - 3:46
    Svo allir vissu að þetta var,
    ekki bara gagnslaust plan,
  • 3:46 - 3:49
    heldur beinlínis skemmdarverk,
    hræðilegt verkefni -
  • 3:49 - 3:53
    svo ekki sé minnst á skuldir
    landsins til framtíðar litið,
  • 3:53 - 3:55
    fyrir öll þessi hundruð milljóna dala,
  • 3:55 - 3:58
    og það hvernig
  • 3:58 - 4:00
    takmörkuðum auðlindum hagkerfisins
  • 4:00 - 4:03
    var veitt frá nauðsynlegri verkefnum,
  • 4:03 - 4:05
    svo sem skólum, spítölum og slíku.
  • 4:05 - 4:08
    Og þótt við höfnuðum öll þessum áformum,
  • 4:08 - 4:10
    og enginn styrktaraðili vildi
  • 4:10 - 4:13
    tengja nafn sitt við þau,
  • 4:13 - 4:15
    þá var þetta það fyrsta sem
    var framkvæmt.
  • 4:15 - 4:18
    Góðu verkefnin, sem við styrktaraðilarnir
  • 4:18 - 4:20
    vildum taka undir okkar væng,
  • 4:20 - 4:22
    þau tóku mörg ár, vitið þið,
  • 4:22 - 4:24
    það þurfti of margar rannsóknir,
  • 4:24 - 4:26
    og oft náðu þau ekki fram að ganga.
  • 4:26 - 4:28
    En þessi slæmu verkefni, sem voru
  • 4:28 - 4:30
    algjörlega eyðileggjandi -
    fyrir efnahagskerfið
  • 4:30 - 4:33
    í margar kynslóðir, fyrir umhverfið,
  • 4:33 - 4:36
    fyrir þúsundir fjölskyldna
    sem þurfti að flytja búferlum -
  • 4:36 - 4:38
    þau voru allt í einu sett saman
  • 4:38 - 4:41
    af bankasamsteypum,
  • 4:41 - 4:43
    af birgjafélögum,
  • 4:43 - 4:45
    af tryggingafélögum -
  • 4:45 - 4:48
    eins og Hermes í Þýskalandi, o.s.frv. -
  • 4:48 - 4:50
    og þau sneru aftur, mjög fljótt,
  • 4:50 - 4:52
    rekin af vanheilögu bandalagi
  • 4:52 - 4:56
    valdamikilla elíta
  • 4:56 - 4:58
    í löndunum þarna
  • 4:58 - 5:00
    og birgjanna úr norðri.
  • 5:00 - 5:02
    Nú, þessir birgjar
  • 5:02 - 5:04
    voru stórfyrirtækin okkar.
  • 5:04 - 5:07
    Þau voru þátttakendur í þessu
    hnattvædda markaðskerfi,
  • 5:07 - 5:09
    sem ég gat um í upphafi.
  • 5:09 - 5:12
    Þetta voru Siemens fyrirtæki þessa heims,
  • 5:12 - 5:14
    frá Frakklandi, frá Bretlandi, frá Japan,
  • 5:14 - 5:16
    frá Kanada, frá Þýskalandi,
  • 5:16 - 5:19
    og þau voru skipulega keyrð áfram
  • 5:19 - 5:22
    af kerfisbundinni, stórfelldri spillingu.
  • 5:22 - 5:24
    Við erum ekki að tala um
  • 5:24 - 5:26
    50.000 dali hér,
  • 5:26 - 5:29
    eða 100 þúsund dali þar,
    eða eina milljón dala þar.
  • 5:29 - 5:32
    Nei, við erum að tala um u,þ.b.
    10 til 20 milljónir dala
  • 5:32 - 5:34
    á svissneskum bankareikningum,
  • 5:34 - 5:36
    á bankareikningum í Liechtenstein,
  • 5:36 - 5:40
    er tilheyrðu ráðherrum forsetans,
  • 5:40 - 5:43
    háttsettum embættismönnum í
    ríkisreknum geirum.
  • 5:43 - 5:45
    Þetta var sá raunveruleiki
    sem ég sá
  • 5:45 - 5:47
    og það var ekki bara eitt slíkt verkefni:
  • 5:47 - 5:49
    Ég sá, myndi ég segja,
  • 5:49 - 5:51
    á öllum þeim árum er ég vann í Afríku,
  • 5:51 - 5:53
    sá ég hundruð slíkra verkefna.
  • 5:53 - 5:56
    Og þannig sannfærðist ég
  • 5:56 - 5:59
    um að það er þessi kerfisbundna spilling
  • 5:59 - 6:02
    sem er að raska efnahagslegri
    ákvarðanatöku í þessum löndum,
  • 6:02 - 6:05
    sem er megin ástæðan
  • 6:05 - 6:08
    fyrir eymdinni, fátæktinni,
  • 6:08 - 6:10
    fyrir átökunum, fyrir ofbeldinu,
  • 6:10 - 6:12
    fyrir örvæntingunni
  • 6:12 - 6:14
    í mörgum þessara landa.
  • 6:14 - 6:16
    Það að við skulum í dag hafa
  • 6:16 - 6:19
    meira en milljarð fólks undir
    algjörum fátæktarmörkum,
  • 6:19 - 6:22
    það að meira en milljarður fólks
  • 6:22 - 6:24
    er án hreins drykkjarvatns í heiminum,
  • 6:24 - 6:26
    tvisvar sinnum sú tala,
  • 6:26 - 6:28
    yfir tveir milljarðar fólks
  • 6:28 - 6:30
    eru án hreinlætisaðstöðu, o.s.frv.,
  • 6:30 - 6:32
    og veikindin sem af þessu leiðir
  • 6:32 - 6:35
    meðal mæðra og barna,
  • 6:35 - 6:38
    að enn skuli barnadauði vera
  • 6:38 - 6:40
    yfir 10 milljónir á ári,
  • 6:40 - 6:42
    börn að deyja undir fimm ára aldri:
  • 6:42 - 6:45
    Orsök þessa er, að miklu leyti,
  • 6:45 - 6:47
    stórfelld spilling.
  • 6:47 - 6:50
    En hvers vegna leyfði Alþjóðabankinn mér
  • 6:50 - 6:53
    ekki að vinna þessa vinnu?
  • 6:53 - 6:56
    Ég komst að því síðar,
  • 6:56 - 6:59
    eftir að ég yfirgaf bankann, í fússi.
  • 6:59 - 7:02
    Ástæðan var að aðilar Alþjóðabankans
  • 7:02 - 7:05
    töldu að erlendar mútur væru í lagi,
  • 7:05 - 7:07
    þar með talið Þýskaland.
  • 7:07 - 7:09
    Í Þýskalandi voru erlendar mútur leyfðar.
  • 7:09 - 7:12
    Þær voru m.a.s. frádráttarbærar
    frá skatti.
  • 7:12 - 7:14
    Ekki að furða þótt flestir mikilvægustu
  • 7:14 - 7:17
    alþjóðlegu rekstraraðilar í Þýskalandi
  • 7:17 - 7:19
    en einnig í Frakklandi og Bretlandi
  • 7:19 - 7:21
    og Skandínavíu, mútuðu að staðaldri.
  • 7:21 - 7:24
    Ekki allir, en flestir þeirra.
  • 7:24 - 7:26
    Og þetta er fyrirbærið
  • 7:26 - 7:29
    sem ég kalla bilaða stjórnhætti,
  • 7:29 - 7:31
    því þegar ég kom svo til Þýskalands
  • 7:31 - 7:33
    og stofnaði lítil frjáls
    félagasamtök (NGO)
  • 7:33 - 7:37
    hér í Berlín, í Villa Borsig,
  • 7:37 - 7:40
    var okkur sagt: "þið getið ekki aftrað
  • 7:40 - 7:42
    þýsku útflytjendunum okkar frá
    því að múta,
  • 7:42 - 7:45
    því við munum missa samningana okkar.
  • 7:45 - 7:47
    Við munum tapa fyrir Frökkum,
  • 7:47 - 7:50
    við munum tapa fyrir Svíum,
    við munum tapa fyrir Japönum."
  • 7:50 - 7:53
    Og það var því vissulega ákveðið
    "vandamál fangans"
  • 7:53 - 7:55
    sem gerði það mjög erfitt
  • 7:55 - 7:57
    fyrir eitt stakt fyrirtæki,
  • 7:57 - 8:00
    eitt útflutningsland,
  • 8:00 - 8:02
    að segja, "Við ætlum ekki að
  • 8:02 - 8:05
    halda áfram þessum dauðans, hörmungar
  • 8:05 - 8:09
    hætti stórra fyrirtækja, að múta."
  • 8:09 - 8:11
    Svo þetta er það sem ég á við
  • 8:11 - 8:14
    með biluðum stjórnháttum,
  • 8:14 - 8:16
    því m.a.s. voldug ríkisstjórn,
  • 8:16 - 8:19
    eins og er í Þýskalandi, tiltölulega,
  • 8:19 - 8:21
    megnaði ekki að segja,
  • 8:21 - 8:24
    "Við munum ekki leyfa fyrirtækjum okkar
    að múta erlendis."
  • 8:24 - 8:26
    Þær þurftu hjálp
  • 8:26 - 8:28
    og stórfyrirtækin sjálf
  • 8:28 - 8:30
    stóðu frammi fyrir þessu vandamáli.
  • 8:30 - 8:32
    Mörg þeirra vildu ekki múta.
  • 8:32 - 8:34
    Mörg þýsk fyrirtæki, til dæmis,
  • 8:34 - 8:36
    eru sannfærð um að þau séu virkilega
  • 8:36 - 8:38
    að framleiða hágæða vöru
  • 8:38 - 8:41
    á góðu verði, svo þau eru mjög
    samkeppnishæf.
  • 8:41 - 8:44
    Þau eru ekki eins góð í að múta
  • 8:44 - 8:46
    og margir erlendir samkeppnisaðilar
    þeirra
  • 8:46 - 8:48
    en þau máttu ekki
  • 8:48 - 8:50
    sýna styrk sinn
  • 8:50 - 8:53
    því heimurinn var gegnsýrður
  • 8:53 - 8:55
    af stórfelldri spillingu.
  • 8:55 - 8:59
    Og þess vegna er ég að segja ykkur þetta:
  • 8:59 - 9:03
    Það voru almennir borgarar sem
    tóku af skarið.
  • 9:03 - 9:05
    Við höfðum þessi litlu félagasamtök,
  • 9:05 - 9:07
    Transparency International.
  • 9:07 - 9:09
    Þau byrjuðu að hugsa upp
  • 9:09 - 9:12
    undankomuleið úr þessum ógöngum fangans,
  • 9:12 - 9:16
    og við þróuðum hugtök
  • 9:16 - 9:18
    samstilltra aðgerða,
  • 9:18 - 9:20
    í grunninn, að reyna að fá ýmsa
    samkeppnisaðila
  • 9:20 - 9:22
    saman við eitt borð,
  • 9:22 - 9:24
    og útskýra fyrir þeim öllum
  • 9:24 - 9:26
    hvernig það myndi vera þeim
    öllum í hag
  • 9:26 - 9:28
    að hætta samtímis að múta.
  • 9:28 - 9:31
    Og til að gera langa sögu stutta,
  • 9:31 - 9:33
    tókst okkur á endanum
  • 9:33 - 9:35
    að fá Þýskaland til að undirrita
  • 9:35 - 9:37
    með hinum OECD löndunum
  • 9:37 - 9:39
    og nokkrum öðrum útflutningsaðilum,
  • 9:39 - 9:42
    samning, árið 1997,
  • 9:42 - 9:44
    a vegum OECD,
  • 9:44 - 9:46
    sem skyldaði alla
  • 9:46 - 9:48
    til að breyta lögum sínum
  • 9:48 - 9:50
    og gera erlendar mútur sakhæfar.
  • 9:50 - 9:54
    (Lófatak)
  • 9:54 - 9:56
    Takk fyrir. Ég á við,
    það er athyglisvert
  • 9:56 - 9:58
    að til þess að gera þetta
  • 9:58 - 10:01
    urðum við að setjast niður
    með fyrirtækjunum.
  • 10:01 - 10:04
    Við höfðum hér í Berlín, hjá Aspen
    stofnuninni við Wannsee
  • 10:04 - 10:06
    höfðum við fundi með u.þ.b.
  • 10:06 - 10:08
    20 athafnamönnum,
  • 10:08 - 10:10
    og við ræddum við þá
  • 10:10 - 10:12
    hvað mætti gera
    við alþjóðlegum mútum.
  • 10:12 - 10:14
    Á fyrsta fundinum - það voru
    þrír fundir
  • 10:14 - 10:16
    á tveggja ára tímabili.
  • 10:16 - 10:19
    Og von Weizsäcker forseti, vel á minnst,
  • 10:19 - 10:21
    stýrði fyrsta fundinum,
  • 10:21 - 10:23
    til að kveða niður óttann
  • 10:23 - 10:26
    á meðal frumkvöðla,
  • 10:26 - 10:28
    sem voru ekki vanir því að eiga við
  • 10:28 - 10:30
    borgaraleg félagasamtök.
  • 10:30 - 10:33
    Og á fyrsta fundinum sögðu þeir allir,
  • 10:33 - 10:36
    "Það sem við erum að gera eru ekki
    mútur." Þetta tíðkast þarna.
  • 10:36 - 10:39
    Það er lenska í þessum löndum
    að heimta þetta.
  • 10:39 - 10:40
    Þau fagna því meira að segja.
  • 10:42 - 10:43
    Raunar segir Martin Walser
  • 10:43 - 10:45
    þetta enn þann dag í dag.
  • 10:45 - 10:47
    Þannig að það er enn fullt af fólki
  • 10:47 - 10:50
    sem er ekki sannfært um að það
    þurfi að hætta að múta.
  • 10:50 - 10:52
    En strax á öðrum fundinum,
  • 10:52 - 10:54
    viðurkenndu þeir að þeir myndu
    aldrei gera þetta
  • 10:54 - 10:57
    sem þeir eru að gera erlendis
  • 10:57 - 10:59
    hér í Þýskalandi eða í Bretlandi og víðar.
  • 10:59 - 11:02
    Ráðherrar viðurkenndu þetta.
  • 11:02 - 11:05
    Og á lokafundinum, hjá Aspen stofnuninni,
  • 11:05 - 11:08
    létum við þá alla undirrita opið bréf
  • 11:08 - 11:10
    til ríkisstjórnar Kohls, sem þá var,
  • 11:10 - 11:12
    og biðja um að hún
  • 11:12 - 11:14
    tæki þátt í OECD samningnum.
  • 11:14 - 11:17
    Og þetta er, að mínu mati,
  • 11:17 - 11:19
    dæmi um mjúkt vald,
  • 11:19 - 11:21
    því okkur tókst að sannfæra þá
  • 11:21 - 11:23
    um að fara þessa leið með okkur.
  • 11:23 - 11:26
    Við höfðum lang-tíma sjónarmið.
  • 11:26 - 11:28
    Það var breiðari hópur,
  • 11:28 - 11:30
    landfræðilega miklu víðfeðmari,
  • 11:30 - 11:32
    sem við vorum að reyna að verja.
  • 11:32 - 11:34
    Og þess vegna hafa lögin breyst.
  • 11:34 - 11:37
    Þess vegna er Siemens nú í þeim vanda
    sem þeir eru í
  • 11:37 - 11:40
    og þess vegja er MIN í sínum vanda.
  • 11:40 - 11:43
    Í sumum hinna landanna er OECD
    samningnum
  • 11:43 - 11:45
    ekki ennþá almennilega framfylgt.
  • 11:45 - 11:47
    Og, enn á ný, eru almennir borgarar
  • 11:47 - 11:50
    að þrýsta á valdastéttina.
  • 11:50 - 11:52
    Í London, til dæmis,
  • 11:52 - 11:54
    þegar BAE komst upp með
  • 11:54 - 11:56
    stórt spillingar mál,
  • 11:56 - 12:00
    þar sem Serious Fraud Office reyndi
    að lögsækja,
  • 12:00 - 12:02
    þar sem 100 milljón pund,
  • 12:02 - 12:04
    á hverju ári í áratug,
  • 12:04 - 12:07
    til eins ráðamanns í einu sérlega
    vinveittu landi,
  • 12:07 - 12:09
    sem síðan keypti hernaðarútbúnað
  • 12:09 - 12:13
    fyrir 44 milljarða punda.
  • 12:13 - 12:15
    Mál þetta er ekki lögsótt í Bretlandi.
  • 12:15 - 12:17
    Hví ekki? Því þeir telja það
  • 12:17 - 12:20
    stríða gegn öryggishagsmunum
  • 12:20 - 12:22
    bresku þjóðarinnar.
  • 12:22 - 12:24
    Almennir borgarar eru að knýja á
  • 12:24 - 12:27
    um að fá lausn á þessum vanda,
  • 12:27 - 12:29
    einnig í Bretlandi,
  • 12:29 - 12:31
    og í Japan er heldur ekki
    nægilegt eftirlit
  • 12:31 - 12:33
    og þar fram eftir götunum.
  • 12:33 - 12:35
    Í Þýskalandi erum við að knýja á um
  • 12:35 - 12:37
    fullgildingu samnings Sameinuðu Þjóðanna,
  • 12:37 - 12:39
    sem er seinna til kominn.
  • 12:39 - 12:41
    Þýskaland er ekki að fullgilda hann.
  • 12:41 - 12:44
    Hvers vegna? Því það myndi krefjast þess
  • 12:44 - 12:47
    að spilling aðstoðarmanna
  • 12:47 - 12:49
    yrði gerð saknæm.
  • 12:49 - 12:51
    Við höfum kerfi í Þýskalandi þar sem
  • 12:51 - 12:54
    ekki er leyfilegt að múta
    opinberum starfsmanni,
  • 12:54 - 12:57
    en það er í lagi að múta aðstoðarmanni.
  • 12:57 - 13:00
    Þetta er leyfilegt undir þýskum lögum
  • 13:00 - 13:02
    og þingmenn vilja ekki breyta þessu
  • 13:02 - 13:04
    og þess vegna geta þeir ekki undirritað
  • 13:04 - 13:07
    samning S.Þ. gegn erlendum mútum -
  • 13:07 - 13:09
    eitt sárafárra landa, sem eru að
  • 13:09 - 13:12
    prédika heiðarleika og góða stjórnhætti
    alls staðar í heiminum,
  • 13:12 - 13:14
    en geta ekki fullgilt samninginn,
  • 13:14 - 13:17
    sem okkur tókst að koma á blað
  • 13:17 - 13:20
    í um 160 löndum um allan heim.
  • 13:20 - 13:22
    Ég sé að tími minn er á þrotum.
  • 13:22 - 13:24
    Ég ætla að reyna að nefna nokkrar
  • 13:24 - 13:27
    niðurstöður af því sem hefur gerst.
  • 13:27 - 13:31
    Ég trúi að það sem við höfum áorkað
  • 13:31 - 13:34
    í baráttunni gegn spillingu
  • 13:34 - 13:36
    sé einnig hægt að koma til leiðar
  • 13:36 - 13:38
    á öðrum sviðum bilaðra stjórnhátta.
  • 13:38 - 13:40
    Sameinuðu Þjóðirnar hafa nú
  • 13:40 - 13:42
    alfarið snúist á sveif með okkur.
  • 13:42 - 13:46
    Alþjóðabankinn hefur breyst úr Sál í Pál;
    undir stjórn Wolfensohn
  • 13:46 - 13:49
    urðu þeir, myndi ég segja, sterkasta
  • 13:49 - 13:51
    stofnun gegn spillingu í heiminum.
  • 13:51 - 13:53
    Flest stórfyrirtæki
  • 13:53 - 13:55
    eru nú alveg sannfærð um
  • 13:55 - 13:57
    að þau þurfi að setja sér
  • 13:57 - 13:59
    sterka stefnu
  • 13:59 - 14:01
    gegn mútum og slíku.
  • 14:01 - 14:04
    Og þetta er mögulegt vegna þess að
    borgarasamfélagið
  • 14:04 - 14:06
    gekk til liðs við fyrirtækin
  • 14:06 - 14:08
    og ríkisstjórnirnar
  • 14:08 - 14:10
    í því að greina vandann,
  • 14:10 - 14:12
    í að þróa úrræði,
  • 14:12 - 14:15
    framkvæma umbætur
  • 14:15 - 14:18
    og síðan hafa eftirlit með umbótunum.
  • 14:18 - 14:21
    Auðvitað, ef almenn félög borgara
  • 14:21 - 14:23
    vilja gegna þessu hlutverki
  • 14:23 - 14:27
    verða þau að vaxa upp í þessa ábyrgð.
  • 14:27 - 14:30
    Ekki eru öll almenn félög góð.
  • 14:30 - 14:33
    Ku Klux Klan eru almenn samtök.
  • 14:33 - 14:35
    Svo við verðum að vera meðvituð
  • 14:35 - 14:37
    um að borgarasamfélagið
  • 14:37 - 14:39
    verður að taka sig á sjálft.
  • 14:39 - 14:41
    Almenn félög verða að hafa miklu meira
  • 14:41 - 14:43
    gagsæi í fjármálum sínum.
  • 14:43 - 14:46
    Það verður að vera breiðari þátttaka
    í stjórnun
  • 14:46 - 14:49
    margra almennra félagasamtaka.
  • 14:49 - 14:52
    Við þurfum líka meiri fagmennsku
    meðal stjórnenda félagasamtaka.
  • 14:52 - 14:55
    Þess vegna höfum við sett á stofn
    stjórnskipulags skóla
  • 14:55 - 14:57
    og miðstöð fyrir borgaraleg félög
    hér í Berlín,
  • 14:57 - 15:00
    því við erum sannfærð um að flestar
    menntastofnanir
  • 15:00 - 15:02
    og rannsóknarsetur í Þýskalandi
  • 15:02 - 15:04
    og á meginlandi Evrópu yfirleitt,
  • 15:04 - 15:06
    leggi ekki enn nægilega áherslu á
  • 15:06 - 15:08
    að virkja almenning
  • 15:08 - 15:11
    og þjálfa leiðtoga borgarasamfélagsins.
  • 15:11 - 15:14
    En það sem ég segi af eigin reynslu:
  • 15:14 - 15:17
    ef borgarasamfélagið stendur sig vel
  • 15:17 - 15:20
    og vinnur með öðrum aðilum -
  • 15:20 - 15:22
    sér í lagi ríkisstjórnum,
  • 15:22 - 15:25
    og alþjóðlegum stofnunum þeirra,
  • 15:25 - 15:28
    og einnig stórum alþjóðlegum aðilum,
  • 15:28 - 15:30
    sérstaklega þeim sem hafa sett sér reglur
  • 15:30 - 15:32
    um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja -
  • 15:32 - 15:35
    þá er í þessum töfraþríhyrningi
  • 15:35 - 15:37
    milli borgarasamfélagsins,
  • 15:37 - 15:39
    ríkisstjórnar og einkageirans,
  • 15:39 - 15:41
    gífurlegt tækifæri
  • 15:41 - 15:45
    fyrir okkur öll til að skapa betri heim.
  • 15:45 - 15:47
    Þakka ykkur fyrir.
  • 15:47 - 15:49
    (Lófatak)
Title:
Hvernig afhjúpa má spillingu
Speaker:
Peter Eigen
Description:

Mörg hinna snúnustu félagslegu vandamála heims má rekja til skipulagðrar, útbreiddrar spillingar þar sem ríkisstjórnir eru í slagtogi við fjölþjóðafyrirtæki, segir Peter Eigen. Á TEDxBerlín lýsir Eigen spennandi gagnárás samtaka hans, Transparency International.

more » « less
Video Language:
English
Team:
closed TED
Project:
TEDTalks
Duration:
15:52
Dimitra Papageorgiou approved Icelandic subtitles for How to expose the corrupt
Eirikur Kristjánsson accepted Icelandic subtitles for How to expose the corrupt
Eirikur Kristjánsson edited Icelandic subtitles for How to expose the corrupt
Eirikur Kristjánsson edited Icelandic subtitles for How to expose the corrupt
Eirikur Kristjánsson edited Icelandic subtitles for How to expose the corrupt
Edda Kristjansdottir edited Icelandic subtitles for How to expose the corrupt
Edda Kristjansdottir edited Icelandic subtitles for How to expose the corrupt
Edda Kristjansdottir edited Icelandic subtitles for How to expose the corrupt
Show all

Icelandic subtitles

Revisions