< Return to Video

Klukkustund kóðunar - Minecraft: Atvik

  • 0:00 - 0:05
    Klukkstund kóðunar í Minecraft
    Atvik
  • 0:05 - 0:10
    Í þessum næsta áfanga getur þú valið um
    að vera Steve eða Alex.
  • 0:10 - 0:17
    Ýttu á örvarlyklana á lyklaborðinu til að
    fara upp eða niður, til vinstri eða hægri.
  • 0:17 - 0:21
    Nú getur þú hreyft þig um áfangann
    hvenær sem þú vilt.
  • 0:21 - 0:27
    Til að nota veru, skaltu ganga í átt til
    hennar, snúa að henni og ýta á bilslána.
  • 0:27 - 0:34
    Notir þú snertiskjá, sópar þú upp, niður,
    til vinstri eða hægri til að hreyfast.
  • 0:34 - 0:39
    Síðan slærðu á leikinn til að nota
    hlutinn fyrir framan þig.
  • 0:39 - 0:41
    En hvað gerist þegar þú notar hann?
  • 0:41 - 0:47
    Í Minecraft gefa kindur ull þegar þú rýjar
    þær, kýr hlaupa burt ef þú slærð þær og
  • 0:47 - 0:51
    laumupúkar springa ef þú kemur nálægt.
  • 0:51 - 0:55
    Þessi viðbrögð gerast þökk sé fyrirbæri
    sem við köllum atvik.
  • 0:55 - 1:00
    Atvik segja forritinu að hlusta eða bíða
    eftir að eitthvað gerist.
  • 1:00 - 1:03
    Og þegar það gerist, á að framkvæma
    aðgerð.
  • 1:03 - 1:08
    Þú hefur áður notað eitt atvik. Kóði
    sem þú setur í "þegar kviknar" raufina
  • 1:08 - 1:12
    keyrir þegar veran verður til eða
    leikurinn byrjar.
  • 1:12 - 1:18
    Í næstu áföngum færðu nýjar raufar fyrir
    atvik eins og "þegar snert" sem keyrir
  • 1:18 - 1:23
    þegar þú snertir veru eða "þegar notað"
    fyrir það að þú notar veruna.
  • 1:23 - 1:30
    Eða ef þú vilt að uppvakningur hverfi þegar sólin kemur upp, þá notar þú "þegar dagur" raufina.
Title:
Klukkustund kóðunar - Minecraft: Atvik
Description:

Byrjaðu að læra á http://code.org/

Vertu í sambandi!
• á Twitter https://twitter.com/codeorg
• á Facebook https://www.facebook.com/Code.org
• á Instagram https://instagram.com/codeorg
• á Tumblr https://blog.code.org
• á LinkedIn https://www.linkedin.com/company/code-org
• á Google+ https://google.com/+codeorg

more » « less
Video Language:
English
Team:
Code.org
Project:
Hour of Code
Duration:
01:32

Icelandic subtitles

Revisions Compare revisions