< Return to Video

Hans Rosling's 200 Countries, 200 Years, 4 Minutes - The Joy of Stats - BBC Four

  • 0:04 - 0:07
    Myndræn framsetning er mér einnig hjartans mál í störfum mínum.
  • 0:08 - 0:10
    Ég kenni alþjóðleg heilsufræði.
  • 0:11 - 0:13
    Og ég veit að gögn ein og sér eru ekki nóg.
  • 0:13 - 0:18
    Ég verð að sýna þau þannig að fólk njóti þeirra, og skilji.
  • 0:18 - 0:22
    Nú ætla ég að prufa eitthvað sem ég hef ekki gert áður:
  • 0:22 - 0:25
    koma gögnunum á hreyfingu í raunheimum,
  • 0:25 - 0:29
    með smá tæknihjálp frá liðinu.
  • 0:29 - 0:33
    Þá byrjum við, fyrst ás fyrir heilsu.
  • 0:33 - 0:39
    Lífslíkur frá 25 til 75 ára.
  • 0:39 - 0:41
    Og hér niðri, ás fyrir ríkidæmi:
  • 0:41 - 0:47
    Tekjur á mann, 400, 4.000 og 40.000 dollarar.
  • 0:47 - 0:50
    Hérna niðri eru þeir fátæku og veiku,
  • 0:53 - 0:59
    Nú ætla ég að sýna ykkur heiminn fyrir 200 árum,
  • 0:59 - 1:00
    árið 1810.
  • 1:00 - 1:02
    Hér eru öll löndin:
  • 1:02 - 1:08
    Evrópa brún, Asía rauð, Miðausturlönd græn, Afríka sunnan Sahara blá,
  • 1:08 - 1:10
    og Ameríkurnar gular.
  • 1:10 - 1:13
    Og stærð hvers depils táknar mannfjöldann.
  • 1:13 - 1:17
    Árið 1810 var frekar þröngt á þingi þarna niðri, ekki satt?
  • 1:17 - 1:19
    Öll löndin voru veik og fátæk,
  • 1:19 - 1:23
    lífslíkur undir fertugu í öllum löndum
  • 1:23 - 1:27
    og bara Bretland og Holland í örlítið betri málum,
  • 1:27 - 1:29
    en ekki svo.
  • 1:29 - 1:30
    Og nú förum við af stað.
  • 1:32 - 1:37
    Iðnbyltingin gerir löndum í Evrópu og annars staðar
  • 1:37 - 1:39
    það kleift að færa sig frá hinum,
  • 1:39 - 1:41
    en nýlendurnar í Asíu og Afríku,
  • 1:41 - 1:44
    eru fastar hérna niðri.
  • 1:44 - 1:47
    Og að lokum ná Vesturlönd því að verða heilbrigðari og heilbrigðari.
  • 1:47 - 1:51
    Og nú, hægjum við á til að sýna afleiðingarnar
  • 1:51 - 1:53
    af fyrri heimsstyrjöldinni
  • 1:53 - 1:58
    og spænsku veikinni. Hvílíkar hörmungar!
  • 1:58 - 2:02
    Og nú hröðum við á í gegnum 1920 og 1930.
  • 2:02 - 2:04
    Og þrátt fyrir heimskreppuna
  • 2:04 - 2:06
    halda Vesturlönd áfram
  • 2:06 - 2:07
    í átt að betri tekjum og betri heilsu.
  • 2:07 - 2:10
    Japan og nokkrir aðrir reyna að fylgja
  • 2:10 - 2:11
    en flest löndin eru föst hér niðri.
  • 2:11 - 2:15
    Núna, eftir hörmungar seinni heimsstyrjaldar,
  • 2:15 - 2:19
    lítum við á heiminn árið 1948.
  • 2:19 - 2:23
    1948 var frábært ár: stríðinu var lokið,
  • 2:23 - 2:26
    Svíþjóð hlaut flest verðlaun á vetrarólympíuleikunum,
  • 2:26 - 2:28
    og ég fæddist.
  • 2:28 - 2:31
    En munurinn á milli landa heimsins
  • 2:31 - 2:32
    var meiri en nokkru sinni fyrr.
  • 2:32 - 2:37
    Bandaríkin voru fremst, Japan var að elta uppi,
  • 2:37 - 2:39
    Brasilía langt á eftir
  • 2:39 - 2:43
    Íran var að efnast vegna olíu en lífslíkur enn lélegar.
  • 2:43 - 2:46
    Og risarnir í Asíu:
  • 2:46 - 2:48
    Kína, Indland, Pakistan, Banglades og Indónesía,
  • 2:48 - 2:50
    voru enn fátækir og veikir hérna niðri,
  • 2:50 - 2:52
    en sjáið hvað er að fara að gerast!
  • 2:52 - 2:54
    Af stað förum við!
  • 2:54 - 2:57
    Á mínu æviskeiði náðu nýlendur að verða sjálfstæðar,
  • 2:57 - 3:00
    og urðu heilsubetri,
  • 3:00 - 3:01
    og heilsubetri,
  • 3:01 - 3:02
    og heilsubetri.
  • 3:02 - 3:06
    Og á áttunda áratugnum fóru lönd í Asíu og rómönsku Ameríku
  • 3:06 - 3:09
    að ná Vesturlöndum:
  • 3:09 - 3:11
    hin nýju hagkerfi.
  • 3:11 - 3:12
    Sum lönd í Afríku eltu,
  • 3:12 - 3:14
    sum Afríkulönd sátu föst í borgarastríði,
  • 3:14 - 3:16
    önnur urðu fyrir alnæmisfaröldrum.
  • 3:16 - 3:18
    Og nú sjáum við heiminn eins og hann er í dag,
  • 3:18 - 3:22
    með nýjustu tölfræði.
  • 3:23 - 3:25
    Flest fólk í dag er hér í miðjunni.
  • 3:25 - 3:28
    En það er gífurlegur munur
  • 3:28 - 3:30
    á milli þeirra landa sem eru best og verst sett
  • 3:30 - 3:34
    og það er mikill munur innan landa.
  • 3:34 - 3:37
    Þessar kúlur sýna landsmeðaltöl,
  • 3:37 - 3:38
    en ég get skipt þeim upp.
  • 3:38 - 3:41
    Sjáið Kína, ég get skipt því eftir héruðum.
  • 3:41 - 3:44
    Hérna fer Sjanghæ.
  • 3:44 - 3:48
    Þar er sama ríkidæmi og heilsufar og á Ítalíu núorðið.
  • 3:48 - 3:51
    Og hér í fátæka héraðinu Gansu,
  • 3:51 - 3:52
    sem er líkt Pakistan
  • 3:52 - 3:55
    og ef ég skipti því enn meir
  • 3:55 - 3:58
    þá eru sveitirnar líkari Gana í Afríku.
  • 4:01 - 4:03
    Og samt, þrátt fyrir þennan mikla mun nú til dags,
  • 4:05 - 4:07
    þá höfum við séð 200 ár af ótrúlegum framförum.
  • 4:07 - 4:09
    Þetta stóra bil
  • 4:09 - 4:10
    milli Vesturlanda og hinna er nú að hverfa.
  • 4:10 - 4:15
    Við erum að verða nýr samþættur heimur,
  • 4:15 - 4:18
    og ég sé skýra sýn til framtíðar,
  • 4:18 - 4:20
    með aðstoð, viðskiptum, grænni tækni og friði.
  • 4:20 - 4:23
    Það er algjörlega mögulegt að allir geti komist
  • 4:24 - 4:26
    í ríka heilsuhornið.
  • 4:28 - 4:31
    Jæja, það sem þið hafið séð síðustu mínútur
  • 4:31 - 4:34
    er saga 200 landa
  • 4:34 - 4:36
    sýnd yfir 200 ár og áfram.
  • 4:36 - 4:40
    120.000 tölur voru notaðar við gerð þessa.
  • 4:40 - 4:43
    Frekar flott, já?
  • Not Synced
    og uppi hér þeir ríku og heilbrigðu.
Title:
Hans Rosling's 200 Countries, 200 Years, 4 Minutes - The Joy of Stats - BBC Four
Video Language:
English
Duration:
04:48

Icelandic subtitles

Revisions