-
Að finna frumtölur
-
Ákvarða hvort eftirfararndi tölur eru frumtölur,
samsettar tölur eða hvorugt
-
Aðeins til að rifja upp, frumtala er náttúruleg tala,
tölur sem við teljum með
-
1,2,3,4,5,6 og svo framvegis,
sem hefur nákvæmlega tvo þætti
-
Þættirnir eru 1 og talan sjálf.
Svo dæmi um frumtölu er talan 3.
-
Það eru aðeins tvær náttúrulegar tölur
sem ganga upp í 3: 1 og 3
-
Önnur leið til að hugsa um það er, að eina leiðin til að skrifa 3 sem margfeldi annarra náttúrulegra talna er 1 x 3.
-
Svo hún hefur aðeins 1 og sjálfa sig.
-
Samsett tala er náttúruleg tala sem
hefur fleiri þætti en 1 og sjálfa sig.
-
og við sjáum dæmi um það.
-
Og hvorugt, við skoðum áhugavert tilfelli um það.
-
Skoðum fyrst 24
-
Hugsum okkur allar náttúrulegar tölur, eða heilar tölur,
þó að 0 sé talið með heilu tölunum.
-
Hugsum okkur allar náttúrulegu tölurnar
sem ganga upp í 24 án afgangs.
-
Við skoðum þessa þætti
-
Augljóslega, er hún deilanleg með
1 og 24, því 1 x 24 = 24
-
En, hún er einnig deilanleg með 2
-
2 x 12 = 24, svo hún er líka deilanleg með 12
-
Hún er líka deilanleg með 3, 3 x 8 = 24
-
Á þessum tímapunkti þurfum við ekki að finna alla þættina til að átta okkur á því að hún er ekki frumtala
-
Hún hefur augljóslega fleiri þætti en 1 og sjálfa sig
-
Svo hún er samsett
-
Svo hún er samsett
-
Klárum þáttunina fyrst við vorum byrjuð.
-
Hún er einnig deilanleg með 4,
og 4 x 6 = 24
-
Þetta eru allir þættir tölunnar 24,
greinilega fleiri en 1 og 24
-
Hugsum um 2
-
Heilar tölur, aðrar en 0,
sem ganga upp í 2
-
1 x 2 virkar greinilega, 1 og 2,
en það eru engar aðrar sem ganga upp í 2
-
Þannig að hún hefur bara 2 þætti,
1 og sjálfa sig
-
Það er skilgreiningin á frumtölu.
Svo 2 er frumtala
-
2 er frumtala
-
2 er áhugaverð,
því hún er eina slétta frumtalan
-
Eina slétta frumtalan
-
Það gæti verið augljóst fyrir þig,
því samkvæmt skilgreiningu
-
er slétt tala deilanleg með 2
-
Svo 2 er augljóslega deilanleg með 2,
það gerir hana slétta
-
En hún er eingöngu deilanleg með 2 og 1,
þannig að hún er frumtala
-
En allar aðrar sléttar tölur eru deilanlegar
með 1, sjálfri sér og 2.
-
Allar aðrar sléttar tölur eru deilanlegar
með 1, sjálfri sér og 2.
-
Samkvæmt skilgreiningu mun hún hafa 1, sjálfa sig og einhvern annan þátt, þannig að hún verður samsett
-
Svo 2 er frumtala, allar aðrar sléttar
tölur aðrar en 2 eru samsettar
-
Hér er áhugavert tilfelli. 1 er bara deilanleg með 1
-
1 er bara deilanleg með 1
-
Svo hún er ekki frumtala, tæknilega, af því að hún hefur aðeins 1 sem þátt: Hún hefur ekki tvo þætti
-
1 er talan sjálf, en til að vera frumtala, verður þú að hafa nákvæmlega tvo þætti. 1 hefur aðeins einn þátt.
-
Samsettar tölur þurfa að hafa fleiri en tvo þætti:
1, sjálfa sig og einhvern annan þátt
-
Svo hún er ekki samsett
-
1 er hvorki frumtala né samsett
-
1 er hvorugt
-
Að lokum, skoðum við 17
-
17 er deilanleg með 1 og 17.
-
Hún er ekki deilanleg með
2,3,4,5,6,7,8,9,10,11,12,13,14,15 eða 16
-
Hún hefur nákvæmlega tvo þætti,
1 og sjálfa sig, svo 17 er frumtala