< Return to Video

Dr. Dennis Meadows

  • 0:04 - 0:08
    Þetta er önnur heimsókn mín til Íslands,
  • 0:09 - 0:16
    í fyrra skiptið var ég nemandi, fyrir 59 árum,
    og stoppaði hér á leið minni til Bandaríkjanna.
  • 0:17 - 0:23
    Mér þykir leitt að hafa ekki haft meiri tíma þá,
  • 0:23 - 0:29
    en nú hef ég viku
    sem ég mun njóta með athyglisverðu fólki.
  • 0:29 - 0:39
    Sérsvið mitt er á sviði orku og því kom ég til að kynna mér hvað fólkið hér er að gera í þeim efnum,
  • 0:39 - 0:43
    með þær auðlindir sem hér eru t.d. jarðvarma
  • 0:43 - 0:57
    Og merkilegt að nota orkuna og forðast þannig þær hættur sem fylgja því að nota olíu og gas.
  • 0:58 - 1:05
    Ég lít út um gluggan hérna og sé hundruðir bíla, strætivagna og flutningabíla
  • 1:05 - 1:13
    sem munu stöðvast nánast samstundis ef innflutningur eldsneytis legðist af.
  • 1:13 - 1:18
    Sem er sérstaklega athyglisvert, því innflutningur mun stöðvast.
  • 1:19 - 1:32
    Olíuvinnsla náði hámarki 2006, nú er notast við torsóttari olíulindir, sanda og á hafsbotni.
  • 1:32 - 1:38
    Þær munu endast í 30 til 40 ár, og þá verðum við að hverfa aftur að svæðisbundinni orku.
  • 1:38 - 1:45
    Sem er áhugavert fyrir Ísland, þið hafið rafmagn og orku til húshitunar,
  • 1:45 - 1:47
    en hvað með samgöngur og flutninga?
  • 1:47 - 1:53
    Því eru mögulegar olíulindir sem hugsanlega eru í norðuhöfum svo mikilvægar.
  • 1:53 - 1:58
    Og skoða samband ykkar við önnur lönd.
  • 2:01 - 2:08
    Hrunið sem skall á 2008 var mjög erfitt,
    og vondandi skilaði það einhverri reynslu.
  • 2:08 - 2:10
    Því við vitum að það mun gerast aftur.
  • 2:10 - 2:18
    Allar forsendur hrunsins 2008
    eru meiri og sterkari nú en þá.
  • 2:19 - 2:25
    En auðlindir og aðstaða stjórnvalda til að bregðast við eru veikari því skuldastaðan er verri.
  • 2:25 - 2:33
    Með sama öryggi og við getum sagt að það muni gjósa á Íslandi,
  • 2:33 - 2:35
    þó við getum ekki tímasett það nákvæmlega,
  • 2:35 - 2:40
    getum við staðhæft að það verði annð hrun.
  • 2:40 - 2:45
    Og, frekar fjlótlega, örugglega fyrir 2020.
  • 2:45 - 2:47
    Svo, hvað getum við gert?
  • 2:48 - 2:56
    Ég mun tala um stefnubreytinguna frá því að sækjast eftir sjálfbærni yfir í sveigjanleika og þrautseigju.
  • 2:56 - 3:00
    Byggja samfélög þannig að þau geti tekið áföllum
  • 3:00 - 3:07
    en haldið virkni og rekstri
    – með sæmilega friðsælum hætti.
  • 3:07 - 3:10
    Ísland hefur marga spennandi möguleika á þessu sviði.
  • 3:10 - 3:19
    Sem þið getið nýtt ykkur, en þá þurfið þið að hætta að hugsa um tíunda áratug síðustu aldar.
  • 3:19 - 3:25
    Það var ágætur tími og skemmtilegur fyrir marga,
    en kemur ekki aftur.
  • 3:25 - 3:30
    Nú erum við á leið í tímbil án vaxtar og jafnvel hjöðnunar.
  • 3:31 - 3:35
    Og samfélög verða að reiða sig á eigin auðlindir og getu.
  • 3:35 - 3:42
    Mikilvægt er að hafa það í huga að Ísland ber meiri umhyggju fyrir sjálfu sér en nokkur annar.
  • 3:43 - 3:50
    Staða landsins er mjög sérstök, ekki síst þegar siglingaleiðir opnast í norðurhöfum.
  • 3:51 - 3:57
    En þeir sem sækjast eftir höfnum ykkar og aðstöðu hafa engan áhuga á afkomu ykkar, fólksins í landinu.
  • 3:57 - 4:02
    Þeir ásælast hagstæða stöðu landsins og auðlindum þess.
  • 4:04 - 4:10
    Svo ef þið viljið eiga þokkalega framtíð, er það eitthvað sem þið verðið að gera sjálf.
  • 4:10 - 4:14
    Það mun enginn gera það fyrir ykkur og þess er ekki að vænta frá öðrum,
  • 4:14 - 4:21
    eða farsæld sé sjálfkrafa afleiðing þess
    stjórnmála- eða hagkerfis sem við búum við.
  • 4:22 - 4:24
    Þið hafið heilmikið af auðlindum og gæðum til þess.
  • 4:24 - 4:29
    Staða landsins verður mikilvægari með tímanum.
  • 4:29 - 4:35
    Og vonandi getið þið notað aðstæðurnar til hagsbóta fyrir þjóðina.
  • 4:37 - 4:39
    Ég er hér fyrst og fremst til að læra.
  • 4:39 - 4:50
    Og mér finnst athyglisvert hvernig unnið er með orku og matvælaöryggi.
  • 4:51 - 4:58
    Engu að síður standið þið frammi fyrir vali
    milli skammtímagróða eða
  • 4:58 - 5:03
    uppbyggingar sem skilar stöðugu samfélgi sem getur brugðist við áföllum til lengri tíma.
  • 5:03 - 5:08
    Þeir sem vilja græða í dag
    þrýsta alltaf á um skammtímalausnir.
  • 5:09 - 5:12
    Þeir sem hinsvegar vilja sjálfir og að börn þeirra
  • 5:12 - 5:16
    og afkomendur geti lifað sómasamlegu lífi áfram í landinu um ókomna tíð,
  • 5:16 - 5:22
    leita þeirra leiða sem eru öruggari betur til þess fallnar að viðhalda stöðugleika.
  • 5:22 - 5:25
    Og það er von mín að þið veljið þá leið.
Title:
Dr. Dennis Meadows
Description:

Dr. Dennis Meadows visits Iceland 2013

more » « less
Video Language:
English

Icelandic subtitles

Revisions