-
(Bobak - Verkfræðingur hjá NASA)
Sæl verið þið, hér erum við í þoturannsóknastöð NASA
-
í herberginu þar sem við stjórnum Curiosity rannsóknabílnum,
-
sem er einmitt núna á Mars að kanna plánetuna.
-
Rannsóknabíllinn finnur rétta leið á Mars með tölvuforriti
-
sem virkar mjög líkt síðustu þraut sem þú leystir.
-
Síðasti hluti kóðans sem þú bjóst til,
getur leiðbeint hvaða
-
vélmenni sem er við að finna leið sína í gegnum
-
völundarhús eða göng, sama hversu flókin og löng þau eru
-
Það gæti verið uppvakningur, fugl, sjálfstýrður bíll
eða jafnvel rannsóknarbíll á Mars.
-
Kóðinn sem þú skrifaðir getur komið honum
þangað sem hann þarf að fara.
-
(Tess - Verkfræðingur hjá Google)
Þú heldur kannski að þú hafir ekki lært mikið
fyrsta klukkutímann sem þú forritaðir.
-
En í raun og veru eru þessi grunnhugtök
sem þú varst að læra
-
kjarninn í öllum forritum eða öppum
sem þú átt nokkurn tíma eftir að búa til.
-
Við höfum þá lært um endurtekningalykkjur - Repeat,
"endurtaka-þar-til"setningar - Repeat-Until
-
Ef setningar - IF,
ef þá bálka - IF-ELSE
-
En hey!
Ég skal segja þér eitt!
-
Það er engin ástæða til að hætta strax.
Þú getur lært helling af öðrum hlutum!
-
Farðu inn á Code.org og haltu áfram að læra forritun.
-
Þegar þú hefur lokið allri 20 tíma námskránni
-
muntu hafa náð valdi á grunnatriðum í forritun
-
og getur byrjað að læra hvernig á að skrifa öpp fyrir síma,
-
leiki eða leiðbeiningar fyrir vélmenni.
Eða í rauninni allt sem þér dettur í hug.
-
Tæknin er að breyta öllu sem við gerum
og það skiptir ekki máli
-
hvort þú sért ungur eða gamall, forritun er skemmtileg.
-
Og ég skal segja þér annað! Allir geta forritað.