-
Vá!
-
Þrjár þrautir í viðbót leystar!
-
Og við höfum veitt...lax.
-
Ekki eins spennandi og hrúgur af gulli
en við tökum það sem við fáum.
-
Og ég hef á tilfinningunni að þessi skel
muni koma að góðu gagni seinna.
-
Hvað skyldi leynast í þessum rústum.
-
Kannske önnur vísbending!
-
Kíkjum inn.
-
Ég heiti Netty og velkomin í
rústirnar mínar.
-
Við erum alltaf að taka ákvarðanir
sem byggjast á skilyrðum.
-
Ef það lítur út fyrir rigningu,
þá grípum við regnhlíf.
-
Ef við erum svöng,
fáum við okkur að borða.
-
Ef við sjáum laumupúka,
hlaupum við í öfuga átt.
-
Tölvur taka líka svona ákvarðanir.
-
Þær geta reyndar brugðist við skilyrðum
með því að nota kóða.
-
Til að forrita svona viðbrögð með
kóðaskipunum velur þú "ef slóð" kubb.
-
Veldu fellilistann til að gera skipunina.
-
Til dæmis, ef þú notar skipunina
"ef slóð til hægri" og setur "snúa hægri"
-
í skilyrðið, þá mun Steve þegar hann
kemur að opinni slóð til hægri
-
alltaf snúa til hægri.
-
Ef það er engin opnun til hægri,
þá mun hann ekki snúa til hægri.
-
Þessar skilyrtu "ef" skipanir gagnast
þegar þú kóðar fyrir óþekktar aðstæður
-
svo sem í dularfullum rústum í
neðansjávarhellum.
-
Prófaðu að nota "ef" kubbana og
láttu reyna á kóðann þinn!
-
Vá!
-
Rústirnar hennar Netty voru
meiriháttar.
-
Ég verð að fara að flytja að heiman.
-
Jæja, hvað finnst þér?
-
Eru skilyrðin rétt svo við getum
klárað síðustu þrautirnar?
-
Látum reyna á það.