Klukkustund kóðunar - Minecraft: KYNNING
-
0:00 - 0:05Ég heiti Jens Bergensten, en betur
þekktur sem Jeb. Ég er yfir þróun Minecraft -
0:05 - 0:13hér hjá mojang.com. Ég var 11 eða 12 ára
og byrjaði að forrita af því ég vildi -
0:13 - 0:18búa til leiki. Einn af vinum pabba sagði
mér að til að búa til leiki þyrfti maður -
0:18 - 0:26að læra að forrita. Svo þannig byrjaði
ég. Mér finnst gaman að hanna og spá í -
0:26 - 0:33uppbyggingu hluta. Það finnst mér
skemmtilegast við Minecraft. Næsta -
0:33 - 0:39klukkutímann munt þú læra undirstöðu
í tölvunarfræði með því að forrita Alex -
0:39 - 0:46eða Steve og láta þau hreyfast um Minecraft
heim. Forrit eru venjulega skrifuð, -
0:46 - 0:51en í dag ætlum við að nota blockly: kerfi
sem notar færanlega kubba til að skrifa -
0:51 - 0:58forrit. Bak við tjöldin ertu að búa til
JavaScript kóða. Hugtökin sem þú munt -
0:58 - 1:03læra eru þau sem tölvuforritarar nota daglega og sem eru undirstaða tölvunarfræði.
-
1:03 - 1:10Hér hjá Mojang notum við þessi sömu
hugtök til að láta Minecraft virka. -
1:10 - 1:15Áður en þú byrjar, velur þú persónu. Ég
ætla að velja Alex. Við skulum smíða kóða -
1:15 - 1:23fyrir forrit sem hjálpar henni að hreyfa sig
um skjáinn. Skjárinn skiptist í þrjá hluta. -
1:23 - 1:29Vinstra megin er Minecraft leiksvæðið, þar
sem forritið þitt mun keyra. Leiðbeiningar -
1:29 - 1:35fyrir hvern áfanga eru fyrir neðan. Þetta
miðjusvæði er verkfærakassinn og hver -
1:35 - 1:41kubbur er skipun sem stýrir aðgerðum Alex.
Hvíta svæðið til hægri er vinnusvæðið og -
1:41 - 1:47það er hér sem við smíðum forritið. Ef
við drögum "færa áfram" kubb inn á -
1:47 - 1:53vinnusvæðið og smellum á "Keyra", hvað
gerist þá? Alex færist áfram um einn reit. -
1:53 - 2:00Og hvað ef við viljum gera eitthvað eftir
að hún hefur færst um einn reit? Þá getum -
2:00 - 2:05við bætt öðrum kubbi við forritið. Ég ætla
að velja "snúa til hægri" kubbinn og dreg -
2:05 - 2:11hann undir "færa áfram" kubbinn þar
til appelsínugula línan birtist. Þá sleppi -
2:11 - 2:17ég honum og kubbarnir tveir smella saman.
Þegar við ýtum aftur á "Keyra" mun Alex -
2:17 - 2:23gera skipanir á vinnusvæðinu ofan frá og
niður. Og ef þú vilt einhvern tímann eyða -
2:23 - 2:29eyða kubbi, þá er nóg að draga hann aftur
í verkfærakassann. Til að afturkalla -
2:29 - 2:34breytingar og komast á byrjunarpunkt,
notar þú Byrja aftur hnappinn upp í -
2:34 - 2:41hægri horni vinnusvæðisins. Eitt enn, sérðu
litla þrihyrninginn á snúa kubbunum? -
2:41 - 2:47Þegar þú sérð svona þríhyrning þýðir það að þú getur valið fleiri kosti.
-
2:47 - 2:49Byrjum að kóða!
- Title:
- Klukkustund kóðunar - Minecraft: KYNNING
- Description:
-
Byrjaðu að læra á http://code.org/
Vertu í sambandi!
• á Twitter https://twitter.com/codeorg
• á Facebook https://www.facebook.com/Code.org
• á Instagram https://instagram.com/codeorg
• á Tumblr https://blog.code.org
• á LinkedIn https://www.linkedin.com/company/code-org
• á Google+ https://google.com/+codeorg - Video Language:
- English
- Team:
Code.org
- Project:
- CSF '21-'22
- Duration:
- 02:51
![]() |
Jon Georgsson edited Icelandic subtitles for Minecraft - Hour of Code: INTRO | |
![]() |
Jon Georgsson edited Icelandic subtitles for Minecraft - Hour of Code: INTRO |