< Return to Video

Spennandi möguleikar Sjötta Skilningarvitsins tækninnar.

  • 0:00 - 0:02
    Við ólumst upp
  • 0:02 - 0:05
    í samskiptum við hlutina umhverfis okkur.
  • 0:05 - 0:07
    fjöldinn af hlutum er nánast óendanlegur
  • 0:07 - 0:09
    sem við notum dags daglega.
  • 0:09 - 0:12
    Ólíkt flestum tölvutækjum okkar,
  • 0:12 - 0:15
    þá er mun skemmtilegra að nota þessa hluti.
  • 0:15 - 0:18
    Þegar þú sérð fyrir þér hluti,
  • 0:18 - 0:21
    þá er yfirleitt annað sem tengist þeim sjálfkrafa,
  • 0:21 - 0:23
    og það eru bendingar:
  • 0:23 - 0:25
    og hvernig við höfum áhrif á þessa hluti,
  • 0:25 - 0:28
    hvernig við notum þessa hluti daglega.
  • 0:28 - 0:31
    við notum bendingar ekki engöngu til að hafa samskipti við þessa hluti,
  • 0:31 - 0:33
    heldur notum við þær líka í samskiptum við hvort annað.
  • 0:33 - 0:36
    Vinaleg bending "Namaste!"[Formleg kveðja á Indlandi], til að virða einhvern,
  • 0:36 - 0:37
    eða kannske...
  • 0:37 - 0:39
    í Indlandi þá þarftu ekki að segja krakka hvað þetta þýðir
  • 0:39 - 0:41
    "Fjögur hlaup" í cricket.
  • 0:41 - 0:44
    og þetta lærist um leið.
  • 0:44 - 0:46
    Þannig að ég hef mikinn áhuga á,
  • 0:46 - 0:48
    frá grunni, þá er það svona ...
  • 0:48 - 0:50
    sem vitneskja okkar
  • 0:50 - 0:52
    um daglega hluti og bendingar,
  • 0:52 - 0:54
    og hvernig við notum þessa hluti,
  • 0:54 - 0:57
    og hvernig þeir eru inleiddir í samskipti okkar við hinn stafræna heim.
  • 0:57 - 1:00
    Í stað þess að nota lyklaborð og mús,
  • 1:00 - 1:03
    hví get ég ekki notað tölvuna mína
  • 1:03 - 1:06
    á sama hátt og ég hef samskipti við raunheiminn?
  • 1:06 - 1:09
    Þannig að ég lagði af stað upp í þetta ferðalag fyrir um átta árum síðan,
  • 1:09 - 1:12
    og byrjaði á músinni á skrifborðinu mínu.
  • 1:12 - 1:15
    í stað þess að nota hana fyrir tölvuna,
  • 1:15 - 1:18
    þá opnaði ég hana.
  • 1:18 - 1:20
    Flest ykkar vita núna,
  • 1:20 - 1:22
    að mýs eru með kúlu innan í sér,
  • 1:22 - 1:24
    og það eru 2 hjól
  • 1:24 - 1:27
    sem stjórna því hvert bendillinn færist þegar kúlan rúllar,
  • 1:27 - 1:29
    og þarmeð, þangað sem músin hreyfist.
  • 1:29 - 1:32
    Þannig að ég skoðaði þessi 2 hjól,
  • 1:32 - 1:35
    og ég vildi fleiri, þannig að ég fékk mús lánaða frá vini --
  • 1:35 - 1:37
    og skilaði henni aldrei --
  • 1:37 - 1:39
    og núna er ég kominn með 4 hjól.
  • 1:39 - 1:42
    Og það sem er áhugaverðast er, hvað ég gerði við þessi hjól,
  • 1:42 - 1:45
    ég tók þau einfaldlega úr músunum
  • 1:45 - 1:47
    og raðaði þeim upp í röð.
  • 1:47 - 1:50
    bætti við snúrum, hjólum og fjöðrum.
  • 1:50 - 1:53
    og útkoman er, tæki fyrir samskipti með bendingum
  • 1:53 - 1:57
    sem virkar eins og hreyfiskynjari
  • 1:57 - 1:59
    fyrir 2 dollara.
  • 1:59 - 2:02
    Þannig að allar hreyfingar sem ég geri núna í raunheimi
  • 2:02 - 2:05
    eru afritaðar inn í hinn stafræna heim
  • 2:05 - 2:08
    og með því að nota þetta tæki sem ég bjó til fyrir um átta árum síðan,
  • 2:08 - 2:10
    árið 2000.
  • 2:10 - 2:12
    því ég hafði áhuga á að samræma þessa 2 heima (raunheim og stafrænan),
  • 2:12 - 2:14
    Síðan datt mér í hug post-it miðar.
  • 2:14 - 2:17
    og ég hugsaði með mér "Hví get ég ekki tengt
  • 2:17 - 2:19
    post-it miða formið
  • 2:19 - 2:21
    við hinn stafræna heim?"
  • 2:21 - 2:23
    Skilaboð á post-it miða til mömmu
  • 2:23 - 2:24
    á pappír s.s.
  • 2:24 - 2:26
    verður að Smáskilaboðum
  • 2:26 - 2:28
    eða jafnvel fundarboði
  • 2:28 - 2:30
    og færist sjálfkrafa inn í dagatalið mitt
  • 2:30 - 2:33
    á 'þarf-að-gera' listann minn.
  • 2:33 - 2:36
    Þú getur líka leitað í hinum stafræna heimi,
  • 2:36 - 2:38
    getur skrifað inn leit,
  • 2:38 - 2:40
    "Hvar býr Jón Jónsson?"
  • 2:40 - 2:42
    og þetta kerfi prentar það út...
  • 2:42 - 2:44
    þannig að þetta virkar eins og pappírs inn-út kerfi,
  • 2:44 - 2:47
    búið til úr pappír.
  • 2:50 - 2:52
    Ef við skoðum aðra möguleika,
  • 2:52 - 2:55
    þá datt mér í hug að búa til penna sem getur teiknað í þrívídd.
  • 2:55 - 2:57
    þannig að ég innlimaði þennann penna
  • 2:57 - 2:59
    sem getur hjálpað hönnuðum og arkítektum t.d.
  • 2:59 - 3:01
    til að ekki bara hugsa í þrívídd,
  • 3:01 - 3:03
    heldur einnig teikna í þrívídd
  • 3:03 - 3:05
    þannig að þeir eiga auðveldara með að útfæra sínar hugmyndir.
  • 3:05 - 3:07
    Síðan datt mér í hug "Hví ekki búa til 'Google Kort',
  • 3:07 - 3:09
    En í raunheimi?"
  • 3:09 - 3:12
    Frekar en að rita inn leitarorð til að finna eitthvað,
  • 3:12 - 3:14
    þá set ég hlutina mína á það.
  • 3:14 - 3:17
    Ef ég set brottfararpassann minn á það, þá sýnir það mér hvar mitt brottfararhlið er.
  • 3:17 - 3:20
    Kaffibolli sýnir mér hvar ég get nálgast meira kaffi,
  • 3:20 - 3:22
    eða hvar ég get hent bollanum í ruslið.
  • 3:22 - 3:25
    Þetta voru nokkrar af upphafs tilraununum sem ég gerði vegna þess
  • 3:25 - 3:28
    að markmiðið var að tengja þessa 2 heima saman á óaðfinnanlegann hátt.
  • 3:29 - 3:31
    Á meðal þessara tilrauna,
  • 3:31 - 3:33
    þá var eitt sameiginlegt:
  • 3:33 - 3:37
    Ég var að reyna að færa hlut úr raunheim inn í hið stafræna.
  • 3:37 - 3:40
    Ég tók part af þessu hlutum,
  • 3:40 - 3:43
    eða þeirra tengingu við hið daglega líf,
  • 3:43 - 3:46
    og flutti yfir í hið stafræna,
  • 3:46 - 3:49
    því að markmiðið var að gera samskipti okkar við tölvuna sveigjanlegri/nánari.
  • 3:49 - 3:51
    Síðan áttaði ég mig á því að við mannfólkið
  • 3:51 - 3:54
    höfum í raun engann áhuga á tölvuútreikningum.
  • 3:54 - 3:57
    Það sem við höfum í raun áhuga á eru upplýsingar.
  • 3:57 - 3:59
    Við viljum fræðast um hluti.
  • 3:59 - 4:01
    Við viljum vita allt um það sem er að gerast í kringum okkur.
  • 4:01 - 4:06
    Þannig að snemma á síðasta ári --
  • 4:06 - 4:09
    fór ég að hugsa, "Hví ekki að skoða þetta úr andstæðri átt?"
  • 4:09 - 4:12
    Hugsanlega, "Hvað með að taka hið stafræn gögn
  • 4:12 - 4:17
    og yfirfæra þau ofan á raunheiminn?"
  • 4:17 - 4:21
    Því púnktar eru í raun, á þessari stundu, innilokaðir í þessum ferhyrndu tækjum
  • 4:21 - 4:23
    sem við erum með í vasanum.
  • 4:23 - 4:26
    því ekki að fjarlægja þessi takmörk á þeim
  • 4:26 - 4:29
    og færa þá inn í mitt daglega líf™
  • 4:29 - 4:31
    þannig að ég þurfi ekki að læra að
  • 4:31 - 4:34
    hafa samskipti við þessa púnkta?
  • 4:35 - 4:37
    Til að gera þennan draum að raunveruleika,
  • 4:37 - 4:40
    datt mér í hug að smella skjávarpa á hausinn á mér.
  • 4:40 - 4:43
    Ég hugsaði, er það ekki það sem kallast utanáliggjandi skjávarpi, rétt?
  • 4:43 - 4:45
    Ég byrjaði mjög bókstaflega,
  • 4:45 - 4:47
    og tók hjólahjálminn minn,
  • 4:47 - 4:50
    skar gat í hann þannig að skjávarpinn myndi passa.
  • 4:50 - 4:52
    þannig að það sem ég get gert er --
  • 4:52 - 4:56
    að hafa áhrif á raunheiminn í kringum mig með stafrænum gögnum.
  • 4:56 - 4:58
    Seinna meir,
  • 4:58 - 5:01
    áttaði ég mig á því að ég vildi líka hafa samskipti við þessi gögn.
  • 5:01 - 5:03
    þannig að ég smellti lítilli myndavél þarna líka,
  • 5:03 - 5:05
    sem virkar eins og rafrænt auga.
  • 5:05 - 5:07
    Siðan þróuðum við þetta í mun,
  • 5:07 - 5:09
    neytendavænni hálsmens útgáfu,
  • 5:09 - 5:12
    sem mörg ykkar þekkja nú sem "Sjötta Skilningarvits" tækið.
  • 5:12 - 5:15
    En það sem er áhugaverðast við þessa ákveðnu tækni er
  • 5:15 - 5:19
    að þú getur flutt hinn stafræna heim með þér
  • 5:19 - 5:21
    hvert sem þú ferð.
  • 5:21 - 5:24
    Þú getur notað hvaða yfirborð sem er, næsta vegg,
  • 5:24 - 5:26
    sem viðmót.
  • 5:26 - 5:29
    Myndavél fylgist með öllum þínum hreyfingum.
  • 5:29 - 5:31
    Hvaða hreyfingar sem þú gerir með höndunum,
  • 5:31 - 5:33
    eru þýddar inn í kerfið.
  • 5:33 - 5:35
    Eins og þú sérð, þá erum við með litamerki
  • 5:35 - 5:38
    sem við erum að nota með þessu í grunnútgáfunni.
  • 5:38 - 5:40
    Þú getur byrjað að mála á hvaða vegg sem er.
  • 5:40 - 5:43
    Þú stoppar við vegg, byrjar að mála.
  • 5:43 - 5:45
    En við erum ekki eingöngu að fylgjast með einum fingri hérna.
  • 5:45 - 5:49
    Við erum að gefa þér frelsi til að nota alla fingur á báðum höndum,
  • 5:49 - 5:52
    Þannig að þú getur notað báðar hendur til að sníða inn eða út
  • 5:52 - 5:54
    á korti með því að klípa í myndina.
  • 5:54 - 5:57
    Myndavélin sér um þetta --
  • 5:57 - 5:58
    með því að grípa myndina --
  • 5:58 - 6:01
    og sér um að finna ytri mörk og litamsetningu
  • 6:01 - 6:04
    á meðan eru óteljandi litlir útreikningar í gangi innan í tækinu.
  • 6:04 - 6:06
    Tæknilega hliðin á bakvið þetta er dálítið flókin,
  • 6:06 - 6:09
    en þetta gefur þér niðurstöðu sem er mun einfaldari til nota á ýmsan hátt.
  • 6:09 - 6:12
    En það sem mér finnst mest spennandi er að þú getur farið með það út.
  • 6:12 - 6:15
    Í stað þess að taka upp myndavélina,
  • 6:15 - 6:18
    þá býrðu til ramma með puttunum eins og þú sést að taka mynd
  • 6:18 - 6:20
    og það tekur mynd fyrir þig.
  • 6:20 - 6:24
    (Lófaklapp)
  • 6:24 - 6:25
    Takk fyrir.
  • 6:26 - 6:28
    Síðan finn ég mér vegg, hvar sem er,
  • 6:28 - 6:30
    og byrja að skoða myndirnar
  • 6:30 - 6:32
    eða jafnvel, "OK, mig langar að laga þessa mynd aðeins
  • 6:32 - 6:34
    og senda hana síðan í netpósti til vinar míns."
  • 6:34 - 6:37
    Við erum nálgast tímabil þar sem
  • 6:37 - 6:40
    tölvur og tölvutæknin mun renna saman við raunheiminn.
  • 6:40 - 6:43
    Að sjálfsögðu, ef enginn veggur eða annað yfirborð er nálægt,
  • 6:43 - 6:46
    geturu notað lófann á þér fyrir einfaldar aðgerðir.
  • 6:46 - 6:48
    Hérna er ég t.d. að slá inn símanúmer eingöngu með hendinni.
  • 6:52 - 6:55
    Myndavélin skilur ekki eingöngu handahreyfingar,
  • 6:55 - 6:56
    heldur, og þetta er áhugavert,
  • 6:56 - 6:59
    einnig þá hluti sem þú heldur á.
  • 6:59 - 7:02
    Það sem við erum að gera hér er í raun --
  • 7:02 - 7:04
    t.d. í þessu tilviki,
  • 7:04 - 7:06
    leitað er að bókakápunni
  • 7:06 - 7:09
    í þúsundum ef ekki milljónum bókatitla á netinu,
  • 7:09 - 7:11
    og þegar samsvörun finnst.
  • 7:11 - 7:12
    Þegar þær upplýsingar er komnar,
  • 7:12 - 7:14
    eru dregnir upp dómar um hana,
  • 7:14 - 7:17
    eða upplesinn úrdráttur um hana,
  • 7:17 - 7:19
    þannig að þú getur heyrt, með því að skoða bók,
  • 7:19 - 7:21
    upplesinn dóm um hana.
  • 7:21 - 7:23
    ("Frægur fyrirlestur í Harvard Háskóla ...")
  • 7:23 - 7:26
    Þetta var hemsókn Obama í síðustu viku í MIT (Massachusetts Institute of Technology).
  • 7:27 - 7:31
    ("... og ég vil sérstaklega þakka þessum 2 frumkvöðlum MIT ...")
  • 7:31 - 7:36
    Þetta var ég að horfa á beina útsendingu af, úti á götu, á dagblaði.
  • 7:36 - 7:39
    Dagblaðið þitt mun sýna þér veðurspá í beinni
  • 7:39 - 7:42
    í stað þess að sækja uppfærslur -- eins og þegar þú skoðar það í tölvunni
  • 7:42 - 7:44
    til þess að sækja þær upplýsingar, rétt?
  • 7:44 - 7:49
    (Lófaklapp)
  • 7:49 - 7:52
    Þegar ég fer aftur heim, þá nota ég brottfararpassann minn
  • 7:52 - 7:54
    til að sjá hvort og þá hversu mikið fluginu mínu hefur seinkað,
  • 7:54 - 7:56
    því að á þeim tímapúnkti,
  • 7:56 - 7:58
    nenni ég ekki að draga upp Snjallsímann minn,
  • 7:58 - 8:00
    og fletta í gegnum hann til að finna þessar upplýsingar.
  • 8:00 - 8:03
    Ég held að þessi tækni muni ekki eingöngu breyta því hvernig við --
  • 8:03 - 8:04
    Já, (Hlátur).
  • 8:05 - 8:07
    Hún mun einnig breyta því hvernig við höfum samskipti við annað fólk,
  • 8:07 - 8:09
    og ekki eingöngu í raunheimi.
  • 8:09 - 8:12
    Það skemmtilega er, ég er að ferðast með Boston neðanjarðarlestinni,
  • 8:12 - 8:15
    og er að spila borðtennis í lestinni
  • 8:15 - 8:17
    á gólfinu, satt?
  • 8:17 - 8:18
    (Hlátur)
  • 8:18 - 8:20
    Ég held að ímyndunaraflið sé það eina sem hamlar
  • 8:20 - 8:22
    því hvað okkur dettur í hug
  • 8:22 - 8:24
    þegar tækni sem þessi sameinast hinu daglega lífi.
  • 8:24 - 8:26
    En mörg ykkar munu án efa benda á að
  • 8:26 - 8:29
    við vinnum ekki eingöngu með fasta hluti.
  • 8:29 - 8:32
    Við vinnum mikið með tölur og pappír
  • 8:32 - 8:34
    og af öllu þessu, hvað um það?
  • 8:34 - 8:38
    Mörg ykkar eru spennt fyrir þessari nýju kynslóð af töflutölvum (iPad t.d.)
  • 8:38 - 8:40
    sem eru að koma á markaðinn.
  • 8:40 - 8:42
    Þannig að í stað þess að bíða eftir því,
  • 8:42 - 8:45
    Þá bjó ég til mína eigin, eingöngu með pappírsblaði.
  • 8:45 - 8:47
    Það sem ég gerði hér var að fjarlægja myndavélina...
  • 8:47 - 8:51
    Flestar vefmyndavélar hafa míkrafón inní myndavélinni.
  • 8:51 - 8:54
    Ég fjarlægði míkrafóninn úr einni slíkri,
  • 8:54 - 8:56
    síðan greip ég hann --
  • 8:56 - 8:59
    og bjó til klemmu með míkrafóninum á --
  • 8:59 - 9:03
    og smellti henni á pappír, hvaða pappír sem er.
  • 9:03 - 9:06
    þannig að hljóðið af snertingunni
  • 9:06 - 9:09
    gefur mér akkúrat hljóðið sem kemur þegar ég snerti pappírinn.
  • 9:09 - 9:13
    En myndavélin er að rekja hreyfingar fingra minna.
  • 9:13 - 9:16
    Að sjálfsögðu geturu horft á bíómyndir.
  • 9:16 - 9:19
    ("Góðan eftirmiðdag. Ég heiti Russell ...")
  • 9:19 - 9:22
    ("... og ég er Óbyggða Könnuður í ættbálki 54.")
  • 9:22 - 9:25
    Þú getur að sjálfsögðu spilað leiki.
  • 9:25 - 9:28
    (Vélarhljóð)
  • 9:28 - 9:31
    Hérna er myndavélin að skilja hvernig þú heldur á pappírnum
  • 9:31 - 9:33
    á meðan þú spilar kappakstursleik.
  • 9:33 - 9:36
    (Lófaklapp)
  • 9:37 - 9:39
    Flestum ykkar hefur dottið í hug, OK, þú getur vafrað
  • 9:39 - 9:42
    Jamm, Auðvitað geturu vafrað á hvaða vefsvæði sem er
  • 9:42 - 9:45
    eða framkvæmt hvaða útreikninga sem er á pappírssnifsi
  • 9:45 - 9:46
    hvar sem þú þarft.
  • 9:46 - 9:49
    Þannig að, áhugaverðara er ...
  • 9:49 - 9:52
    Ég hef áhuga hvert við getur þróað þetta á sveigjanlegri hátt.
  • 9:52 - 9:55
    Þegar ég kem aftur að skrifborðinu mínu get ég einfaldlega klipið þessar upplýsingar
  • 9:55 - 9:57
    inn á skjámyndina mína
  • 9:57 - 10:00
    þannig að ég geti notað borðtölvuna mína.
  • 10:00 - 10:02
    (Lófaklapp)
  • 10:02 - 10:05
    Hví aðeins tölvur? Við getum allt eins leikið okkur með pappír.
  • 10:05 - 10:08
    Pappírs heimurinn er skemmtilegt leiktæki.
  • 10:08 - 10:10
    Hérna tek ég hluta af skjali
  • 10:10 - 10:14
    og set hérna yfir part af öðru skjali --
  • 10:14 - 10:17
    og ég er í raun að breyta gögnunum
  • 10:17 - 10:19
    sem ég hef þarna.
  • 10:19 - 10:22
    Jamm. Ég segi með mér, "OK, þetta lítur vel út,
  • 10:22 - 10:24
    prentum það út, þennan hlut."
  • 10:24 - 10:26
    Þannig að nú hef ég útprentun af þessum hlut og síðan --
  • 10:26 - 10:29
    vinnuferlið er hefur meira innsæi eins og við gerðum það áður fyrr
  • 10:29 - 10:32
    fyrir 20 árum,
  • 10:32 - 10:35
    í stað þess að flakka nú á milli þessara tveggja heima.
  • 10:35 - 10:38
    Þannig að lokum
  • 10:38 - 10:41
    þá held ég að sameining á hvers dags hlutum við upplýsingar
  • 10:41 - 10:46
    mun ekki eingöngu hjálpa okkur að brúa hið stafræna bil,
  • 10:46 - 10:48
    bilið milli þessara tveggja heima,
  • 10:48 - 10:50
    heldur mun það einnig hjálpa okkur, á einhvern hátt,
  • 10:50 - 10:52
    að halda í mannleg einkenni okkar,
  • 10:52 - 10:55
    að vera tengdari við raunheim okkar.
  • 10:58 - 11:01
    Og mun hjálpa okkur, í raun, að vera ekki vélar
  • 11:01 - 11:03
    sitjandi fyrir framan aðrar vélar.
  • 11:03 - 11:06
    Þarmeð hafiði það. Takk fyrir.
  • 11:06 - 11:20
    (Lófaklapp)
  • 11:20 - 11:21
    Takk fyrir.
  • 11:21 - 11:24
    (Lófaklapp)
  • 11:24 - 11:25
    Chris Anderson: Pranav, þannig að
  • 11:25 - 11:28
    eil að byrja með þá ertu snillingur.
  • 11:28 - 11:31
    Þetta er ótrúlegt, í alvöru.
  • 11:31 - 11:34
    Hvað ætlaru þér með þetta? Er fyrirtæki í burðarliðnum?
  • 11:34 - 11:36
    Eða er þetta þróunarvinna að eilífu, eða hvað?
  • 11:36 - 11:38
    Pranav Mistry: Það eru reyndar mörg fyrirtæki --
  • 11:38 - 11:39
    sem eru í raun stuðningsfyrirtæki Media Lab --
  • 11:39 - 11:42
    sem hafa áhuga á að þróa þetta áfram á einn eða annann hátt.
  • 11:42 - 11:44
    Fyrirtæki eins og farsímafyrirtæki
  • 11:44 - 11:47
    sem vilja þróa þetta í aðrar áttir en einkafyrirtæki á Indlandi,
  • 11:47 - 11:50
    sem eru að hugsa með sér, "Hví að takmarka þetta við 'Sjötta Skilningarvitið'?
  • 11:50 - 11:52
    Við ættum að hafa 'Fimmta Skilningarvitið' fyrir fólk sem fólk sem vantar eitt skilningarvit
  • 11:52 - 11:53
    mállausa til dæmis.
  • 11:53 - 11:56
    Þessi tækni gæti nýst þeim til að tala á annan hátt
  • 11:56 - 11:57
    t.d. með hátalarakerfi.
  • 11:57 - 12:00
    CA: Hverjar eru þínar eigin áætlanir? Ætlaru að vera áfram hjá MIT,
  • 12:00 - 12:01
    eða ætlaru að þróa þetta áfram?
  • 12:01 - 12:03
    PM: Ég er að reyna að gera þetta aðgengilegra fyrir fólk
  • 12:03 - 12:06
    þannig að hver sem er geti hannað sitt eigin 'SjöttaSkilningarvits' tæki
  • 12:06 - 12:11
    því að vélbúnaðurinn er i raun auðveldur í framleiðslu,
  • 12:11 - 12:13
    auðveldur að búa til upp á eigin spýtur.
  • 12:13 - 12:15
    Við munum bjóða upp á allan hugbúnað fyrir fólk í opnum grunnkóða ('Open Source' )
  • 12:15 - 12:17
    hugsanlega í næsta mánuði
  • 12:17 - 12:19
    CA: opnum grunnkóða ('Open Source' )? Vá.
  • 12:19 - 12:24
    (Lófaklapp)
  • 12:24 - 12:27
    CA: Ætlaru að fara til baka til Indlands með eitthvað af þessu, á einhverjum tímapúnkti?
  • 12:27 - 12:29
    PM: Jamm, Já, að sjálfsögðu.
  • 12:29 - 12:31
    CA: Hverjar eru fyrirætlanir þínar? MIT?
  • 12:31 - 12:33
    Indland? Hvernig ætlar að deila tíma þínum í í náinni framtíð?
  • 12:33 - 12:36
    PM: Það er mikil orka hérna. Mikið að læra.
  • 12:36 - 12:38
    Öll þessi vinna sem þið hafið séð hér tengist algerlega
  • 12:38 - 12:40
    lærdómi mínum á Indlandi.
  • 12:40 - 12:43
    Og núna, ef þið spáið í kostnaðinum við þetta
  • 12:43 - 12:45
    þá kostar þetta kerfi ykkur 300 dollara
  • 12:45 - 12:48
    í samanburði við 20.000 dollara borð-töflur, eða annað í líkingu við það.
  • 12:48 - 12:51
    Eða jafnvel 2 dollara músar bendinga kerfið
  • 12:51 - 12:54
    sem á þeim tíma kostaði um 5.000 dollara?
  • 12:54 - 12:58
    Þannig að við í raun -- Ég syndi þetta, á ráðstefnu,
  • 12:58 - 13:00
    Abdul Kalam Forseta á þeim tímapúnkti.
  • 13:00 - 13:03
    og hann sagði, "OK, við ættum að nota þetta í Kjarnorkurannsóknarstöðinni í Bhabha
  • 13:03 - 13:05
    að einhverju leiti."
  • 13:05 - 13:08
    Þannig að ég er mjög spenntur fyrir því að geta fært fjöldanum þessa tækni
  • 13:08 - 13:11
    í stað þess að halda þessari tækni innan einhverra stofnanna eða rannsóknarstofna.
  • 13:11 - 13:15
    (Lófaklapp)
  • 13:15 - 13:18
    CA: Miðað við það fólk sem við höfum séð hjá TED,
  • 13:18 - 13:19
    þá myndi ég segja að þú er sennilega einn af tveimur eða þremur
  • 13:19 - 13:21
    bestu uppfinningamönnum heimsins í dag.
  • 13:21 - 13:23
    Okkur er mikill heiður af hafa þig hérna hjá TED.
  • 13:23 - 13:25
    Þakka þér kærlega.
  • 13:25 - 13:26
    Þetta er ótrúlegt.
  • 13:26 - 13:30
    (Lófaklapp)
Title:
Spennandi möguleikar Sjötta Skilningarvitsins tækninnar.
Speaker:
Pranav Mistry
Description:

Hjá TED í Indlandi, Pranav Minstry sýnir fjölmörg tól sem hjálpa hinum efnislega heimi að hafa samskipti við heim gagna. Meðal annars er farið ítarlega í SjöttaSkilningarvits tækið hans og hugmyndfræðilega fartölvu sem því fylgir. Í spurningartíma á sviði segir Minstry að hann ætli að opna þessa tækni fyrir öllum og hafa hana "Open-Source".

more » « less
Video Language:
English
Team:
closed TED
Project:
TEDTalks
Duration:
13:30
Elvar Ólafsson added a translation

Icelandic subtitles

Revisions