-
Kannski er ekkert fyrirbæri í dýraríkinu
-
sem hreyfir meira við ímyndunarafli
manna, en árstíðabundið far dýranna.
-
Knúin áfram af einhverju óséðu afli,
sem hafið er yfir hinn einstaka,
-
safnast heilar dýrategundir saman,
-
til langrar og erfiðrar ferðar,
-
mikilla ofrauna, til að
snúa aftur á heimaslóðir.
-
Sumar fiðrildategundir fljúga
fimm þúsund kílómetra á hverju ári,
-
til loftslags sem betur hentar
lífsskilyrðum þeirra.
-
Sumar skjaldbökutegundir synda
yfir Kyrrahafið frá Indónesíu,
-
upp að ströndu Kaliforníu.
-
Hnúfubakurinn syndir frá köldum sjó
norður og suður heimskautanna,
-
að miðbaugi og svo til baka aftur.
-
Kannski er það jafnvel enn ótrúlegra,
-
að krían fljúgi frá
norðurskautslöndum
-
til suðurskautslands
-
og svo aftur til baka,
-
á hverju ári,
-
sem er um eitt hundrað
þúsund kílómetra ferðalag.
-
Þegar vísindamenn rannsaka
þetta hrífandi fyrirbæri,
-
leita þeir svara við einni
mikilvægustu spurningu allra:
-
"Hvernig vita dýrin hvert stefna skal?"
-
"Og hvernig lærist nýjum
kynslóðum þetta atferli?"
-
Margt varðandi þetta er enn hulin ráðgáta,
-
en þegar við sjáum þessa sterku
eðlishvöt að verki í dýrum,
-
komust við ekki hjá því að
svara þessari spurningu líka:
-
"Er hugsanlegt að menn búi yfir álíka
löngun eða togkrafti í leiðarkerfi sínu,
-
ef svo mætti segja, sem dregur þá í átt
að sínum himnesku heimkynnum?"
-
Ég tel alla karla, konur og börn, hafa
að einhverju marki skynjað kall himins.
-
Okkar kærleiksríki faðir á himnum
hefur gefið okkur ljós Krists
-
og djúpt hið innra í hverju okkar,
-
knýr himnesk hvatning okkur til að
snúa augliti og hjarta að honum.
-
Sumir gætu bælt niður þessa hvöt
og gert sál sína ónæma fyrir kallinu,
-
en þeir sem ekki kæfa
þetta ljós hið innra,
-
geta tekist á við ólýsanlegt ferðalag,
-
undursamlega ferð í átt
að himneskum hæðum.
-
Þegar þið farið veg
lærisveinsins,
-
þegar þið sækið fram í átt
að himneskum föður,
-
er eitthvað innra með ykkur,
-
sem staðfestir að þið hafið
heyrt kall frelsarans
-
og snúið hjarta ykkar
í átt að ljósinu.
-
Það mun segja ykkur að
þið séuð á veginum rétta
-
og að þið séuð á heimleið.