< Return to Video

Introduction to Vectors and Scalars

  • 0:00 - 0:03
    Í þessu myndbandi ætla ég að fjalla um muninn
  • 0:03 - 0:08
    á vigrum og stigstærðum
  • 0:08 - 0:12
    Nú hljómar þetta kannski mjög flókið en við munum brátt sjá í næstum myndböndum
  • 0:13 - 0:16
    að þetta eru í raun mjög einfaldar hugmyndir.
  • 0:16 - 0:18
    Þannig að ég ætla að byrja á skilgreiningu
  • 0:18 - 0:20
    og svo ætla ég að taka nokkur dæmi
  • 0:20 - 0:23
    og ég held að dæmin muni skýra þetta allt saman ótrúlega vel.
  • 0:23 - 0:25
    Að minnsta kosti vona ég það.
  • 0:25 - 0:30
    Vigur er eitthvað sem hefur stærð -
  • 0:30 - 0:32
    eða magn -
  • 0:32 - 0:35
    og stefnu.
  • 0:35 - 0:41
    Þannig að, og það hefur stefnu. Og það hefur stefnu.
  • 0:41 - 0:46
    Stigstærð hefur eingöngu stærð eða magn.
  • 0:46 - 0:47
    Ef að þú skilur ekki ennþá hvað þetta merkir
  • 0:47 - 0:52
    þá muntu vonandi gera það á eftir þegar ég sýni þér dæmi.
  • 0:52 - 0:56
    Til dæmis: við skulum segja að hérna sé jörðin -
  • 0:57 - 1:01
    bíðum nú við, best að teikna jörðina í meiri jarðlitum.
  • 1:01 - 1:04
    Þannig að þetta hérna er grænt...
  • 1:04 - 1:07
    Segjum svo að hérna sé ég með múrstein
  • 1:07 - 1:11
    Ég er með múrstein hérna á jörðinni
  • 1:11 - 1:13
    Ég tek upp múrsteininn
  • 1:13 - 1:18
    og færi hann hingað
  • 1:18 - 1:21
    Þannig að ég færi múrsteininn frá einum stað til annars
  • 1:21 - 1:24
    Svo tek ég reglustrikuna mína og segi,
  • 1:24 - 1:32
    "Vá ég hef fært múrsteininn um fimm metra."
  • 1:32 - 1:37
    Spurning mín til þín er því þessi: er mælingin mín upp á 5 metra
  • 1:37 - 1:40
    vektor eða stigstærð?
  • 1:40 - 1:42
    Látum okkur sjá, ef ég segi bara 5 metrar þá veistu bara stærð eða magn hreyfingarinnar.
  • 1:45 - 1:47
    Það er að segja að þú veist bara hversu mikil hreyfingin var
  • 1:47 - 1:52
    Þannig að ef einhver segir "fimm metrar" við þig þá er það stigstærð.
  • 1:55 - 1:59
    Þegar við tölum um að færa eitthvað til
  • 1:59 - 2:02
    eða hversu mikið eitthvað hefur breytt um staðsetningu
  • 2:02 - 2:06
    og stefnan er ekki gefin, erum við að tala um fjarlægð.
  • 2:06 - 2:09
    (og ég gef mér að þú vitir hvað fjarlægð er)
  • 2:09 - 2:11
    Um hversu mikla fjarlægð hefur eitthvað ferðast?
  • 2:11 - 2:14
    Þannig að þetta er fjarlægð.
  • 2:14 - 2:16
    Við getum því sagt að þessi múrsteinn, af því að ég tók hann upp og flutti hann til,
  • 2:18 - 2:20
    hafi færst til um fjarlægðina fimm metra.
  • 2:20 - 2:22
    Ef ef ég myndi ekki sýna þér þessa mynd hérna
  • 2:22 - 2:26
    og einhver myndi segja þér að múrsteinninn hafi færst til um fimm metra,
  • 2:26 - 2:28
    þá myndirðu ekki vita að hann hefði færst um fimm metra til hægri,
  • 2:28 - 2:30
    þú myndir ekki heldur vita hvort hann hefði færst um fimm metra til vinstri,
  • 2:30 - 2:32
    eða hvort hann hefði færst upp, niður, inn eða út -
  • 2:32 - 2:33
    þú myndir ekki vita í hvaða stefnu hann hafi færst fimm metra,
  • 2:33 - 2:36
    þú myndir bara vita að hann hefði færst um 5 metra.
  • 2:36 - 2:38
    Þannig að ef við tökum það sérstaklega fram
  • 2:38 - 2:40
    myndum við segja að þessi múrsteinn hérna hafi færst um fimm metra til vinstri.
  • 2:53 - 2:58
    Núna höfum við tilgreint stærð (magn) - hérna, svo það er stærðin -
  • 3:00 - 3:04
    og við höfum tilgreint stefnu: "til vinstri".
  • 3:04 - 3:09
    Þannig að núna veistu greinilega að múrsteinninn færðist um fimm metra til vin-
  • 3:09 - 3:12
    æ afsakið! Þetta á að vera fimm metrar til hægri, þannig að ég breyti þessu hérna
  • 3:12 - 3:20
    Þannig að múrsteinninn var færður til um fimm metra til hægri.
  • 3:20 - 3:23
    Hann byrjaði upphaflega hérna og fór svo fimm metra til hægri.
  • 3:23 - 3:24
    Þannig að ég endurtek:
  • 3:24 - 3:27
    Stærðin eða magnið er fimm metrar
  • 3:27 - 3:32
    og stefnan er til hægri
  • 3:32 - 3:36
    Þannig að það sem ég hef lýst fyrir þér hérna er vigurstærð.
  • 3:36 - 3:39
    Þannig að allt þetta dót hérna - þetta er vigur
  • 3:39 - 3:41
    Og þegar við tölum um tilfærsluna eða færsluna og gefum stefnuna til kynna -
  • 3:41 - 3:45
    býst ég við að við getum kallað það vigurútgáfuna af fjarlægðinni -
  • 3:45 - 3:48
    þá er það tilfærslan.
  • 3:48 - 3:53
    Þannig að þetta hérna, er tilfærslan.
  • 3:53 - 3:55
    Við myndum orða þetta þannig á réttan hátt:
  • 3:55 - 4:02
    myndum segja að þessi múrsteinn hafi verið færður um fimm metra til hægri,
  • 4:02 - 4:05
    eða að hann hafi verið færðu um fjarlægðina fimm metra.
  • 4:05 - 4:07
    Fjarlægð er stigstærð.
  • 4:07 - 4:10
    Ég sagði þér ekki í hvaða átt tilfærslan var.
  • 4:10 - 4:12
    Tilfærsla er vigurstærð.
  • 4:12 - 4:15
    Við sögðum að hún væri til hægri.
  • 4:15 - 4:16
    Við skulum nú skoða þetta allt saman ef við tölum um hraðann á einhverju.
  • 4:23 - 4:29
    Við skulum segja að ferðast hafi verið um þess fimm metra,
  • 4:29 - 4:34
    og við skulum segja að breytingin á tíma
  • 4:34 - 4:37
    (ég ætla, bara... vegna þess að þú þekkir væntanlega ekki hvað það þýðir)
  • 4:37 - 4:42
    Segjum að breytingin hérna á tíma - breyting á tíma
  • 4:42 - 4:45
    þegar ég færði múrsteininn um 5 metra
  • 4:45 - 4:51
    segjum að breytingin á tíma hafi verið tvær sekúndur.
  • 4:51 - 4:54
    Þannig að einmitt á þeim tímapunkti þegar múrsteinninn fór að hreyfast
  • 4:54 - 4:56
    þá stóð núll á skeiðklukkunni minni
  • 4:56 - 5:00
    og þegar múrsteinninn stöðvaðist, þá stóð -
  • 5:00 - 5:02
    eða þegar múrsteinninn náði núverandi stöðu -
  • 5:02 - 5:05
    Þegar hann yfirgaf þennan stað stóð núll á skeiðklukkunni minni,
  • 5:05 - 5:08
    þegar hann hinsvegar kom hingað, þá stóð tvær sekúndur á skeiðklukkunni minni.
  • 5:08 - 5:13
    Þannig að breytingin á tíma er tvær sekúndur.
  • 5:13 - 5:16
    Eftir því sem við best vitum, þá ferðast tíminn bara í jákvæða átt,
  • 5:16 - 5:21
    þannig að þú getur sagt að það sé vigurstærð eða stigstærð býst ég við
  • 5:21 - 5:24
    vegna þess að það er aðeins til ein stefna fyrir tímann eftir því sem við vitum best
  • 5:24 - 5:29
    eða að minnsta kosti höfum við það þannig þegar við fáumst við einfalda eðlisfræði.
  • 5:29 - 5:34
    Þannig að hvernig mælum við hvað múrsteininn ferðaðist hratt?
  • 5:34 - 5:38
    Hversu hratt ferðaðist hann?
  • 5:38 - 5:42
    Við gætum sagt að hann hafi ferðast um fimm metra á tveimur sekúndum.
  • 5:42 - 5:43
    (Ég ætla að skrifa þetta niður)
  • 5:43 - 5:54
    Þannig að hann ferðaðist fimm metra á tveimur sekúndum.
  • 5:54 - 5:59
    Eða, við gætum skrifað þetta sem 5/2 úr metra á hverri sekúndu
  • 5:59 - 6:14
    eða að fimm deilt með tveimur sé 2,5 metrar á hverri sekúndu
  • 6:14 - 6:17
    Þetta hérna er bara fimm deilt með tveimur.
  • 6:17 - 6:18
    (ætla að skýra það betur)
  • 6:18 - 6:23
    Þetta hérna er bara fimm deilt með tveimur.
  • 6:23 - 6:26
    Þannig að spurning mín til þín er þessi:
  • 6:26 - 6:30
    þessir 2,5 metrar á hverri sekúndu - það segir þér hversu langt múrsteinninn ferðaðist á ákveðnum tíma -
  • 6:30 - 6:32
    er þetta vigurstærð eða stigstærð?
  • 6:32 - 6:33
    Það segir þér hversu hratt múrsteinninn fór,
  • 6:33 - 6:38
    en er það að segja þér eingöngu hversu hratt hann fór eða færðu líka að vita í hvaða átt hann stefndi?
  • 6:40 - 6:42
    Ég sé allavega enga stefnu gefna upp
  • 6:42 - 6:44
    Þannig að hér er um stigstærð að ræða.
  • 6:44 - 6:50
    Og stigstærðin fyrir hversu hratt eitthvað fer, kallast hraði.
  • 6:50 - 6:56
    Þannig að við getum sagt að hraði múrsteinsins sé 2,5 metrar á sekúndu.
  • 6:56 - 7:02
    Sami útreikningur, ef við segjum að múrsteinninn hafi ferðast um fimm metra -
  • 7:02 - 7:03
    Ég ætla að skrifa "m" fyrir metra -
  • 7:03 - 7:13
    fimm metra til hægri á tveimur sekúndum.
  • 7:13 - 7:15
    Hvað fæ ég þá út?
  • 7:15 - 7:20
    Ég fæ 2,5 metra á hverri sekúndu -
  • 7:20 - 7:21
    Ég skammstafa þetta -
  • 7:21 - 7:31
    og nota metra á sekúndu til hægri
  • 7:31 - 7:33
    Þannig að hvort er þetta vigur- eða stigstærð?
  • 7:33 - 7:38
    Ég gef upp stærðina eða magnið á hraðanum hérna - þetta er stærðin eða magnið:
  • 7:38 - 7:41
    2,5 metrar á sekúndu
  • 7:41 - 7:45
    og ég gef einnig upp stefnuna: til hægri.
  • 7:45 - 7:49
    Þannig að þetta er vigurstærð.
  • 7:49 - 7:52
    Og þegar bæði stærðin og stefnan eru gefin upp -
  • 7:52 - 7:55
    þannig að 2,5 metrar eru stigstærð og stefna -
  • 7:55 - 8:01
    þá er um að ræða hraðavigur.
  • 8:01 - 8:03
    Auðveldlega má hugsa um þetta þannig:
  • 8:03 - 8:05
    Ef þú ert að hugsa um að breyta um staðsetningu
  • 8:05 - 8:08
    og þú gefur upp stefnu breytingarinnar á staðsetningunni, þá ertu að tala um tilfærslu.
  • 8:09 - 8:12
    Ef þú ert hinsvegar ekki að tala um stefnuna, þá ertu með stigstærð,
  • 8:12 - 8:15
    og ert að tala um fjarlægð.
  • 8:15 - 8:17
    Ef þú ert að tala um hversu hratt eitthvað fer
  • 8:17 - 8:19
    og þú gefur upp stefnuna í þá átt sem það fer
  • 8:19 - 8:21
    þá ertu að tala um hraðavigur
  • 8:21 - 8:26
    Ef þú gefur ekki upp stefnuna, þá ertu að tala um hraða.
  • 8:26 - 8:28
    Vonandi hjálpar þetta -
  • 8:28 - 8:30
    og í næsta myndbandi ætlum við að vinna aðeins með það sem við höfum rætt um hér
  • 8:30 - 8:33
    og byrja á því að svara nokkrum grundvallarspurningum
  • 8:33 - 8:35
    um hversu hratt eitthvað fer eða hversu langt getur ferðast
  • 8:35 - 8:39
    eða hversu langan tíma það tekur að ferðast eitthvað.
Title:
Introduction to Vectors and Scalars
Description:

Distance, displacement, speed and velocity. Difference between vectors and scalars

more » « less
Video Language:
English
Duration:
08:39
hpjons2 added a translation

Icelandic subtitles

Incomplete

Revisions