< Return to Video

Hans Rosling sýnir bestu tölfræði sem þú hefur nokkru sinni séð

  • 0:00 - 0:04
    Fyrir einum 10 árum síðan tók ég að mér að kenna þróunarfræði
  • 0:04 - 0:08
    í sænskum háskóla. Áður hafði ég varið
  • 0:08 - 0:12
    um 20 árum við afrískar stofnanir við rannsóknir á hungri
  • 0:12 - 0:16
    og því gerðu menn ráð fyrir að ég þekkti heiminn.
  • 0:16 - 0:21
    Þannig að við háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi, Karolinska, hóf ég að kenna
  • 0:21 - 0:25
    námskeiðið Alþjóðleg lýðheilsa. En þegar maður fær
  • 0:25 - 0:28
    svona tækifæri, verður maður taugaóstyrkur. Ég hugsaði: þeir nemar
  • 0:28 - 0:31
    sem koma til okkar eru með hæstu einkunnir sem hægt er að fá
  • 0:31 - 0:34
    í sænskum menntaskólum. Kannski vita þeir allt
  • 0:34 - 0:38
    sem ég ætla að kenna þeim. Ég lagði þess vegna fyrir þá stöðupróf.
  • 0:38 - 0:41
    Og spurningin sem kenndi mér hvað mest var þessi:
  • 0:41 - 0:45
    "Í hvoru landanna, í þessum fimm pörum, er meiri barnadauði?"
  • 0:45 - 0:49
    Ég raðaði pörunum saman þannig að í hvoru pari
  • 0:49 - 0:54
    var tvöfalt meiri barnadauði í öðru landinu. Þetta þýðir að
  • 0:54 - 0:59
    munurinn er miklu meiri en óvissan í gögnunum.
  • 0:59 - 1:01
    Ég ætla ekki að prófa ykkur hér, en í Tyrklandi
  • 1:01 - 1:06
    er barnadauðinn hærri, Póllandi, Rússlandi, Pakistan og Suður-Afríku.
  • 1:06 - 1:09
    En niðurstöður sænsku nemanna voru svona. Ég lagði prófið fyrir þannig
  • 1:09 - 1:12
    að skekkjumörkin urðu lítil og ég varð vitanlega býsna ánægður:
  • 1:12 - 1:16
    1,8 rétt svör af fimm mögulegum. Það þýddi að það
  • 1:16 - 1:19
    var þörf fyrir prófessor í alþjóðlegri lýðheilsu --
  • 1:19 - 1:21
    (áhorfendur hlæja) og fyrir námskeiðið mitt.
  • 1:21 - 1:25
    Seinna, þegar ég var að taka saman niðurstöðurnar,
  • 1:25 - 1:29
    áttaði ég mig á því hvað ég hafði uppgötvað. Ég hef sýnt fram á
  • 1:29 - 1:34
    að bestu nemendur Svíþjóðar vita marktækt minna
  • 1:34 - 1:36
    um heiminn en simpansar.
  • 1:36 - 1:38
    (Áhorfendur hlæja)
  • 1:38 - 1:42
    Af því að simpansar myndu svara helmingi spurninganna rétt ef ég gæfi þeim
  • 1:42 - 1:45
    tvo banana, annan merktan Sri Lanka og hinn Tyrklandi. Þeir myndu taka réttan banana í annað hvort skipti.
  • 1:45 - 1:49
    En það gerðu nemendurnir ekki. Vandinn sem ég þurfti að glíma við var ekki fáfræði
  • 1:49 - 1:52
    heldur fyrirfram gefnar hugmyndir.
  • 1:52 - 1:56
    Ég gerði líka hálf siðlausa rannsókn á prófessorum Karolinska
  • 1:56 - 1:57
    (hlátur)
  • 1:57 - 1:59
    -- þeirri sem veitir Nóbelsverðlaun í læknisfræði
  • 1:59 - 2:01
    og þeir eru á pari við simpansana.
  • 2:01 - 2:04
    (hlátur)
  • 2:04 - 2:08
    Það var þá sem ég áttaði mig á því að það væri virkileg þörf á að miðla upplýsingum
  • 2:08 - 2:11
    vegna þess að gögnin um það sem er að gerast í heiminum
  • 2:11 - 2:14
    og heilsufar barna í hverju landi liggja fyrir.
  • 2:14 - 2:19
    Við þróuðum hugbúnað sem sýnir gögnin svona: Hver hringur táknar eitt land.
  • 2:19 - 2:25
    Þetta land þarna er Kína. Þetta er Indland.
  • 2:25 - 2:31
    Stærð hringsins táknar mannfjölda og á þennan ás setti ég frjósemi.
  • 2:31 - 2:34
    Vegna þess að hugmyndir nemenda minna
  • 2:34 - 2:36
    þegar ég spurði þá
  • 2:36 - 2:38
    "Hvaða hugmyndir hafið þið um heiminn?"
  • 2:38 - 2:42
    Jah, við getum sagt að þau sækja sína þekkingu fyrst og fremst í Tinnabækurnar.
  • 2:42 - 2:43
    (Hlátur)
  • 2:43 - 2:46
    Því þau sögðu: "Heimurinn skiptist enn í 'okkur' og 'þau'
  • 2:46 - 2:49
    og við erum hinn vestræni heimur og þau eru þriðji heimurinn."
  • 2:49 - 2:52
    "Hvað eigið þið við með vestrænn heimur?" spurði ég.
  • 2:52 - 2:57
    "Jah, það þýðir langlífi og litlar fjölskyldur og þriðji heimurinn er stutt ævi og stórar fjölskyldur."
  • 2:57 - 3:03
    Þetta get ég sýnt hér. Ég set frjósemi hér: fjöldi barna á konu,
  • 3:03 - 3:07
    eitt, tvö, þrjú, fjögur, allt að átta börn á konu.
  • 3:07 - 3:13
    Það eru til mjög góð gögn um þetta síðan 1962 -- um það bil 1960 -- um fjölskyldustærð í öllum löndum.
  • 3:13 - 3:16
    Skekkjan er lítil. Hér set ég lífslíkur við fæðingu,
  • 3:16 - 3:20
    frá 30 árum í sumum löndum upp að um það bil 70 árum.
  • 3:20 - 3:23
    Og árið 1962 var sannarlega hópur af löndum hér.
  • 3:23 - 3:28
    Þetta voru iðnríkin, með litlar fjölskyldur og langa ævi.
  • 3:28 - 3:30
    Og þetta voru þróunarlöndin:
  • 3:30 - 3:33
    með stórar fjölskyldur og tiltölulega stutta ævi.
  • 3:33 - 3:37
    En hvað hefur gerst síðan 1962? Við viljum sjá breytinguna.
  • 3:37 - 3:40
    Hafa nemendurnir rétt fyrir sér? Eru enn tvær gerðir landa?
  • 3:41 - 3:44
    Eða hafa fjölskyldur í þróunarlöndunum minnkað og eru núna hér?
  • 3:44 - 3:46
    Eða hefur ævin lengst og þau eru núna þarna uppi?
  • 3:46 - 3:49
    Við skulum sjá. Þetta var heimurinn þá. Þetta er allt tölfræði sem má nálgast
  • 3:49 - 3:52
    hjá Sameinuðu Þjóðunum. Nú byrjar ballið. Sjáiði þarna?
  • 3:52 - 3:55
    Þarna er Kína, heilbrigðið minnkar, en batnar svo aftur.
  • 3:55 - 3:58
    Öll grænu ríkin í Suður-Ameríku færast í átt að minni fjölskyldum.
  • 3:58 - 4:01
    Þessi gulu eru Arabaríkin,
  • 4:01 - 4:05
    þar stækka fjölskyldurnar, en þau -- nei, lengri ævi, en ekki stærri fjölskyldur.
  • 4:05 - 4:08
    Afríkuríkin eru þessi grænu hérna niðri. Þau hreyfast ekkert.
  • 4:08 - 4:11
    Hér er Indland. Indónesía á hraðferð.
  • 4:11 - 4:12
    (Hlátur)
  • 4:12 - 4:15
    Og hér á níunda áratugnum, er Bangladesh enn þarna á meðal Afríkuþjóðanna.
  • 4:15 - 4:18
    Skyndilega fer Bangladesh -- þar verður kraftaverk á níunda áratugnum:
  • 4:18 - 4:21
    klerkarnir fara að hvetja fólk til að skipuleggja barneignir.
  • 4:21 - 4:26
    Þau færast þarna upp í hornið. Og á tíunda áratugnum sjáum við hinar skelfilegu afleiðingar HIV faraldursins
  • 4:26 - 4:29
    sem minnkar lífslíkurnar í Afríku
  • 4:29 - 4:33
    meðan öll hin færast upp í hornið,
  • 4:33 - 4:37
    þar sem lífslíkur eru miklar og fjölskyldur litlar, og heimsmyndin er gerbreytt.
  • 4:37 - 4:50
    (Klapp)
  • 4:50 - 4:55
    Berum saman Bandaríkin og Víetnam.
  • 4:55 - 5:00
    1964: Í Bandaríkjunum voru fjölskyldurnar litlar og ævin löng;
  • 5:00 - 5:04
    í Víetnam voru fjölskyldurnar stórar og ævin stutt. Það sem gerðist var þetta:
  • 5:04 - 5:10
    gögnin frá því í stríðinu benda til þess að þrátt fyrir allt mannfallið,
  • 5:10 - 5:13
    jukust lífslíkurnar. Í árslok þarna,
  • 5:13 - 5:16
    hófu Víetnamar að skipuleggja barneignir sínar og fjölskyldurnar minnkuðu.
  • 5:16 - 5:19
    Þarna uppi í Bandaríkjunum lengdist ævin,
  • 5:19 - 5:22
    og stærð fjölskyldna stóð í stað. Og svo níundi áratugurinn,
  • 5:22 - 5:25
    þeir leggja af kommúnismann og taka upp markaðsbúskap,
  • 5:25 - 5:29
    og það eykur hraðann enn frekar. Og í dag, eru
  • 5:29 - 5:34
    sömu lífslíkur og sama fjölskyldustærð
  • 5:34 - 5:41
    í Víetnam, 2003, eins og var í Bandaríkjunum, 1974, í lok stríðsins.
  • 5:41 - 5:45
    Ég held að við öll -- ef við horfum ekki á gögnin --
  • 5:45 - 5:49
    vanmetum þær miklu breytingar sem orðið hafa í Asíu,
  • 5:49 - 5:53
    samfélagsbreytingar og svo efnahagsframfarir.
  • 5:53 - 5:58
    Nú skulum við skoða
  • 5:58 - 6:05
    tekjudreifinguna í heiminum. Þetta er tekjudreifing jarðarbúa.
  • 6:05 - 6:10
    Einn dollari, 10 dollarar eða 100 dollarar á dag.
  • 6:10 - 6:14
    Það er ekki lengur gjá milli ríkra og fátækra. Það er mýta.
  • 6:14 - 6:18
    Það er smáhnúður hér, en það er fólk á öllum skalanum.
  • 6:19 - 6:23
    Og ef við lítum á tekjudreifinguna --
  • 6:23 - 6:29
    þetta eru heildartekjur jarðarbúa. Ríkustu 20 prósentin,
  • 6:29 - 6:36
    hafa um 74 prósent teknanna. Og fátækustu 20 prósentin,
  • 6:36 - 6:41
    hafa um tvö prósent þeirra. Þetta sýnir að hugmyndin
  • 6:41 - 6:45
    um þróunarlönd er afar vafasöm. Okkar hugmynd um þróunaraðstoð, er
  • 6:45 - 6:50
    að þetta fólk hér sé að aðstoða þetta fólk hér. En á milli þeirra
  • 6:50 - 6:54
    er meirihluti jarðarbúa og þeir hafa 24 prósent teknanna.
  • 6:54 - 6:58
    Við höfum heyrt þetta áður. Og hverjir eru þetta?
  • 6:58 - 7:02
    Hvar eru þessi ólíku lönd? Ég get sýnt ykkur Afríku
  • 7:02 - 7:07
    Þetta er Afríka. 10 prósent jarðarbúa, flestir lifa í fátækt.
  • 7:07 - 7:12
    Þetta er OECD. Ríka landið. Elíta Sameinuðu Þjóðanna.
  • 7:12 - 7:17
    Þau eru hérna megin. Talsverð skörun milli Afríku og OECD.
  • 7:17 - 7:20
    Og þetta er Suður-Ameríka. Þar má finna allt milli himins og jarðar,
  • 7:20 - 7:23
    sárustu fátækt og mesta ríkidæmi, í Suður-Ameríku.
  • 7:23 - 7:28
    Þar að auki getum við sýnt Austur-Evrópu, Austur-Asíu
  • 7:28 - 7:33
    og Suður-Asíu. Og hvernig lítur þetta út ef við förum aftur í tímann,
  • 7:33 - 7:38
    til 1970? Þá var meiri kryppa.
  • 7:38 - 7:42
    Og flestir þeirra sem lifðu við sára fátækt voru Asíubúar.
  • 7:42 - 7:49
    Vandamál heimsins var fátækt í Asíu. Og ef ég læt tímann líða,
  • 7:49 - 7:52
    sjáið þið að þrátt fyrir fólksfjölgun, eru
  • 7:52 - 7:55
    hundruð milljóna í Asíu að vinna sig upp úr fátækt meðan aðrir
  • 7:55 - 7:58
    verða fátækari, og þetta er mynstrið sem við sjáum í dag.
  • 7:58 - 8:02
    Og besta spá Alþjóðabankans er að þetta muni verða þróunin,
  • 8:02 - 8:06
    og heimurinn er ekki lengur tvískiptur. Flestir eru í miðjunni.
  • 8:06 - 8:08
    Þetta er auðvitað lógaritmískur skali,
  • 8:08 - 8:13
    en hugmyndir okkar um hagkerfi er vöxtur í prósentum. Við túlkum þetta
  • 8:13 - 8:19
    sem líkurnar á prósentuvexti. Ef ég breyti þessu, og set
  • 8:19 - 8:23
    landsframleiðslu á mann í staðinn fyrir fjölskyldutekjur, og ég breyti
  • 8:23 - 8:29
    gögnunum í gögn um landsframleiðslu á viðkomandi svæði
  • 8:29 - 8:33
    og ég læt þau rúlla hingað niður. Stærðin sýnir enn mannfjöldann.
  • 8:33 - 8:36
    Hérna er OECD og þarna má sjá Afríku sunnan Sahara,
  • 8:36 - 8:39
    og við skiljum Araba-löndin frá,
  • 8:39 - 8:43
    bæði Afríku og Asíu og sýnum þau sérstaklega,
  • 8:43 - 8:48
    og við teygjum á þessum ás og ég bæti við nýrri vídd hérna
  • 8:48 - 8:51
    með því að sýna velferðartölu, lífslíkur barna.
  • 8:51 - 8:56
    Nú er ég með fjárhag á þessum ás og lífslíkur barna á þessum.
  • 8:56 - 9:00
    Í sumum löndum lifa 99,7 prósent barna fram yfir fimm ára aldur,
  • 9:00 - 9:04
    annars staðar bara 70. Og hér virðist vera gjá
  • 9:04 - 9:08
    milli OECD, Suður-Ameríku, Austur-Evrópu, Austur-Asíu,
  • 9:08 - 9:12
    Arabaríkja, Suður-Asíu og Afríku sunnan Sahara.
  • 9:12 - 9:17
    Það eru mjög greinileg línuleg tengsl milli lífslíkna barna og fjárhags.
  • 9:17 - 9:25
    En þegar ég brýt upp Afríku sunnan Sahara. Heilbrigði sést hér og betri heilsa þarna uppi.
  • 9:25 - 9:30
    Ég get farið hingað og brotið upp Afríku sunnan Sahara í einstök ríki.
  • 9:30 - 9:35
    Og þegar hún brotnar upp, táknar stærð hringsins mannfjöldann.
  • 9:35 - 9:39
    Sierra Leone er hérna niðri. Mauritius er þarna uppi. Mauritius var fyrsta landið
  • 9:39 - 9:42
    til að losna við viðskiptahömlur og þeir gátu selt sykurinn sinn.
  • 9:43 - 9:48
    Þeir gátu selt vefnaðarvöru sína til jafns við framleiðendur í Evrópu og Bandaríkjunum.
  • 9:48 - 9:52
    Það er gríðarlegur munur á ríkjum Afríku. Og Ghana er hérna í miðjunni.
  • 9:52 - 9:55
    Í Sierra Leone, neyðaraðstoð.
  • 9:55 - 10:00
    Í Úganda, þróunaraðstoð. Hér, fjárfestingartækifæri, hingað
  • 10:00 - 10:03
    er gott að fara í frí. Það er gríðarleg dreifing
  • 10:03 - 10:08
    innan Afríku sem við gerum sjaldnast skil -- við leggjum allt að jöfnu.
  • 10:08 - 10:12
    Ég get brotið upp Suður-Asíu. Indland er stóri hringurinn í miðjunni.
  • 10:12 - 10:16
    En heilmikill munur á Afghanistan og Sri Lanka.
  • 10:16 - 10:20
    Ég get brotið upp Arabaríkin. Hvernig lítur það út? Sama loftslag, sama menning,
  • 10:20 - 10:24
    sama trú. Stórkostlegur munur. Jafnvel milli nágrannaríkja.
  • 10:24 - 10:29
    Yemen, borgarastríð. Sameinuðu arabísku furstadæmin, auður sem var nokkuð jafnt dreift og vel nýttur.
  • 10:29 - 10:36
    Samræmist ekki hugmyndum okkar. Og þetta telur með öll börn erlenda vinnuaflsins í landinu.
  • 10:36 - 10:40
    Gögn eru oft betri en halda mætti. Margir segja að gögn séu léleg.
  • 10:41 - 10:43
    Það eru skekkjumörk, en við sjáum muninn hérna:
  • 10:43 - 10:46
    Kambódía, Singapúr. Munurinn er miklu meiri
  • 10:46 - 10:49
    en óvissan í gögnunum. Austur-Evrópa:
  • 10:49 - 10:55
    Sovésk áhrif í langan tíma, en tíu árum síðar
  • 10:55 - 10:58
    er mjög mikill munur. Og hér er Suður-Ameríka.
  • 10:58 - 11:02
    Í dag þurfum við ekki að fara til Kúbu til að finna heilbrigt land í Suður-Ameríku
  • 11:02 - 11:07
    Chile verður með minni barnadauða en Kúba innan fárra ára.
  • 11:07 - 11:10
    Og hér koma hátekjulöndin innan OECD
  • 11:10 - 11:14
    Og þá sjáum við hvernig mynstrið liggur í heiminum,
  • 11:14 - 11:19
    sem er nokkurn veginn svona. Og ef við lítum á það,
  • 11:19 - 11:25
    hvernig hann lítur út -- heimurinn 1960, setjum hann af stað. 1960.
  • 11:25 - 11:28
    Hér má sjá Mao Tse-tung. Hann gerði Kína heilbrigt. Og svo dó hann.
  • 11:28 - 11:33
    Svo kom Deng Xiaoping og með honum peningar og Kína fellur aftur inn í hópinn.
  • 11:33 - 11:37
    Og við sáum hvernig lönd þróast í ólíkar áttir eins og hér,
  • 11:37 - 11:41
    svo það er erfitt að benda á
  • 11:41 - 11:46
    ákveðið land sem sýnidæmi um mynstrið sem löndin í heiminum mynda.
  • 11:46 - 11:52
    Mig langar að færa ykkur aftur til um það bil 1960.
  • 11:52 - 12:02
    Mig langar að bera saman Suður-Kóreu, sem er hér, og Brasilíu,
  • 12:02 - 12:07
    sem er hér. Merkingin hvarf. Og mig langar að bera saman Úganda,
  • 12:07 - 12:12
    sem er hér. Og ég get spilað þetta svona.
  • 12:12 - 12:21
    Og þið sjáið hvernig Suður-Kórea þróast mjög, mjög hratt áfram.
  • 12:21 - 12:24
    en Brasilía mun hægar.
  • 12:24 - 12:30
    Og ef við förum til baka og við látum þau skilja eftir sig slóð, svona,
  • 12:30 - 12:34
    getið þið séð að hraði þróunarinnar
  • 12:34 - 12:40
    er gerólíkur og að löndin hreyfast nokkurn veginn jafn hratt
  • 12:40 - 12:44
    í átt að velmegun og heilbrigði, en það virðist sem að þjóð geti þróast
  • 12:44 - 12:48
    mun hraðar ef hún er heilbrigð en ef hún er rík.
  • 12:49 - 12:53
    Og til að sýna það getum við bætt við Sameinuðu Arabísku Frustadæmunum.
  • 12:53 - 12:56
    Þau koma héðan, land jarðefna. Þau leystu út alla olíuna,
  • 12:56 - 13:00
    fengu ofgnótt af peningum, en það er ekki hægt að kaupa heilbrigði.
  • 13:00 - 13:04
    Maður þarf að fjárfesta í heilbrigði. Koma krökkunum í skóla.
  • 13:04 - 13:07
    Þjálfa heilbrigðisstarfsfólk. Mennta þjóðina.
  • 13:07 - 13:10
    Og Sayed sjeik tókst það nokkuð vel.
  • 13:10 - 13:14
    Þrátt fyrir að verðfall á olíu, lyfti hann landinu hingað upp.
  • 13:14 - 13:18
    Þannig að við erum með mun einsleitari mynd af heiminum,
  • 13:18 - 13:20
    þar sem þjóðir virðast nota auð sinn
  • 13:20 - 13:25
    mun betur en þau gerðu áður. Hér má sjá, svona nokkurn veginn
  • 13:25 - 13:32
    meðaltal landanna. Svona líta þau út.
  • 13:32 - 13:37
    En það er hættulegt að nota meðaltöl, vegna þess hvað það er mikil
  • 13:37 - 13:43
    dreifing innan landanna. Svo ef ég fer hingað og skoða, sjáum við
  • 13:43 - 13:49
    að í dag er Úganda þar sem Suður-Kórea var 1960. En ef ég brýt Úganda upp
  • 13:49 - 13:54
    er mikil dreifing innan Úganda. Þetta eru fimmtungar Úganda.
  • 13:54 - 13:57
    Ríkustu 20 prósent Úgandabúa eru hér.
  • 13:57 - 14:01
    En þau fátækustu þarna niðri. Ef ég brýt Suður-Afríku upp, lítur hún svona út.
  • 14:01 - 14:06
    Ef ég lít á Níger, þar sem var svo hræðileg hungursneyð,
  • 14:06 - 14:11
    að lokum, lítur það svona út. Fátækustu 20 prósent Nígermanna eru hér.
  • 14:11 - 14:14
    og ríkustu 20 prósent Suður-Afríkubúa eru hér,
  • 14:14 - 14:19
    og þrátt fyrir þetta ræðum við um lausnir fyrir Afríku.
  • 14:19 - 14:22
    Í Afríku er allt milli himins og jarðar. Og þú getur ekki
  • 14:22 - 14:26
    rætt um almennt aðgengi að eyðnilyfjum fyrir þennan fimmtung hérna uppi
  • 14:26 - 14:30
    á sama hátt og hérna niðri. Framfarir í heiminum
  • 14:30 - 14:35
    þarf að ræða í réttu samhengi, og það er ekki viðeigandi að ræða þær
  • 14:35 - 14:38
    í landfræðilegu samhengi. Við þurfum að skoða þetta niður í smáatriði.
  • 14:38 - 14:42
    Okkar reynsla er að námsmenn verða mjög spenntir af því að nota þetta.
  • 14:42 - 14:47
    Og margir stefnumótandi aðilar og stórfyrirtækin líka vilja sjá
  • 14:47 - 14:51
    hvernig heimurinn er að breytast. En af hverju gerist það ekki?
  • 14:51 - 14:55
    Af hverju notum við ekki gögnin sem við eigum? Við eigum gögn hjá Sameinuðu Þjóðunum.
  • 14:55 - 14:57
    og hjá hagstofum landa,
  • 14:57 - 15:01
    í háskólum og öðrum einkastofnunum.
  • 15:01 - 15:03
    Vegna þess að gögnin eru falin í gagnagrunnum.
  • 15:03 - 15:08
    Og hér er almenningur og þarna er netið en samt eru við ekki farin að nota það að gagni.
  • 15:08 - 15:11
    Í upplýsingarnar sem við sáum þegar við horfðum á heiminn breytast
  • 15:11 - 15:15
    vantar tölfræði sem safnað hefur verið fyrir opinbert fé. Það eru til vefsíður
  • 15:15 - 15:21
    eins og þessi, en þær nærast á gögnum úr gagnagrunnunum,
  • 15:21 - 15:26
    og fólk þrjóskast við að rukka fyrir þá, setja á þá lykilorð og leiðinlega tölfræði.
  • 15:26 - 15:29
    (Hlátur) (Klapp)
  • 15:29 - 15:33
    Og þetta gengur ekki. Hvað þarf til? Við eigum gagnagrunnana.
  • 15:33 - 15:37
    Það þarf ekki nýja gagnagrunna. Við eigum mögnuð þróunartól,
  • 15:37 - 15:40
    og fleiri og fleiri hérna. Svo við stofnuðum
  • 15:40 - 15:45
    sjálfseignarstofnun sem við nefndum -- til að tengja saman gögn og hönnun --
  • 15:45 - 15:48
    Gapminder (Passa bilið), eftir neðanjarðarlestunum í London, sem minnir á
  • 15:48 - 15:51
    bilið milli lestar og brautarpalls. Svo okkur fannst Gapminder viðeigandi.
  • 15:51 - 15:55
    Og við skrifuðum hugbúnað sem gat tengt gögn svona saman.
  • 15:55 - 16:01
    Það var ekki svo flókið. Það tók nokkur mannár, og við bjuggum til hreyfimyndir.
  • 16:01 - 16:03
    Þú getur sett þangað inn gagnasöfn.
  • 16:03 - 16:08
    Við erum að frelsa gögn frá Sameinuðu Þjóðunum, nokkrum stofnunum Sameinuðu Þjóðanna.
  • 16:08 - 16:12
    Sumar þjóðir samþykkja að þeirra gagnagrunnar séu opnir heiminum,
  • 16:12 - 16:15
    en það sem við þurfum virkilega á að halda, vitanlega, er leit.
  • 16:15 - 16:20
    Leit þar sem við getum gert gögnin leitanleg
  • 16:20 - 16:23
    og sýnt þau heiminum. Og hvað heyrum við þegar við göngum milli stofnanna?
  • 16:23 - 16:27
    Ég er búin að vera í mannfræðirannsóknum á hagstofum. Allir segja:
  • 16:28 - 16:32
    "Það er ómögulegt. Þetta er ekki hægt. Okkar upplýsingar eru svo sérstakar
  • 16:32 - 16:35
    að það er ekki hægt að leita í þeim eins og öðrum upplýsingum.
  • 16:35 - 16:40
    Við getum ekki bara gefið gögnin námsmönnum eða frumkvöðlum heimsins."
  • 16:40 - 16:43
    En það er það sem við viljum sjá, er það ekki?
  • 16:43 - 16:46
    Gögn sem safnað er fyrir opinbert fé er hérna niðri.
  • 16:46 - 16:49
    Og við viljum sjá þau blómstra út á netið.
  • 16:49 - 16:54
    Og til þess er lykilatriði að þau séu leitanleg, þá getur fólk notað
  • 16:54 - 16:56
    ýmis hönnunartól til að gera hreyfimyndir af þeim.
  • 16:56 - 17:01
    En ég er með góðar fréttir fyrir ykkur. Ég færi þau gleðitíðindi að núverandi
  • 17:01 - 17:05
    yfirmaður tölfræðideildar Sameinuðu Þjóðanna segir ekki að þetta sé ómögulegt.
  • 17:05 - 17:07
    Þess í stað sagði hann: "Við getum þetta ekki."
  • 17:07 - 17:11
    (Hlátur)
  • 17:11 - 17:13
    Hann er frekar sniðugur, ekki satt?
  • 17:13 - 17:15
    (Hlátur)
  • 17:15 - 17:19
    Svo við getum átt von á að sjá margt gerast með gögn næstu árin.
  • 17:19 - 17:23
    Við komum til með að sjá tekjudreifingu á alveg nýjan hátt.
  • 17:23 - 17:28
    Þetta er tekjudreifingin í Kína 1970.
  • 17:29 - 17:34
    Tekjudreifingin í Bandaríkjunum, 1970.
  • 17:34 - 17:38
    Nánast engin skörun. Nánast engin skörun. Og hvað gerðist?
  • 17:38 - 17:43
    Það sem gerðist var að Kína stækkaði, jöfnuðurinn minnkaði,
  • 17:43 - 17:47
    og vomir hérna, yfir Bandaríkjunum.
  • 17:47 - 17:49
    Eins og vofa, finnst ykkur ekki?
  • 17:49 - 17:51
    (Hlátur)
  • 17:51 - 18:01
    Nokkuð ógnvekjandi. En ég held að það sé mjög mikilvægt að hafa allar þessar upplýsingar.
  • 18:01 - 18:07
    Við þurfum að sjá þær. Og í stað þess að horfa á þetta,
  • 18:07 - 18:12
    langar mig að lokum að sýna internetnotendur á þúsund íbúa.
  • 18:12 - 18:17
    Með þessum hugbúnaði, komumst við í einar 500 breytur frá öllum löndum frekar auðveldlega.
  • 18:17 - 18:21
    Það tekur mig smá stund að breyta þessu
  • 18:21 - 18:26
    en á ásana geturðu nokkuð auðveldlega sett hvaða breytu sem þig langar að sjá.
  • 18:26 - 18:31
    Markmiðið er að gera gagnagrunnana ókeypis,
  • 18:31 - 18:34
    að gera gögnin leitanleg og með öðrum smelli, koma þeim
  • 18:34 - 18:39
    á myndrænt form svo að þið getið auðveldlega skilið þau.
  • 18:39 - 18:42
    En tölfræðingum er ekki vel við þetta, því að þeir segja að þetta
  • 18:42 - 18:51
    sýni ekki raunveruleikann, við þurfum að nota tölfræðilegar, greinandi aðferðir.
  • 18:51 - 18:54
    En þetta er nóg til að varpa fram tilgátum.
  • 18:54 - 18:58
    Ég lýk þessu á heiminum öllum. Hérna sjáið þið internetið birtast.
  • 18:58 - 19:02
    Svona fjölgar netnotendum. Þetta er landsframleiðsla á mann.
  • 19:02 - 19:07
    Og þetta er ný tækni sem kemur fram, en helst svo ótrúlega vel
  • 19:07 - 19:12
    í hendur við stöðu hagkerfis landanna. Þetta er ástæða þess að 100 dollara
  • 19:12 - 19:15
    tölvan verður svo mikilvæg. En hér sjáum við áhugaverða þróun
  • 19:15 - 19:18
    Það er eins og heimurinn sé að fletjast út, sjáiði? Þessi lönd
  • 19:18 - 19:21
    hækka meira en hagkerfið. Og það verður mjög áhugavert
  • 19:21 - 19:25
    að fylgjast með framvindunni í þessu, eins og ég vil að þið getið gert
  • 19:25 - 19:27
    með öll þessi gögn sem er safnað fyrir opinbert fé. Þakka ykkur kærlega fyrir.
  • 19:28 - 19:31
    (Klapp)
Title:
Hans Rosling sýnir bestu tölfræði sem þú hefur nokkru sinni séð
Speaker:
Hans Rosling
Description:

Þú hefur aldrei orðið vitni að annarri eins framsetningu gagna. Með tilþrifum og ákefð íþróttafréttamanns hrekur tölfræðigúrúið Hans Rosling mýtuna um hin svokölluðu "þróunarlönd".

more » « less
Video Language:
English
Team:
closed TED
Project:
TEDTalks
Duration:
19:33
Margret Dora Ragnarsdottir added a translation

Icelandic subtitles

Revisions