Return to Video

Kevin Systrom hjá Instagram útskýrir díla og hvernig litasíur virka

  • 0:01 - 0:04
    Svolítið um díla
  • 0:08 - 0:10
    (myndavél smellur) Fínt.
  • 0:12 - 0:14
    Ég bjó til Instagram ásamt félaga mínum
  • 0:14 - 0:19
    Mike. Upphaflega sáum við í farsímanum
    tækifæri til að skapa eitthvað nýtt. Því
  • 0:19 - 0:23
    í fyrsta skipti var fólk á ferðinni með
    tölvu í vasanum. Og við ákváðum
  • 0:23 - 0:27
    að það að deila myndum væri líklega
    stærsta tækifærið næstu fimm árin og
  • 0:27 - 0:32
    eitthvað sem lá okkur nærri hjarta,
    eitthvað sem við vildum eyða tíma í. Það
  • 0:32 - 0:37
    er fínt að segja að maður sé með app eða
    hugmynd sem gerir x, y eða z, en ef það leysir
  • 0:37 - 0:43
    ekki raunverulegt vandamál mun fólk ekki nota það. Og spurningin er: Hvaða vandamál ertu að leysa?
  • 0:44 - 0:48
    (Piper - Ljósmyndari) Þegar fólk stóð fyrst frammi fyrir því hvernig ætti að sýna mynd
  • 0:48 - 0:51
    á skjá, varð að finna upp aðferð til að
    umbreyta myndinni í gögn. Árið 1957
  • 0:51 - 0:57
    tók einn af fyrstu tölvunarfræðingum, Russel Kirsch, mynd af umgum syni sínum og skannaði
  • 0:57 - 1:01
    hana. Það var fyrsta stafræna myndin, kornótt svart-hvít ungabarnamynd -- og þannig varð
  • 1:01 - 1:08
    díllinn til! Dílar eru athyglisverð hugmynd
    því að maður sér þá ekki mjög auðveldlega.
  • 1:08 - 1:13
    En samt ef þú notar stækkunargler og ferð
    alveg upp að skjá getur þú séð að í raun er
  • 1:13 - 1:18
    skjárinn samsettur af örsmáum punktum af ljósi. Það sem er enn áhugaverðara er að þessir
  • 1:18 - 1:22
    litlu ljósdílar eru í raun margir litlir dílar af ljósi í mismunandi litum.
  • 1:22 - 1:28
    Það er rauður, grænn og blár. Dílarnir til samans, úr fjarlægð, búa til mynd en í reynd eru
  • 1:28 - 1:33
    þeir bara lítil ljós sem eru kveikt eða slökkt. Til samans skapa þeir myndir og
  • 1:33 - 1:37
    það sem þú sérð hvern einasta dag þegar
    þú notar tölvuna. Þú átt eftir að heyra
  • 1:37 - 1:42
    orðið upplausn mjög mikið, bæði í tölvunarfræði
    og framleiðendur tækja munu tala
  • 1:42 - 1:48
    um hana. Upplausn er í grunninn þær víddir
    sem þú getur notað til að mæla hve margir
  • 1:48 - 1:53
    dílar eru á skjánum. Hér áður þegar ég var í framhaldsskóla var hún 640 sinnum
  • 1:53 - 1:58
    480 dílar. Í dag er hún miklu meiri.
    Og svo snýst þetta ekki bara um upplausn
  • 1:58 - 2:02
    heldur líka þéttleika. Til dæmis hafa farsímar
    í dag sama fjölda lítilla ljósa
  • 2:02 - 2:07
    sem nefnast dílar en í samanþjappaðra
    rými og það er það sem gefur manni skarpari
  • 2:07 - 2:14
    myndir. Svo hvernig vistar maður þessi gildi
    í skrá? Það sem maður gerir er að vista
  • 2:14 - 2:19
    rauð, græn og blá gildi í litlum
    þrenningum. Með mismunandi gildum
  • 2:19 - 2:29
    sem hvert myndar einn díl. Gildin ná frá 0
    til 255. 0 mundi vera mjög dimmt,
  • 2:29 - 2:38
    255 mundi vera mjög bjart. Þrenning
    svona gilda saman myndar einn stakan díl.
  • 2:38 - 2:43
    Myndskrá, hvort sem það er jpeg, gif, png, o.s.frv., inniheldur miljónir af þessum RGB (rautt-grænt-blátt)
  • 2:43 - 2:48
    þrenningum. Svo hvernig geymir tölvan öll þessi gögn? Öll tölvu- og myndgögn eru
  • 2:48 - 2:53
    táknuð með bitum. Biti hefur tvær stöður:
    hann er á eða hann er af. En í stað á og af
  • 2:53 - 3:01
    nota tölvur 1 og 0 - tvíundir! Myndskrá er í raun bara safn af 1 og 0.
  • 3:01 - 3:08
    En af hverju eru RGB gildi frá 0 til 255?
    Í raun er hver rás litar, RGB, er táknuð
  • 3:08 - 3:14
    með 8 bitum, sem saman er nefnd bæti.
    Ef þú þekkir tvíundarkerfið þá veistu
  • 3:14 - 3:20
    að hæsta talan sem 8 bitar geta táknað er 255. 255 er sama og átta 1 í röð.
  • 3:20 - 3:29
    Og sú lægsta er 0 eða átta 0 í röð. Þess
    vegna gefur 0 til 255 okkur 256 mismunandi
  • 3:29 - 3:36
    styrkleika fyrir hverja litarás. Við getum
    táknað díl með litnum túrkís til dæmis
  • 3:36 - 3:43
    í okkar hefðbundna tugakerfi sem 64 (fyrir smá rautt), 224 (fyrir mikið af grænu)
  • 3:43 - 3:54
    og 208 (fyrir blátt). En tölva mundi vista
    hann sem 0100 0000 1110 0000
  • 3:54 - 4:03
    1101 0000. Við notum 24 tvíundarstafi til að tákna þennan eina díl. Svo að frekar en nota tvíundir
  • 4:03 - 4:08
    nota stafrænir listamenn oft sextándakerfið (hex) til að tákna liti. Þá getum við táknað sama
  • 4:08 - 4:16
    litinn túrkís með aðeins sex hexstöfum: 40 E0 D0. Sem er miklu styttra,
  • 4:16 - 4:22
    Segjum að þú viljir breyta litum myndarinnar. Hvernig gerir maður það? Í grunninn þá
  • 4:22 - 4:26
    eru vörpunaraðferðir sem hafa fyrir inntak gildi dílsins. Svo maður tekur inn
  • 4:26 - 4:31
    rautt, grænt og blátt gildi, sem táknar þann lit. Svo er þessu varpað
  • 4:31 - 4:37
    með reikningsaðferð yfir í ný rauð, græn og blá gildi. Segjum að við vildum gera
  • 4:37 - 4:42
    mynd dekkri. Ein leið að gera það er að taka rauðu, grænu og bláu gildin sem
  • 4:42 - 4:49
    koma fyrir og segjum við drögum fasta tölu frá hverju þeirra, segjum draga frá 50.
  • 4:49 - 4:54
    Að sjálfsögðu getum við ekki farið neðar en 0, en maður dregur bara 50 frá hverju þeirra og
  • 4:54 - 5:02
    það er útkoman. Svo að inntakið er R,G,B og útkoman er R-50, G-50 og B-50. Það sem þú
  • 5:02 - 5:06
    sérð er að þú hefur tekið mynd með vissa
    birtu, og þú færð út mynd með miklu dekkri
  • 5:06 - 5:12
    birtu. Það sem margir átta sig ekki á með Instagram er að upphaflega hélt fólk
  • 5:12 - 5:17
    að það væri aðferð til að breyta myndum, til að láta myndirnar vera flottari á einhvern hátt eða
  • 5:17 - 5:22
    gamaldags. Og það sem það þróaðist í var í raun miklu mikilvægara, það var aðferð til að
  • 5:22 - 5:27
    tengja fólk. Það snýst ekki bara um að sjá
    myndir af vinum og fjölskyldu, heldur
  • 5:27 - 5:32
    að geta uppgötvað hluti sem eru að gerast út um allan heim. Hvort sem það eru óeirðir erlendir,
  • 5:32 - 5:38
    samfélagshreyfing, þú getur innbyrt þessar upplýsingar á sjónrænan hátt.
  • 5:38 - 5:41
    Og það gerði okkur kleift að vaxa mjög hratt og verða alþjóðlegur vettvangur.
  • 5:43 - 5:49
    Lærðu meira á studio.code.org.
Title:
Kevin Systrom hjá Instagram útskýrir díla og hvernig litasíur virka
Description:

Hlustaðu á meðstofnanda Instagram útskýra hvernig myndefni er táknað með tvíundum og hvernig myndasíur virka. Þetta myndband er hluti af röð myndbandsfyrirlestra Code.org fyrir framhaldsskólanámskeiðið Undirstöðuatriði tölvunarfræði (Computer Science Principles). Nánari upplýsingar um innihald námskeiðsins eru á http://code.org/educate/csp. Önnur kennslumyndbönd frá Code.org má finna á http://code.org/educate/videos.

more » « less
Video Language:
English
Duration:
05:50

Icelandic subtitles

Revisions