Return to Video

Hvers vegna við þurfum að enda Fíkniefnastríðið

  • 0:01 - 0:05
    Hvað hefur Fíkniefnastríðið gert heiminum?
  • 0:05 - 0:07
    Lítið á morðin og upplausnina í Mexíkó,
  • 0:07 - 0:11
    Mið-Ameríku og mörgum öðrum heimshlutum,
  • 0:11 - 0:13
    svarti markaðurinn á heimsmælikvarða
  • 0:13 - 0:15
    metinn á 300 milljarða
    bandaríkjadala árlega,
  • 0:15 - 0:19
    fangelsi í Bandaríkjunum yfirfull
    sem og annars staðar,
  • 0:19 - 0:21
    lögregla og her dregin í óvinnandi stríð
  • 0:21 - 0:25
    sem brýtur gegn grunnmannréttindum
    og almennir borgarar
  • 0:25 - 0:28
    bara vona að þeir lendi ekki á milli,
  • 0:28 - 0:30
    á meðan notar fleira fólk
  • 0:30 - 0:32
    meiri fíkniefni en nokkur tímann áður.
  • 0:32 - 0:35
    Þetta er saga lands míns með áfengisbannið
  • 0:35 - 0:38
    og Al Capone, fimmtíuföld.
  • 0:38 - 0:41
    Þess vegna særir það mig sérstaklega
  • 0:41 - 0:44
    sem Bandaríkjamann,
    að við höfum verið drifkrafturinn
  • 0:44 - 0:47
    bak við hið alþjóðlega fíkniefnastríð.
  • 0:47 - 0:49
    Spyrjið hvers vegna svo
    mörg lönd glæpavæða
  • 0:49 - 0:50
    fíkniefni sem þau hafa ekki heyrt um,
  • 0:50 - 0:53
    hvers vegna sáttmálar Sameinuðu-
    þjóðanna um fíkniefni
  • 0:53 - 0:56
    leggja áherslu á glæpavæðingu
    fremur en heilsu,
  • 0:56 - 0:58
    jafnvel hvers vegna fjárveitingar
  • 0:58 - 1:00
    ætlaðar baráttu gegn misnotkun fíkniefna
  • 1:00 - 1:02
    renni ekki til hjálparstofnana
    heldur refsistofnana,
  • 1:02 - 1:06
    og þið finnið gamla góða B.N.A.
  • 1:06 - 1:08
    Hvers vegna gerðum við þetta?
  • 1:08 - 1:11
    Sumir, sérstaklega íbúar Rómönsku-Ameríku,
  • 1:11 - 1:13
    telja þetta ekki snúast um fíkniefni.
  • 1:13 - 1:15
    Að þetta sé bragð til að greiða fyrir
  • 1:15 - 1:18
    framgangi pólitískra áhrifa Bandaríkjanna.
  • 1:18 - 1:22
    Það er þó í grunninn rangt.
  • 1:22 - 1:24
    Við viljum ekki að
    glæpamenn og skæruliðar,
  • 1:24 - 1:27
    fjármagnaðir með
    ólöglegum fíkniefnapeningum,
  • 1:27 - 1:30
    ógni eða taki yfir aðrar þjóðir.
  • 1:30 - 1:34
    Nei, raunin er að Bandaríkin eru óð
  • 1:34 - 1:36
    þegar kemur að fíkniefnum.
  • 1:36 - 1:38
    Ég meina, það vorum
    við sem héldum
  • 1:38 - 1:40
    að við gætum bannað áfengi.
  • 1:40 - 1:42
    Hugsið um alþjóðlega
    fíkniefnastríðið okkar,
  • 1:43 - 1:45
    ekki sem skynsamlega stefnu,
  • 1:45 - 1:48
    heldur sem alþjóðlega vörpun
  • 1:48 - 1:51
    innlendrar geðveilu.
  • 1:51 - 1:54
    (Lófatak)
  • 1:54 - 1:56
    En hér eru góðu fréttirnar.
  • 1:56 - 1:59
    Nú leiða Rússar Fíkniefnastríðið,
    ekki við.
  • 1:59 - 2:00
    Flestir stjórnmálamenn í mínu landi
  • 2:00 - 2:02
    vilja nú hætta við Fíkniefnastríðið,
  • 2:02 - 2:05
    fækka fólki í fangelsi, ekki fjölga
  • 2:05 - 2:07
    og ég get stoltur sagt sem Bandaríkjamaður
  • 2:07 - 2:09
    að við stöndum nú fremst í heiminum
  • 2:09 - 2:11
    í endurmótun reglna um marijúana.
  • 2:11 - 2:13
    Það er nú löglegt í
    læknisfræðilegum
  • 2:13 - 2:15
    tilgangi í nærri helmingi okkar 50 ríkja.
  • 2:15 - 2:17
    Milljónir manna geta
    keypt maríjúanað sitt,
  • 2:17 - 2:20
    lyfin sín, hjá sölustöðum
    með leyfi frá ríkinu,
  • 2:20 - 2:23
    og yfir helmingur samlanda
    minna telja tíma til kominn
  • 2:23 - 2:26
    að lögleiða og leggja skatta á maríjúana
  • 2:26 - 2:27
    svipað og áfengi.
  • 2:27 - 2:29
    Það er það sem Colorado og
    Washington gera,
  • 2:29 - 2:34
    og Úrúgvæ, og önnur
    lönd eru líkleg til að fylgja eftir.
  • 2:34 - 2:36
    Þetta er það sem ég geri;
  • 2:36 - 2:40
    vinn að því að enda fíkniefnastríðið.
  • 2:40 - 2:43
    Ég held það hafi byrjað í æsku minni
  • 2:43 - 2:45
    í nokkuð trúaðri fjölskyldu
    með siðferðiskennd,
  • 2:45 - 2:47
    elsti sonur rabbína,
  • 2:47 - 2:49
    fór í háskóla þar sem ég
  • 2:49 - 2:53
    reykti maríjúana
  • 2:53 - 2:55
    og líkaði það.
    (Hlátur)
  • 2:55 - 2:57
    Mér líkaði drykkja líka,
    en það var augljóst
  • 2:57 - 3:00
    að áfengi var hættulegra af þessu tvennu
  • 3:00 - 3:02
    en við vinirnir gátum verið handteknir
  • 3:02 - 3:03
    fyrir að reykja jónu.
  • 3:03 - 3:06
    Þessi hræsni hélt áfram að
    pirra mig svo ég
  • 3:06 - 3:09
    skrifaði doktorsritgerðina mína
    um alþjóðlega fíkniefnastjórnun.
  • 3:09 - 3:11
    Ég talaði mig inn í Innanríkisráðuneytið.
  • 3:11 - 3:12
    Ég fékk öryggisheimild.
  • 3:12 - 3:16
    Ég tók viðtöl við fíkniefna-
    lögreglumenn og aðra löggæslufulltrúa
  • 3:16 - 3:18
    í Evrópu og N- og S Ameríku
  • 3:18 - 3:19
    og ég spurði þá:
  • 3:19 - 3:21
    „Hvað telur þú vera svarið?“
  • 3:21 - 3:24
    Í Rómönsku-Ameríku sögðu þeir við mig:
  • 3:24 - 3:27
    „Þú getur ekki stoppað framleiðsluna.
  • 3:27 - 3:29
    Svarið liggur í Bandaríkjunum,
  • 3:29 - 3:30
    í því að draga úr eftirspurninni.“
  • 3:30 - 3:33
    Svo ég fer heim og tala við fólkið
  • 3:33 - 3:35
    sem sér um fíkniefnavarnir þar,
    og það segir:
  • 3:35 - 3:39
    „Þú veist, Ethan, að þú getur
    ekki hindrað eftirspurnina.
  • 3:39 - 3:42
    Lausnin er hinu megin.
    Þú verður að hindra framleiðsluna.“
  • 3:42 - 3:44
    Svo ég fer og tala við tollverðina
  • 3:44 - 3:47
    sem reyna að stoppa
    fíkniefnin á landamærunum,
  • 3:47 - 3:50
    og þeir segja: „Þú stoppar þau ekki hérna.
  • 3:50 - 3:52
    Lausnin er þarna,
  • 3:52 - 3:55
    í því að draga úr
    framleiðslu og eftirspurn.“
  • 3:55 - 3:56
    Og þá áttaði ég mig á því:
  • 3:56 - 3:59
    Allir sem taka þátt í þessu
  • 3:59 - 4:01
    telja svarið liggja á því svæði
  • 4:01 - 4:04
    sem þeir þekkja hvað verst.
  • 4:04 - 4:07
    Það var þá sem ég byrjaði
    að lesa allt sem ég gat
  • 4:07 - 4:10
    um geðvirk lyf:
    söguna, vísindin,
  • 4:10 - 4:12
    stjórnmálin, allt um þau,
  • 4:12 - 4:14
    og því meira sem maður les,
  • 4:14 - 4:16
    því betur sér maður hvernig úthugsuð,
  • 4:16 - 4:20
    upplýst, gáfuleg leið leiddi hingað,
  • 4:20 - 4:22
    en stjórnmálin og lögin í mínu landi
  • 4:22 - 4:24
    leiddu okkur hingað.
  • 4:24 - 4:28
    Og þessi mismunur blasti
    við mér sem ótrúlegt
  • 4:28 - 4:32
    vitsmunalegt og siðferðislegt púsluspil.
  • 4:34 - 4:36
    Það hefur að líkindum aldrei verið til
  • 4:36 - 4:39
    fíkniefnalaust samfélag.
  • 4:39 - 4:41
    Nánast hvert einasta samfélag
  • 4:41 - 4:43
    hefur innbyrt geðvirk efni
  • 4:43 - 4:47
    til að takast á við sársauka,
    auka orku, blanda geði,
  • 4:47 - 4:49
    jafnvel ná sambandi við Guð.
  • 4:49 - 4:52
    Löngun okkar til að
    breyta hugarástandi okkar
  • 4:52 - 4:54
    kann að vera jafn djúpstæð og löngun okkar
  • 4:54 - 4:58
    í mat, félagsskap og kynlíf.
  • 4:58 - 5:00
    Svo okkar raunverulega áskorun
  • 5:00 - 5:03
    er að læra hvernig megi
    lifa með fíkniefnum
  • 5:03 - 5:06
    svo þau valdi sem minnstum skaða
  • 5:06 - 5:10
    og í nokkrum tilfellum
    sem mestum ávinningi.
  • 5:10 - 5:12
    Ég skal segja ykkur frá öðru sem ég lærði,
  • 5:12 - 5:15
    að ástæðan fyrir að sum lyf
    eru lögleg en önnur ekki
  • 5:15 - 5:18
    hef lítið sem ekkert að gera
    með vísindi eða heilsu
  • 5:18 - 5:20
    eða áhættu af notkun þeirra,
  • 5:20 - 5:22
    en mikið að gera með hverjir nota
  • 5:22 - 5:25
    og hverjir eru taldir nota tiltekin lyf.
  • 5:25 - 5:27
    Seint á 19. öld,
  • 5:27 - 5:31
    þegar flest þeirra lyfja sem
    nú eru ólögleg voru lögleg,
  • 5:31 - 5:33
    voru megin neytendur
    ópíumefna í mínu landi
  • 5:33 - 5:37
    og öðrum löndum, miðaldra hvítar konur,
  • 5:37 - 5:40
    sem notuðu þau til að
    lina þjáningar og verki
  • 5:40 - 5:42
    þegar fá önnur verkjalyf voru í boði.
  • 5:42 - 5:44
    Engum datt í hug að glæpavæða þau þá
  • 5:44 - 5:47
    þar sem enginn vildi
    setja ömmu í fangelsi.
  • 5:47 - 5:50
    En þegar hundruðir þúsunda Kínverja
  • 5:50 - 5:52
    byrjuðu að flytja til landsins
  • 5:52 - 5:54
    og vinna hörðum höndum
    við járnbrautir og í námum
  • 5:54 - 5:56
    og síðan slaka á um kvöldin
  • 5:56 - 5:58
    líkt og þeir höfðu gert í gamla landinu
  • 5:58 - 6:00
    með nokkrum teygum af ópíum pípunni,
  • 6:00 - 6:02
    þá sástu fyrstu lögin
    sem bönnuðu fíkniefni
  • 6:02 - 6:04
    í Kaliforníu og Nevada,
  • 6:04 - 6:07
    drifin áfram af kynþáttafordóma-
    blöndnum ótta um að Kínverjar
  • 6:07 - 6:08
    breyttu hvítum konum
  • 6:08 - 6:11
    í ópíum-háða kynlífsþræla.
  • 6:11 - 6:14
    Fyrstu lögin sem bönnuðu
    kókaín má einnig rekja til
  • 6:14 - 6:18
    kynþáttafordómablandins ótta við svarta
    menn að sniffa þetta hvíta duft
  • 6:18 - 6:20
    og gleyma sínum rétta stað
  • 6:20 - 6:22
    í samfélagi suðurríkjanna.
  • 6:22 - 6:24
    Og fyrstu lögin til að banna maríjúana,
  • 6:24 - 6:26
    voru vegna ótta við
    Mexíkóska innflytjendur
  • 6:26 - 6:30
    í vestur- og suðvesturríkjunum.
  • 6:30 - 6:32
    Og það sem var raunin í mínu landi
  • 6:32 - 6:35
    er einnig raunin í mörgum öðrum,
  • 6:35 - 6:37
    bæði varðandi rætur lagasetningarinnar
  • 6:37 - 6:41
    og framkvæmd.
  • 6:41 - 6:42
    Segjum sem svo,
  • 6:42 - 6:45
    og ég ýki bara örlítið:
  • 6:45 - 6:48
    Ef aðalneytendur kókaíns
  • 6:48 - 6:50
    væru vel stæðir eldri hvítir menn
  • 6:50 - 6:53
    og aðalneytendur Viagra
  • 6:53 - 6:55
    væru ungir svartir menn,
  • 6:55 - 6:58
    væri reykjanlegt kókaín auðveldlega
    aðgengilegt með lyfseðli frá lækni
  • 6:58 - 7:01
    en sala á Viagra myndi kosta þig
    fimm til tíu ár í fangelsi.
  • 7:01 - 7:05
    (Lófatak)
  • 7:05 - 7:09
    Ég var áður prófessor sem kenndi þetta.
  • 7:09 - 7:12
    Nú er ég aðgerðarsinni,
    mannréttindaaðgerðarsinni,
  • 7:12 - 7:15
    og það sem drífur mig áfram er skömmin
  • 7:15 - 7:18
    yfir að tilheyra þessari
    annars stórkostlegu þjóð
  • 7:18 - 7:20
    sem telur innan við
    fimm prósent íbúa heimsins
  • 7:20 - 7:24
    en nærri fjórðung fanga heimsins.
  • 7:24 - 7:26
    Það er fólkið sem ég hitti
    sem hefur misst einhvern
  • 7:26 - 7:29
    sem það elskar vegna
    fíkniefnatengds ofbeldis eða í fangelsi
  • 7:29 - 7:30
    eða ofskammt eða alnæmi
  • 7:30 - 7:33
    vegna þess að fíkniefnastefna
    okkar leggur áherslu
  • 7:33 - 7:34
    á glæpavæðingu
    fremur en heilsu.
  • 7:34 - 7:37
    Það er gott fólk sem
    hefur misst störf sín,
  • 7:37 - 7:41
    heimili sín, frelsi sitt, jafnvel börn sín
  • 7:41 - 7:45
    til ríkisins, ekki vegna þess
    að það skaði einhvern
  • 7:45 - 7:48
    heldur vegna þess að þau
    völdu að nota ákveðið lyf
  • 7:48 - 7:51
    frekar en annað.
  • 7:51 - 7:55
    Svo, er lögleiðing svarið?
  • 7:55 - 7:57
    Um það er ég óviss.
  • 7:57 - 8:00
    Þrjá daga í viku tel ég svo vera,
    þrjá daga í viku tel ég svo ekki vera,
  • 8:00 - 8:03
    á sunnudögum efast ég.
  • 8:03 - 8:05
    En þar sem í dag er þriðjudagur,
  • 8:05 - 8:10
    leyfi ég mér að segja að
    það að lögleiða og skattleggja
  • 8:10 - 8:12
    flest þeirra lyfja sem nú eru ólögleg
  • 8:12 - 8:15
    myndi stórminnka glæpina, ofbeldið
  • 8:15 - 8:16
    spillinguna og svörtu markaðina,
  • 8:16 - 8:19
    og vandamálin sem fylgja
    menguðum og eftirlitslausum lyfjum,
  • 8:19 - 8:21
    og auka öryggi almennings,
  • 8:21 - 8:24
    og gera mögulega betri nýtingu
  • 8:24 - 8:26
    á skattfé almennings.
  • 8:26 - 8:30
    Ég meina, markaðirnir
    með maríjúana, kókaín,
  • 8:30 - 8:32
    heróín og metamfetamín
  • 8:32 - 8:34
    eru alþjóðlegir vörumarkaðir
  • 8:34 - 8:37
    líkt og alþjóðlegir markaðir
    með áfengi, tóbak,
  • 8:37 - 8:40
    kaffi, sykur og svo margt fleira.
  • 8:40 - 8:43
    Þar sem er eftirspurn
  • 8:43 - 8:45
    mun verða framboð.
  • 8:45 - 8:47
    Sláið út einn framleiðanda og annar
  • 8:47 - 8:49
    mun óhjákvæmilega koma fram.
  • 8:49 - 8:51
    Fólk lítur gjarnan á bann
  • 8:51 - 8:54
    sem hina endanlegu reglusetningu
  • 8:54 - 8:58
    þegar það í raun stendur
    fyrir endalok reglusetningar
  • 8:58 - 9:02
    og glæpamenn taka við.
  • 9:02 - 9:04
    Þess vegna er það að
    nota refsilöggjöf og lögreglu
  • 9:04 - 9:07
    til að reyna stjórna
  • 9:07 - 9:10
    síbreytilegum alþjóðlegum vörumarkaði
  • 9:10 - 9:13
    uppskrift að stórslysi.
  • 9:13 - 9:16
    Það sem við raunverulega þurfum að gera
  • 9:16 - 9:18
    er að draga fíkniefnamarkaði undirheima
  • 9:18 - 9:21
    upp á yfirborðið
  • 9:21 - 9:25
    og setja þeim eins
    skynsamlegar reglur og við getum
  • 9:25 - 9:28
    til að lágmarka bæði skaða af fíkniefnunum
  • 9:28 - 9:31
    og þann skaða sem fylgir bannstefnu.
  • 9:31 - 9:35
    Þegar kemur að maríjúana
    þýðir þetta augljóslega
  • 9:35 - 9:37
    löggjöf og skattlagning líkt og á áfengi.
  • 9:37 - 9:41
    Ávinningurinn af því er gífurlegur
    og áhættan smávægileg.
  • 9:41 - 9:43
    Munu fleiri nota maríjúana?
  • 9:43 - 9:47
    Mögulega, en það verða ekki ungmenni,
  • 9:47 - 9:49
    því það verður ekki lögleitt fyrir þau,
  • 9:49 - 9:51
    og hreint út sagt hafa þau nú þegar
  • 9:51 - 9:53
    bestan aðgang að maríjúana.
  • 9:53 - 9:55
    Ég held það muni verða eldra fólk.
  • 9:55 - 9:58
    Fólk á fimmtugs-, sjötugs- og
  • 9:58 - 10:01
    níræðisaldri sem kemst að því
    að það vill frekar smá maríjúana
  • 10:01 - 10:04
    en drykk á kvöldin eða svefntöflu
  • 10:04 - 10:08
    eða að það hjálpi því
    með liðagigtina eða sykursýkina
  • 10:08 - 10:13
    eða kryddi jafnvel upp langlíft
    hjónaband. (Hlátur)
  • 10:13 - 10:16
    Það gæti því á heildina litið
    bætt heilsu almennings.
  • 10:16 - 10:19
    Hvað varðar önnur fíkniefni,
  • 10:19 - 10:21
    lítið til Portúgal,
    þar sem enginn fer í fangelsi
  • 10:21 - 10:23
    fyrir vörslu fíkniefna,
  • 10:23 - 10:25
    og stjórnvöld hafa raunverulega ákveðið
  • 10:25 - 10:27
    að líta á fíkn sem heilsuvandamál.
  • 10:27 - 10:29
    Lítið til Sviss, Þýskalands, Hollands,
  • 10:29 - 10:31
    Danmerkur, Englands,
    þar sem fólk sem hefur
  • 10:31 - 10:33
    verið háð heróíni í mörg ár
  • 10:33 - 10:35
    og marg oft reynt að
    hætta en ekki tekist það
  • 10:35 - 10:38
    geta fengið heróín og aðstoð
  • 10:38 - 10:41
    á heilsugæslustöðvum
    og áhrifin eru augljós:
  • 10:41 - 10:44
    Misnotkun ólöglegra lyfja, sjúkdómum,
  • 10:44 - 10:48
    ofskömmtum, glæpum og handtökum fækkar,
  • 10:48 - 10:51
    heilsa og vellíðan aukast,
  • 10:51 - 10:52
    skattborgarar græða,
  • 10:52 - 10:56
    og margir neytendur jafnvel
    venjast af fíkniefnunum.
  • 10:56 - 10:59
    Lítið til Nýja-Sjálands
    sem lögfesti nýlega
  • 10:59 - 11:02
    heimild til sölu á
    ákveðnum upplyftingarlyfjum,
  • 11:02 - 11:05
    að því gefnu að öryggi þeirra
    væri staðfest.
  • 11:05 - 11:08
    Lítið hingað til Brasilíu
    og nokkurra annarra landa
  • 11:08 - 11:11
    þar sem merkilegt geðvirkt efni,
  • 11:11 - 11:14
    ayahuasca, getur verið
    keypt og notað löglega
  • 11:14 - 11:17
    svo lengi sem það er vegna trúarathafna.
  • 11:17 - 11:19
    Lítið til Bólivíu og Perú,
  • 11:19 - 11:22
    þar sem margskonar
    vörur gerðar úr kóka-laufi,
  • 11:22 - 11:24
    upprunaefnis kókaíns,
  • 11:24 - 11:25
    eru seld löglega til almennings
  • 11:25 - 11:28
    án sjáanlegs skaða á heilsu almennings.
  • 11:28 - 11:32
    Ég meina, ekki gleyma að
    Coca-Cola innihélt kókaín fram til 1900,
  • 11:32 - 11:35
    og að við best vitum var
    ekki meira ávanabindandi
  • 11:35 - 11:38
    en Coca-Cola í dag.
  • 11:38 - 11:42
    Hugsið hins vegar um sígarettur:
  • 11:42 - 11:47
    Ekkert getur krækt í þig og
    drepið þig jafn auðveldlega og sígarettur.
  • 11:47 - 11:49
    Þegar rannsakendur spyrja heróínfíkla
  • 11:49 - 11:53
    hvaða fíkniefni erfiðast er að
    venja sig af, segja flestir sígarettur.
  • 11:53 - 11:55
    Þrátt fyrir það hefur í
    mínu landi, sem og öðrum,
  • 11:55 - 11:58
    helmingur þeirra sem
    ánetjast hefur sígarettum,
  • 11:58 - 12:00
    hætt að reykja
  • 12:00 - 12:03
    án þess að vera handteknir
    eða settir í fangelsi
  • 12:03 - 12:05
    eða sendir í „meðferð“
  • 12:05 - 12:07
    af saksóknara eða dómara.
  • 12:07 - 12:10
    Það sem dugði voru skattahækkanir,
  • 12:10 - 12:13
    tíma- og staðsetningartakmarkanir
    á sölu og notkun
  • 12:13 - 12:17
    og áhrifaríkar herferðir gegn reykingum.
  • 12:17 - 12:20
    Gætum við dregið enn meira úr reykingum
  • 12:20 - 12:24
    með því að banna þær?
  • 12:24 - 12:25
    Líklega.
  • 12:25 - 12:28
    En ímyndið ykkur
    fíkniefnastríðs-martröðina
  • 12:28 - 12:31
    sem myndi fylgja.
  • 12:31 - 12:34
    Svo áskoranir dagsins í dag
  • 12:34 - 12:36
    eru tvær.
  • 12:36 - 12:39
    Fyrri er áskorunin er
    vandamál við reglubreytingar,
  • 12:39 - 12:42
    að hanna og koma í
    framkvæmd öðrum valkostum
  • 12:42 - 12:45
    en árangurslausri bannstefnu
  • 12:45 - 12:48
    ásamt því að bæta regluverk í kringum
  • 12:48 - 12:52
    og lifa með þeim lyfjum sem nú eru lögleg.
  • 12:52 - 12:55
    En seinni áskorunin er erfiðari,
  • 12:55 - 12:59
    því hún snýst um okkur.
  • 12:59 - 13:02
    Hindranir í vegi endurmótunar
  • 13:02 - 13:04
    eru ekki bara á vegum fangelsisiðnaðarins
  • 13:04 - 13:07
    eða annarra hagsmunaaðila sem vilja halda
  • 13:07 - 13:08
    hlutunum í núverandi mynd,
  • 13:08 - 13:12
    heldur innra með okkur öllum.
  • 13:12 - 13:16
    Það er ótti okkar og skortur á þekkingu
  • 13:16 - 13:23
    og ímyndunarafli sem stendur í
    vegi raunverulegrar endurmótunar.
  • 13:23 - 13:27
    Og í grunninn held ég að
    þetta snúist um krakkana,
  • 13:27 - 13:31
    og þrá allra foreldra
    til að vernda börn sín,
  • 13:31 - 13:34
    og óttann um að einhvern vegin
    muni fíkniefni ná til þeirra,
  • 13:34 - 13:36
    og setji börnin okkar í hættu.
  • 13:36 - 13:38
    Í rauninni virðist stundum sem
  • 13:38 - 13:40
    að Fíkniefnastríðið sé réttlætt
  • 13:40 - 13:44
    sem ein stór barnaverndarlöggjöf,
  • 13:44 - 13:48
    sem hvaða unga manneskja sem er,
    getur sagt ykkur að það er ekki.
  • 13:48 - 13:52
    Svo það sem ég segi við unglinga er:
  • 13:52 - 13:56
    Í fyrsta lagi, ekki nota fíkniefni.
  • 13:56 - 13:59
    Í öðru lagi, ekki nota fíkniefni.
  • 13:59 - 14:03
    Í þriðja lagi, ef þú notar fíkniefni,
  • 14:03 - 14:05
    þá eru nokkrir hlutir
    sem ég vil að þú vitir af,
  • 14:05 - 14:09
    því að markmið mitt sem foreldri þitt er,
  • 14:09 - 14:12
    að þú komir heill heim í lok kvölds,
  • 14:12 - 14:16
    að þú fáir að fullorðnast
    og lifa heilbrigðu lífi.
  • 14:16 - 14:22
    Það er mín speki við kennslu um
    fíkniefni: Öryggið á oddinn.
  • 14:22 - 14:25
    Svo ég hef helgað líf mitt því
  • 14:25 - 14:28
    að byggja stofnun og hreyfingu fólks
  • 14:28 - 14:31
    sem trúir því að við
    þurfum að snúa baki við
  • 14:31 - 14:33
    misheppnaðri bannstefnu fortíðarinnar
  • 14:33 - 14:35
    og taka opnum örmum
    lyfjalöggjöf byggðri á vísindum,
  • 14:35 - 14:38
    samúð, heilsu og mannréttindum,
  • 14:38 - 14:41
    þar sem fólk með
    mismunandi stjórnmálaskoðanir
  • 14:41 - 14:43
    og mismunandi bakgrunn,
  • 14:43 - 14:45
    þar sem fólk sem elskar fíkniefni,
  • 14:45 - 14:46
    fólk sem hatar fíkniefni,
  • 14:46 - 14:48
    og fólki sem er alveg sama um fíkniefni,
  • 14:48 - 14:52
    en öll teljum við að Fíkniefnastríðið,
  • 14:52 - 14:56
    þetta afturhaldssama, hjartalausa
    og hörmulega Fíkniefnastríð,
  • 14:56 - 14:59
    þurfi að binda endi á.
  • 14:59 - 15:01
    Þakka ykkur fyrir.
  • 15:01 - 15:06
    (Lófatak)
  • 15:15 - 15:18
    Þakka ykkur, þakka ykkur.
  • 15:18 - 15:20
    Chris Anderson: Ethan,
  • 15:20 - 15:23
    til hamingju - þó nokkuð góð viðbrögð.
  • 15:23 - 15:26
    Þetta var áhrifamikill fyrirlestur.
  • 15:26 - 15:29
    Ekki alveg allir sem stóðu
    upp til að klappa samt,
  • 15:29 - 15:31
    og ég giska á að nokkrir hér,
  • 15:31 - 15:33
    og mögulega nokkrir
    sem fylgjast með á netinu,
  • 15:33 - 15:37
    þekki ungling eða vin,
  • 15:37 - 15:40
    eða einhvern sem veiktist,
  • 15:40 - 15:42
    eða jafnvel dó af völdum ofskammts.
  • 15:42 - 15:45
    Það fólk hefur líklega
    nálgast þig áður.
  • 15:45 - 15:47
    Hvað segirðu við það?
  • 15:47 - 15:49
    Ethan: Chris, það
    merkilegasta sem hefur
  • 15:49 - 15:51
    gerst nýlega er að ég hef
    hitt fleiri og fleiri
  • 15:51 - 15:54
    sem hafa misst systkini eða barn
  • 15:54 - 15:55
    vegna ofskammts,
  • 15:55 - 15:57
    og fyrir 10 árum, vildu þau bara smala
  • 15:57 - 15:59
    saman öllum fíkniefnasölunum
    og skjóta þá
  • 15:59 - 16:00
    til að leysa vandamálið.
  • 16:00 - 16:02
    Það sem þau hafa komist að
  • 16:02 - 16:05
    er að Fíkniefnastríðið verndaði
    börnin þeirra alls ekki.
  • 16:05 - 16:06
    Ef eitthvað jók það líkurnar á
  • 16:06 - 16:08
    að börnin þeirra lentu í hættu.
  • 16:08 - 16:10
    Svo nú eru þau að verða hluti af
  • 16:10 - 16:12
    hreyfingunni til endurmótunar
    lyfjalöggjafar.
  • 16:12 - 16:13
    Það er annað fólk sem á börn,
  • 16:13 - 16:17
    annað barnið er háð áfengi
    en hitt kókaíni eða heróíni,
  • 16:17 - 16:18
    og það veltir fyrir sér:
  • 16:18 - 16:21
    Af hverju fær annað barnið að
    taka eitt skref í einu
  • 16:21 - 16:22
    í átt til betrunar
  • 16:22 - 16:24
    en hitt þarf sífellt
    að takast á við fangelsi
  • 16:24 - 16:25
    lögreglu og glæpamenn?
  • 16:25 - 16:27
    Svo allir eru að átta sig á,
  • 16:27 - 16:29
    að Fíkniefnastríðið
    verndar ekki nokkurn mann.
  • 16:29 - 16:32
    CA: Sérstaklega í B.N.A.
    mjakast ekkert áfram
  • 16:32 - 16:33
    í flestum pólitískum málum.
  • 16:33 - 16:35
    Eru raunverulegar líkur á nokkurri
  • 16:35 - 16:38
    framför á þessu sviði á næstu fimm árum?
  • 16:38 - 16:40
    Mér finnst það mjög merkilegt.
    Ég fæ símtöl
  • 16:40 - 16:42
    frá blaðamönnum sem segja við mig:
  • 16:42 - 16:44
    „Ethan, svo virðist sem þau einu tvö mál
  • 16:44 - 16:47
    sem miðar eitthvað áfram
    í bandarískum stjórnmálum,
  • 16:47 - 16:49
    séu maríjúana lagabreytingar
    og hjónabönd samkynhneigðra.
  • 16:49 - 16:51
    Hvað ertu að gera rétt?“
  • 16:51 - 16:53
    Svo sjáum við samvinnu beggja flokka,
  • 16:53 - 16:56
    repúblikanar í þinginu
  • 16:56 - 16:59
    og á löggjafarþingum ríkja
    að hleypa í gegn frumvörpum
  • 16:59 - 17:01
    með stuðningi meirihluta demókrata,
  • 17:01 - 17:03
    svo við höfum farið frá því að
    vera einskonar utangarðsmál,
  • 17:03 - 17:05
    óttalegasta málefni
    bandarískra stjórnmála,
  • 17:05 - 17:07
    yfir í að vera eitt það farsælasta.
  • 17:07 - 17:10
    Ethan, þakka þér kærlega fyrir mæta á
    TEDGlobal.
  • 17:10 - 17:13
    Þakka þér kærlega Chris.
    Þakka þér. (Lófatak)
Title:
Hvers vegna við þurfum að enda Fíkniefnastríðið
Speaker:
Ethan Nadelmann
Description:

Er Fíkniefnastríðið að valda meiri skaða en það gerir gagn? Í djörfum fyrirlestri ber Ethan Nadelmann fram þá bón að við bindum enda á þá „afturhaldssömu, hjartalausu og hörmulegu“ stefnu að traðka niður viðskipti með fíkniefni. Hann veitir tvær stórar ástæður fyrir því að við ættum að einbeitum okkur frekar að skynsamlegu regluverki.

more » « less
Video Language:
English
Team:
closed TED
Project:
TEDTalks
Duration:
17:26
Dimitra Papageorgiou approved Icelandic subtitles for Why we need to end the War on Drugs
Eyrun Sigrunardottir accepted Icelandic subtitles for Why we need to end the War on Drugs
Eyrun Sigrunardottir edited Icelandic subtitles for Why we need to end the War on Drugs
Amaranta Heredia Jaén edited Icelandic subtitles for Why we need to end the War on Drugs
Amaranta Heredia Jaén edited Icelandic subtitles for Why we need to end the War on Drugs
Amaranta Heredia Jaén approved Icelandic subtitles for Why we need to end the War on Drugs
Amaranta Heredia Jaén rejected Icelandic subtitles for Why we need to end the War on Drugs
Ragnar Thor edited Icelandic subtitles for Why we need to end the War on Drugs
Show all

Icelandic subtitles

Revisions