Return to Video

Alþingiskosningar 2021: Kynning á framboði PÍRATAR

  • 0:00 - 0:03
    Ég trúi á lýðræði og gagnsæi þegar
    kemur að vinnubrögðum
  • 0:03 - 0:10
    Ég held að þetta sé eini flokkurinn sem
    myndi ekki nota mig sem eitthvað „token“
  • 0:10 - 0:13
    Þegar kæmi að kosningum og baráttumálum.
  • 0:13 - 0:16
    Ég fæ bara að vera eins og ég er og
    þeim er eiginlega alveg sama
  • 0:16 - 0:20
    Fyrir mér er pólítík hagsmunabarátta,
    fyrir mér snýst pólitík um málefnin
  • 0:21 - 0:25
    Ég get tekið einhverja heimskulega ákvörðun
    og það þýðir ekki að rétturinn til að taka
  • 0:26 - 0:29
    ákvarðanir sé bara tekinn af mér af
    því að ég tók einhverja eina eða tvær
  • 0:29 - 0:32
    heimskulegar ákvarðanir. Grunnhugsunin
    á bakvið það að við séum frjálsir einstaklingar
  • 0:32 - 0:35
    er að við höfum ákveðin réttindi sem má
    ekki taka af okkur
  • 0:35 - 0:39
    En það á ekki við um fólk sem er
    með geðsjúkdóma
  • 0:39 - 0:42
    Þau geta bara lent í því að öll réttindi
    séu bara tekin af þeim
  • 0:42 - 0:45
    Og einhver annar fái rétt til þess
    að ákveða fyrir þig
  • 0:45 - 0:49
    Við megum ekki frelsissvipta fólk af því
    að það er með geðsjúkdóm
  • 0:49 - 0:53
    En það er bara í lögunum okkar að
    við megum það bara víst
  • 0:53 - 0:59
    Mér finnst við vera allt of hrædd við þetta
    í samfélaginu að fara í einhverjar breytingar
  • 0:59 - 1:04
    Það er oft þannig að þegar við tökum upp
    einhverja stefnu að þá höldum við í hana
  • 1:05 - 1:08
    Og neitum að breyta, þótt að það
    sé augljóst að hún er ekki að virka
  • 1:08 - 1:09
    Út af einhverri hræðslu við breytingar
  • 1:10 - 1:12
    Á næstsíðasta þingi þessa
    kjörtímabils
  • 1:12 - 1:17
    Þá var lögð upp sú taktík í
    stjórnarandstöðunni sem að Píratar
  • 1:17 - 1:22
    tóku ekki þátt í að sjá til þess að ríkisstjórnin
    næði í gegn sem fæstum málum
  • 1:22 - 1:30
    Þau sem ákváðu að gera þetta var alveg
    sama þó þau væru að koma í veg fyrir góð mál
  • 1:30 - 1:32
    Markmiðið var að láta ríkisstjórnina líta illa út
  • 1:32 - 1:35
    Þetta er pólitík sem að Píratar taka ekki þátt í
  • 1:38 - 1:42
    Píratar vilja klára dæmið í eitt skipti
    fyrir öll á næsta kjörtímabili
  • 1:42 - 1:45
    Og innleiða nýju stjórnarskrána
  • 1:45 - 1:48
    Vegna þess að nýja stjórnarskráin er
    lykilinn að árangri
  • 1:48 - 1:50
    í baráttunni gegn spillingu
  • 1:50 - 1:54
    Hún færir þjóðinni eignarhald á
    sameiginlegum náttúruauðlindum okkar
  • 1:54 - 2:00
    Hún tryggir okkar fullnægjandi heilbrigðis-
    þjónustu, vernd gegn ofbeldi og aukin borgararéttindi
  • 2:01 - 2:04
    Við ætlum að bjóða upp aflaheimildir
    til leigu á opnum markaði
  • 2:04 - 2:08
    Og láta leigugjaldið renna að fullu
    til íslensku þjóðarinnar
  • 2:08 - 2:12
    Við ætlum að gera handfæraveiðar frjálsar
    og standa vörð um réttindi sjómanna
  • 2:12 - 2:16
    Við ætlum að auðvelda fólki af erlendum
    uppruna að fá menntun sína
  • 2:16 - 2:20
    og starfsréttindi viðurkennd hér
    á landi
  • 2:20 - 2:24
    Hættum að ræna eldra fólk um
    hábjartan dag og afnemum skerðingar
  • 2:24 - 2:28
    á lögbundnum lífeyri og hækkum hann
    í takt við annað sem gerist í samfélaginu
  • 2:28 - 2:32
    Píratar ætla strax að auka metnað Íslands
    um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda
  • 2:32 - 2:34
    Upp í 70 prósent
  • 2:34 - 2:38
    Við ætlum að búa til skattalega hvata
    fyrir atvinnulífið til að grænvæðast
  • 2:38 - 2:40
    Og styrkja græna sprota
  • 2:40 - 2:46
    Enduruppbygging hagkerfisins eftir
    heimsfaraldurinn þarf að vera jöfn, græn og gagnsæ
  • 2:46 - 2:49
    Með nýsköpun getum við aukið lífsgæði fólks
  • 2:49 - 2:52
    Til þess að rækta nýsköpunarsamfélagið
    þurfum við ekki aðeins að auðvelda fólki
  • 2:52 - 2:56
    Að stofna, skipuleggja og fjármagna
    sprotafyrirtæki heldur þurfum við að skoða
  • 2:56 - 2:58
    Nýsköpun í mun stærra samhengi
  • 2:59 - 3:01
    Ísland er hársbreidd frá því að
    verða miðstöð þekkingar
  • 3:02 - 3:03
    á sviði umhverfismála
  • 3:03 - 3:07
    Spilling kostar íslenskt samfélag
    háar fjárhæðir á hverju ári
  • 3:07 - 3:11
    Peninga sem lögum samkvæmt
    ættu að renna til samfélagsins
  • 3:11 - 3:15
    Frá stofnun flokksins hafa Píratar
    barist ötullega gegn spillingu
  • 3:15 - 3:17
    Og við ætlum að halda því áfram
  • 3:17 - 3:19
    Við þurfum auka sjálfstæði
    eftirlitsstofnanna
  • 3:19 - 3:23
    Efla vernd uppljóstrara og auka
    gagnsæi í stjórnsýslu svo fátt sé nefnt
  • 3:24 - 3:25
    En fyrst og fremst þurfum við að
    auðvitað
  • 3:25 - 3:27
    Að koma spilltum stjórnmálamönnum
    af þingi
  • 3:28 - 3:28
    Byrjum þar!
  • 3:35 - 3:39
    En síðan þætti mér líka ágætt,
    til að taka litla viðráðanlega búta
  • 3:40 - 3:43
    Þá þætti mér voða gaman ef við
    næðum að lækka kosningaaldurinn
  • 3:43 - 3:45
    Á kjörtímabilinu
Title:
Alþingiskosningar 2021: Kynning á framboði PÍRATAR
Video Language:
Icelandic
Team:
Píratar Texta Teymi
Duration:
03:58

Icelandic subtitles

Revisions