Stampy: Hvað skyldi Stacy vera að gera?
Stacy: Vó, ég held ég sé á réttum stað.
Þetta er ótrúlegt!
Mér finnst ég sé komin aftur í Minecraft!
Hæ
Hvað segirðu gott?
Halló?
Ó, þarna er laumapúki. En þú gerir
ekkert, er það nokkuð?
Katie: Stacy?
Stacy: Hæ, Katie?
Katie: Já!
Velkomin í Minecraft.
Stacy: Takk!
Katie: Komdu inn!
Stacy: Þetta er ótrúlegt.
Svo þú vinnur hér á hverjum degi
og býrð til forrit?
Katie: Já það er svolítið magnað.
Ég vinn við þróun með Minecraft
markaðsteyminu.
Stacy: Hvað kanntu mörg forritunarmál?
Katie: Á ferli mínum hef ég líklega
unnið með meira en tólf.
Stacey: Tólf?
Katie: Já.
Stacy: Heyrðu, ekki vill svo vel að þú
vitir eitthvað um þennan litla gaur
sem kallar sig "Umbann"?
Katie: Umbann gerir það sem Steve eða
Alex geta ekki, t.d. að fara yfir hraun.
Stacy: Jæja, ég vil læra að kóða, og þau
vilja læra að kóða svo hvað er eitt af
því fyrsta sem maður þarf að vita
þegar maður er að læra?
Katie: Nú, þú þarft að læra hvernig
á að nota lykkjur.
Stacy: Allt í lagi.
Katie: Lykkjur eru nokkuð sem
forritarar skrifa til að gefa tölvum
skipanir sem hægt er að keyra
aftur og aftur.
Stacy: Ég skil, og ég held að eitthvað af
því muni koma í næstu áföngum,
svo haltu áfram og prófaðu lykkjur.
Í næsta áfanga, getur þú notað lykkju
til að færa Umbann eftir slóðinni.
Dragðu "endurtaka" kubbinn út
á vinnusvæðið og settu
"færa áfram" kubbinn innan í.
Þetta segir tölvunni að gera sama
hlutinn oft í röð án þess að þurfa
að draga heila hrúgu af kubbum
inn á vinnusvæðið.
Þú velur hve oft á að endurtaka með
þvi að setja tölu í "endurtaka" kubbinn.
Þú getur líka sett snúninga og
margar skipanir í "endurtaka" kubbinn
en fyrst skaltu prófa að færa Umbann
fram um nokkur skref.
Mundu að ef þú festist í þraut getur
þú alltaf ýtt á bláa "endurstilla"
hnappinn og prófað aftur.
Ef þú ert að hugsa um að fá góða vinnu
eins og hennar Katie, þá ættirðu að
smella á "sýna kóða" hnappinn
þegar þú klárar hvern áfanga.
Það mun sýna þér JavaScript kóðann
sem fólk eins og Katie notar þegar þau
eru að forrita Minecraft.
Jæja, þakka þér kærlega!
Katie: Já gangi ykkur öllum vel!