U.þ.b. 365 milljónir manns hafa
ensku sem móðurmál
Yfir tveir milljarðar til viðbótar
læra og tala ensku
sem annað eða þriðja mál.
Ef þú talar ensku
geturðu gert þig skiljanlegan gagnvart
næstum því 2,5 milljarði manns.
Hví ættirðu þá að læra
nokkurt annað erlent tungumál?
Er það ekki bara fáránleg tímaeyðsla?
Nelson Mandela var harðlega gagnrýndur
af svörtum Suður-Afríkumönnum
fyrir að tala afríkönsku.
Hann svaraði:
"Þegar þú talar við mann
á máli sem hann skilur
talarðu við höfuð hans.
Þegar þú talar við hann á
hans eigin tungumáli
talarðu til hjarta hans."
Þannig að:
Ef þú vilt vinna einhvern á þitt band
þarftu að tala til hjarta viðkomandi.
Páfar vita þetta.
Páll páfi II. talaði um tíu mál
reiprennandi
og tylft annarra
á byrjandastigi.
Hvert sem hann fór
heilsaði hann fólkinu
með a.m.k. nokkrum setningum
á móðurmáli þess
og það var mikilvægur lykill
að vinsældum hans.
Fólk með erlendar tengdamæður
eða verðandi tengdamæður
veit þetta líka.
Menn geta talað ensku
við kærustur sínar
en þegar þeir vilja koma sér í mjúkinn
hjá mæðrum stúlknanna
eru þeir reiðubúnir
til að læra hin skrýtnustu mál,
meira að segja hollensku.
(hlátur)
Og það virkar yfirleitt.
Hvers vegna?
Nú, móðurmál okkar er
algjörlega samtvinnað
persónuleika okkar og sjálfsmynd.
Öll ævisaga okkar er rótgróin
og gegnsósa af móðurmáli okkar.
Svo margar minningar og tilfinningar
tengjast orðum, orðatiltækjum,
jafnvel málfræði sem við
ólumst upp við.
Þannig að ef þú lærir mál
annarrar manneskju,
sýnirðu einlægan áhuga
á lífi þeirra. Persónuleika þeirra.
Hvaða tengdamóðir yrði ekki upp með sér?
Þegar þú heyrir málið þitt
finnurðu fyrir tengslum.
Þegar þú ferðast
og þú hefur verið að tala erlent mál
dögum eða vikum saman
og þú stígur um borð í flugvél
þar sem áhöfnin heilsar þér
á þínu eigin máli,
þá veistu að þú ert á heimleið.
Ef móðurmál hefðu ilm,
held ég að þau myndu anga af smákökum
og huggandi kjúklingasúpu
og ilmvatni ömmu -
jafnvel örlítið af mölkúlum.
Þetta kann að vera ástæðan fyrir því
að tilbúin tungumál,
t.d. Esperanto, hafa aldrei náð þeirri
útbreiðslu sem vænta mátti.
Hversu vel sem þau voru hönnuð
og hversu einfalt eða
auðvelt er að læra þau
þá hefur ekkert land gert
gervimál að sínu opinbera máli.
Né heldur sem erlent mál sem sé
kennt skipulega
á stórum skala og á löngu tímabili,
þótt slíkt hafi verið reynt.
Einhvern veginn, þrátt fyrir erfiðleika
með náttúruleg tungumál -
svo sem pirrandi óreglugegheit,
misræmi milli stafsetningar og framburðar,
oft á tíðum fáránlega flókin málfræði -
en þrátt fyrir þetta allt,
kjósum við frekar að læra mál sem hafa
þróast með fólki á lífrænan hátt.
Tilbúin mál tala til höfuðsins.
Náttúruleg mál anga af smákökum.
Fyrir Nelson Mandela snerist það að læra
afríkönsku um að "þekkja óvin sinn".
Hann sagði: "þú þarft að kunna
mál þeirra, skilja ástríður þeirra,
vonir og ótta, ef þú vilt sigrast á þeim".
Hann gerði það. Það virkaði.
En þetta snýst ekki alltaf
allt um óvini, er það?
Þetta á við um allar tegundir
mannlegra samskipta.
Og ég vil allra síst halda því fram að
tengdamæður séu óvinir --
samkvæmt skilgreiningunni.
Fyrir um það bil sjö eða átta árum
var ég að keyra í gegnum Pólland
með fjölskyldu minni.
Og búðirnar voru að fara að loka
og við þurftum að kaupa mat.
Við sáum loks kjörbúð
hinum meginn við götuna.
Eina leiðin til að komast þangað í tæka
tíð var með því að taka u-beygju.
Þannig að ég gerði það.
Það var sennilega hættulegt.
Og örugglega ólöglegt.
Á bílastæðinu, áður en ég hafði einu sinni
náð að drepa á vélinni -
heyrði ég bank-bank.
Svo ég renndi niður rúðunni
og tvenn augu birtust.
Hver augu um sig tilheyrðu lögreglumanni.
Nú get ég ekki státað af því
að kunna pólsku reiprennandi
þegar best lætur,
en ég var fær um að halda uppi
einföldum samræðum.
En við þessar aðstæður,
með sektarkennd,
augliti til auglitis við tvo laganna
verði í einkenningsbúningum,
gufaði upp úr mér hvert skynsamlegt orð
í pólsku sem ég kunni.
Samt datt mér ekki í hug eitt augnablik
að reyna að leysa úr þessu á ensku.
Enska hefði sennilega sett mig
í betri málfræðilega aðstöðu,
en það hefði getað verið óþægilegt
fyrir lögreglumennina.
Svo að ég var ákveðin í að
halda mig við pólskuna.
En hvernig?
Litla pólskuhornið í heilanum á mér
var rétt í þessu galtómt,
fyrir utan eitt.
Það var eitt sem ég hafði
endurtekið svo oft
að ég hefði getað farið með það í svefni.
Það var barnaljóð,
um veikan frosk.
(hlátur)
Það var allt og sumt.
Ég vissi að það var
stórfurðulegt, en ég lét vaða:
(á pólsku): "Froski einum leið illa
svo hún fór til læknis
og sagðist vera lasinn.
Læknirinn setti upp gleraugun
því hann var frekar gamall."
Ég leit á lögreglumennina.
Og þeir störðu á mig.
(hlátur)
Mér finnst sem ég muni að einn
þeirra hafi klórað sér í kollinum.
Og síðan brostu þeir.
Þeir brostu.
Og það róaði mig niður,
nóg til þess að nokkur
meira viðeigandi orð
gátu oltið inn í hausinn á mér.
Ég gat stautað nokkrum
setningum, eins og:
"Þykir leitt, þurfti mat,
geri þetta aldrei aftur."
Þeir leyfðu mér að fara.
Og sem ég hljóp inn í búðina kölluðu þeir:
(pólska) “Szczęśliwej podróży!"
"Góða ferð!"
Það er ekki ætlun mín
að fá ykkur til að læra tungumál
svo að þið getið ferðast um heiminn,
brotið lög og komist upp með það.
En þetta litla atvik sýnir
hvernig nokkur orð,
hversu einföld eða kjánaleg,
bara fáein orð,
geta borist beint til hjartans
og brætt það.
Vel á minnst, þá var annar valkostur
en visa um veikan frosk.
Það var eitt sem ég kunni
alveg eins vel:
drykkjusöngur.
(hlátur)
Það hefði kannski ekki kallað fram bros
heldur heimsókn
á nærliggjandi lögreglustöð
í blóðprufu.
Þú þarft ekki að læra mörg tungumál
og þú þarft ekki að læra þau vel.
Smá kunnátta getur fleytt þér langa leið.
Tíu orð til hjartans
get haft meiri áhrif
en þúsund orð til höfuðsins.
Þú getur alltaf valið að nota
ensku og mætast á miðri leið.
En þú getur líka valið að vera
sá eða sú sem stígur yfir miðlínuna
og hittir nýjan kunningja, eða
andstæðing, hvort heldur sem er,
á hans heimavelli.
Það að tala mál annars
gerir þig ekki veikan,
heldur sannar það styrk þinn.
Það er manneskjan sem hefur hugrekkið
og leggur á sig að stíga yfir línurnar,
sem sigrar að lokum.
Ekki vera hrædd við að gera mistök.
Mistök gera þig mennskan.
og í þessu tilfelli, er smá bónus:
Ef þú gerir mistök þarna úti,
gefur þú öðrum tækifæri til
að hjálpa þér, til að koma og hitta þig
og á þennan hátt verður tengingin,
sem þú ert ný búin að hefja, sterkari.
Svo, viltu gera sjálfan þig skiljanlegan
eða viltu mynda tengsl?
Höldum öll áfram að læra og nota ensku.
Svo við getum talað við mismunandi
áheyrendur, eins og við gerum hjá TEDx.
Enska er öflugt tæki
til að deila þekkingu,
fyrir alþjóðlegar ráðstefnur
um alþjóðleg vandamál.
Umfram allt, er enskan
hraðbraut að 365 milljón hjörtum.
Fyrir 365 milljón manns,
ilmar enska tungumálið af smákökum.
En afhverju að hætta þar?
Afhverju ekki að leggja aðeins meira á sig
og læra að minnsta kosti
eitt annað framandi tungumál?
Það eru mörg mismunandi brögð
af smákökum þarna úti.
Förum og smökkum nýtt.
Takk fyrir.
(Klapp)