Stampy, Lizzy, Preston - takk fyrir að koma með mér. Það sem ég vil sýna ykkur er hérna handan við hásléttuna. Ég held ykkur muni líka það! Bíðið við - það er gat í teinunum! (óp) Er allt í lagi með ykkur? Stampy: Ah, ég sé hvað er að. Sjáið! Það var gat í teinunum. Stacy: Þú segir ekki, Stampy? Lizzy: Kannske ættum við safna blokkum til að laga það. Preston: Gerum það að keppni. Fyrstur upp vinnur. Stacy: OK, viðbúin, tilbúin, NÚ! Ég ætla bara að safna þessum harða leir. Bíðið við. Ég get ekki grafið! Preston: Sama hér. Lizzy: Ekki ég heldur. Stacy: Það er mjög skrítið. Stampy, getur þú grafið? Stampy: Ég get ekki grafið! Stacy: Ok, höldum ró okkar, Stampy: Er leikurinn bilaður? Stacy: Ef svo er, hvernig lögum við hann? Lizzy: Ég veit það ekki. Stampy: Kann einhver að skrifa Minecraft kóða? (púff) Preston: Hvað er þetta? Stampy: Ég hef aldrei séð svona áður. Lizzy: Þetta er svo krúttlegt! Stacy: Er ... er hægt að temja það? Preston: Ok, hvað er í gangi? Einhver þarf að fara aftur yfir í raunheiminn og laga þetta. Öll: Ekki þetta! Stacy: Ekki þ- (andvarp) Allt í lagi, ég skal fara. Hei! Ó, ok, hei, svo nú er ég í raunheimi. Ég ætla að reyna að finna Minecraft skrifstofurnar. En ég þarf að fá þína hjálp. Byrjaðu á æfingunni og að læra að kóða, og ég kem aftur eftir nokkra áfanga, ok? Óskið mér lukku! Ég held það sé í þessa átt. Ái! Kaktus! Það er allt í lagi með mig! Til að ljúka Klukkustund kóðunar þarft þú að skrifa kóða til að forrita Umbann. Þú vinnur með Umbanum við að fjarlægja allar hindranir á leiðinni svo þú getir tekið upp þá hluti sem þú þarft fyrir ferðalagið. Bara Umbinn getur sett og brotið blokkir, og að bara þú getur safnað þeim. Skjárinn skiptist í þrjá meginhluta. Vinstra megin er Minecraft. Í miðjunni er verkfærakassinn með skipunum sem Umbinn skilur. Og hægra megin er vinnusvæðið. Þar raðar þú saman skipunum til að smíða forritið sem stjórnar Umbanum. Umbinn getur gengið, snúið og virkjað þrýstihellur. Hann getur líka eytt blokkum og sett blokkir. Þegar hann setur blokkir eins og þessa teina, þá setur hann þær undir sig. Ef þú gleymir hvað á að gera, eru leiðbeiningar fyrir hvern áfanga efst. Ef þú vilt reyna aftur getur þú ýtt á bláa "endurstilla" hnappinn til setja forritið í upphafsstöðu. Og ef þú þarft að fjarlægja kóðakubb, dregur þú hann aftur í verkfærakassann. Mundu að ýta á "Keyra" til að koma Umbanum af stað. Jæja, haltu nú áfram og prófaðu fyrstu áfangana. Gangi þér vel!