Unplugged Afþreying | Tölvunarmiðuð hugsun (Katie Apone - Code.org) Kennsluefninu um tölvumiðaða hugsun er ætlað að kenna þér hvernig á að taka stórt og flókið verkefni, og búta það niður í nokkur einfaldari verkefni. Markmið kennslustundarinnar er að skrifa leiðbeiningar að einhver getur farið eftir til að teikna eitt af skrímslunum sem notuð eru í námsefninu. Nemendur skiptast í hópa til að skrifa leiðbeiningar og skipta svo á þeim við annan hóp sem verður að teikna skrímslið. Hópar munu skrifa leiðbeiningar með því að nota fjögur skref tölvunarmiðaðrar hugsunar: Niðurbrot greiningu mynstra alhæfingu og algrím Fyrst munu hópar brjóta verkefnið niður, sem þýðir að búa til áætlun. Síðan leita þeir að sameiginlegum mynstrum í öllum skrímslunum. Þegar þeir rekast á mismun milli skrímsla þá alhæfa þeir eða fjarlægja þau smáatriði. Til dæmis er eitt skrímslið með útstæð augu og annað er með stingandi augu, en bæði hafa þau augu. Svo við getum skrifað línu sem segir, "Þetta skrímsli er með _eyða_ augu." Svo nemendur geta skrifað leiðbeiningar, sem kallast algrím, sem telja upp hluta skrímslis og hafa eyður fyrir hvernig hlutarnir á að vera. Þetta eru leiðbeiningarnar sem þeir afhenda öðrum nemendum til að endurgera eigið skrímsli.