Flott! Við höfum veitt þorsk! Veistu að ef þú gefur höfrungi fisk þá mun hann vísa þér á skipsflak þar sem gæti verið fjársjóður? Við hljótum að vera nálægt. Næstu þrautir eru líklega snúnari svo það er vissara að læra fleira um forritun. Hvað er þetta? Hellir? Velkomin ævintýrafólk! Ég heiti Squid. Ég tók eftir að þú notaðir sömu skipanir aftur og aftur í þrautunum hér á undan. Hlýtur að hafa verið þreytandi. Mundirðu ekki vilja fá aðferð til að gera eitthvað aftur og aftur eins og, þú veist, þvo diska eða bursta tennurnar án þess að það sé þreytandi eða leiðinlegt? Það væri gott. Tölvur eiga auðvelt með að endurtaka aftur og aftur með því að nota lykkjur. Þegar þú vilt að forritið endurtaki sömu skipanir oft getur þú notað lykkju! Lykkjan inniheldur fyrirmæli ásamt skipun um að endurtaka þar til marki er náð. Eftir að forritið byrjar á lykkju með marki, mun hún lesa fyrirmælin innan í þar til markinu er náð. Prófaðu þetta! Settu skipanirnar sem þú vilt endurtaka inn í endurtaka þar til kubb, smelltu á Keyra og sjáðu hana vinna. Jæja, þetta var svolítið furðulegt. Hver vissi að smokkfiskar gætu kóðað? Ég hélt þeir væru ekki með fingur. Svo nú vitum við um lykkjur. Notum þær nú til að ná í fleiri fjársjóði. Skjátextar: Amara.org samfélagið