Klukkstund kóðunar í Minecraft Atvik Í þessum næsta áfanga getur þú valið um að vera Steve eða Alex. Ýttu á örvarlyklana á lyklaborðinu til að fara upp eða niður, til vinstri eða hægri. Nú getur þú hreyft þig um áfangann hvenær sem þú vilt. Til að nota veru, skaltu ganga í átt til hennar, snúa að henni og ýta á bilslána. Notir þú snertiskjá, sópar þú upp, niður, til vinstri eða hægri til að hreyfast. Síðan slærðu á leikinn til að nota hlutinn fyrir framan þig. En hvað gerist þegar þú notar hann? Í Minecraft gefa kindur ull þegar þú rýjar þær, kýr hlaupa burt ef þú slærð þær og laumupúkar springa ef þú kemur nálægt. Þessi viðbrögð gerast þökk sé fyrirbæri sem við köllum atvik. Atvik segja forritinu að hlusta eða bíða eftir að eitthvað gerist. Og þegar það gerist, á að framkvæma aðgerð. Þú hefur áður notað eitt atvik. Kóði sem þú setur í "þegar kviknar" raufina keyrir þegar veran verður til eða leikurinn byrjar. Í næstu áföngum færðu nýjar raufar fyrir atvik eins og "þegar snert" sem keyrir þegar þú snertir veru eða "þegar notað" fyrir það að þú notar veruna. Eða ef þú vilt að uppvakningur hverfi þegar sólin kemur upp, þá notar þú "þegar dagur" raufina.