Þegar ég kaus fyrst að þá mætti ég á kjörstað og
fékk atkvæðaseðil í hendurnar sem ég skildi ekki alveg
Það var enginn staður til að merkja eða velja flokk
þannig að ég bara steig út fyrir og spurði
fólkið sem lét mig fá atkvæðaseðilinn: hvað á ég að gera?
Mér var sagt að setja X fyrir framan bókstaf
Þess vegna virkar þetta þannig, þetta er ekki flóknara en það.
En þetta er nú fjölbreyttara en það
Það er annars vegar hægt að kjósa núna utan kjörfundar.
Þú getur farið í Smáralind til dæmis núna og kosið bara.
En atkvæðaseðillinn þar er öðruvísi.
Þar er hann svona lítill þar sem maður skrifar bókstafinn
eða stimplar hann, en merkir ekki X fyrir framan hann.
Á meðan atkvæðaseðillinn sem þú færð á kjördag...
Þá er hann með svona löngum lista af nöfnum
og bókstöfum þar sem maður þarf að merkja X fyrir framan
bókstafinn á listanum.
Ég kaus að sjálfsögðu vitlaust fyrst þegar ég kaus enda voru Píratar
ekki til þá, en núna merkir maður X fyrir framan P
ekkert mál.
Það er hægt að kjósa núna strax utan kjörfundar. Það er hægt að fara núna
í Smáralindina á annarri hæð, milli klukkan 10-22
alla daga fram að kosningum.
Svo á kjördag að þá...
er það mismunandi hvenær kjörstaðir opna.
Þú kemst að því á kosning.is hvar þú átt að kjósa.
Nýtið atkvæðaréttinn, í Hafnarfirði
í síðustu kosningum þá munaði bara 6 atkvæðum að Píratar kæmust inn.
Þannig að lýðræðið er bara þeirra sem taka þátt.
Ekki sitja heima,
ekki leyfa öðrum að ráða
Mætið og kjósið.