Hæ!
Þú kemur tímanlega.
Velkomin í Neðansjávarferðina
Ég er að fara að leita að fjársjóðum
í hafdjúpunum
og það gleður mig að fá hjálp þína.
Hver veit hvað bíður í dularfullum
óravíddum hafdjúpsins?
Við munum hitta fyrsta
leiðsögumanninn okkar hér.
Velkomin í ævintýrið!
Til að ljúka ferðinni þarf að leysa
röð þrauta með því að nota kóða.
Það virkar svona.
Skjárinn þinn skiptist
aðallega í þrjá hluta.
Vinstra megin sérðu Minecraft heiminn.
Í miðjunni er verkfærakassinn þar
sem þú finnur skipanir til að kóða með.
Og stóra svæðið hægra megin er vinnusvæðið.
Þar raðar þú saman skipunum
til að byggja upp forritið og
stjórna hreyfingum þínum.
Leiðbeiningar fyrir hvern áfanga eru
efst á skjánum.
Smelltu á plús-táknið til að skipta á
milli stuttra og langra leiðbeininga.
Þú dregur kubba úr verkfærakassanum
inn á vinnusvæðið, raðar þeim saman,
og smellir svo á hnappinn Keyra til að
framkvæma skipanirnar.
Þú gætir þurft að prófa þig áfram
til að finna lausn og sumar þrautir hafa
fleiri en eina lausn, svo það er í lagi að
gera tilraunir.
Ef þú smellir á Endurstilla getur þú
keyrt forritið aftur frá byrjun.
Ef þú þarft að fjarlægja skipun
skaltu bara
draga hana aftur í verkfærakassann.
Mundu að smella á Keyra til sjá
hvernig kóðinn þinn virkar.
Jæja hættum þessu slóri,
ágæti ferðafélagi.
Drífum í að kóða til að finna fjársjóði.
Skjátextar gerðir af Amara.org samfélaginu