Preston: Til hamingju! Lizzy: Til hamingju! Stampy: Til hamingju, þér tókst þetta! Stacy: Til hamingju öll, þið gerðuð þetta með stæl! Nú er Klukkustund kóðunar búin og þú getur nú byrjað að kóða í Minecraft. Þú hefur lært um lykkjur, föll og hvað Umbi gerir í hugbúnaði. Nú er tími fyrir frjálsa æfingu þar sem þú ert forritshönnuðurinn. Notaðu tímann sem eftir er til að skrifa eigin föll til að kanna, grafa og byggja. Þú getur flutt kóðann sem þú skrifar í þessum áfanga yfir í Minecraft heiminn þinn í Minecraft Education. Smelltu bara á "Ljúka" og fáðu leiðsögn um að fá tengil til að nota í heimi þínum til að halda áfram að kóða með Umbanum. Góða skemmtun og vel gert! Stacy: Og ég er komin aftur! Jæja þið, þetta er Umbinn! Ég skal sýna ykkur hvað hann getur gert. Sjáðu, sjáðu! Hann er að gera það! Ég sagði honum að byggja tröppur úr þessum leirkubbum, og nú getum við notað þær til að komast út. Og það eru ekki bara tröppur. Ég get sagt Umbanum að gera hvað sem ég vil og hann mun gera það fyrir mig. Stampy: Hvernig fórstu að því? Stacy: Það var reyndar mjög auðvelt. Ég notaði bara kóða!