Hæ, ég er Leigha, og ég er Tanya, og við erum svo heppnar að vera að læra tölvunarfræði. Okkur finnst hræðilegt að 90% af skólum kenni hana ekki. Það var alls ekki boðið upp á það í menntaskólanum sem ég var í. Þannig að við erum að reyna að gera þetta myndband til að sýna hversu auðvelt það er að læra hana. Við viljum fá 10 milljón nemendur til að taka þátt í Kóðaklukkustundinni - Hour of Code. Kóðaklukkustundin (endurtekið) Hvernig færðu hann til að komast að sólblóminu? Hann þarf að framkvæma nokkrar aðgerðir. Mér tókst það ... SNILLD! Ó! (hlær) Og svo keyrum við það og sjáum hvað gerist Haha, þetta er ótrúlegt! Já! Svona! Það er frekar auðvelt. -Rétt í þessu skrifaðir þú þitt fyrsta forrit Skrifaði ég það? -Já! Þetta er kóðinn sem þú skrifaðir -Mjög magnað. Ég hélt, þú veist, að kóði væri þú veist, njósnahakkaratákn og dót. Smávegis að leysa vandamál, smávegis rökhugsun Þetta er eins og leiðbeiningar. Forritun er mun auðveldari í dag. Leiktu þér ekki bara í símanum, forritaðu á hann. Allt í lagi! -Magnað! Hvernig ber maður sig að til að fá vinnu? Það er kannski hægt að fara í námskeið á netinu eða í skóla í nágrenninu sem kennir forritun. Þú getur fengið eitt af best launuðu störfum í heiminum. Ég held að læknisfræðin sé að færa sig inn í tölvuöldina. Tækni snertir alla hluta lífs okkar. Ef þú getur búið til tækni, getur þú breytt heiminum. Við erum ánægð með að þú takir þátt í Kóðaklukkutímanum, Hour of Code, í dag. Rétt í þessu skrifuðum við 2 línur af kóða. 3 línur af kóða! 4 línur, 7 línur, 5 línur, 25 línur af kóða. Ég skrifaði 42 línur af kóða. 9 línur, 60 línur af kóða, 99 línur, 60 línur, 18 línur af kóða, 75 línur af kóða. Það skiptir ekki máli hversu gamall þú ert, Allir geta lært. Kóðaklukkutíminn (endurtekið) Hvort sem þú ert ungur karl eða ung kona; hvort sem þú býrð í borg eða sveit, allir í landinu ættu að læra hvernig á að forrita tölvu. Ég var að klára kóðaklukkutímann. Það er reyndar mjög auðvelt að læra þetta. Stelpur ættu að læra þetta líka. Lærðu að skilja tungumálið sem er framtíðin. Allir geta lært tölvunarfræði. Og þú getur það líka. Jack Dorsey, Mark Zuckerberg, Bill Gates, allir saman. Ég er að læra! Gefðu því tækifæri. Kóðaklukkutíminn er hér Láttu það berast um landið allt