Hæ, ég heiti Alice og ég stjórna vöru- og tækniteymunum hér hjá Code.org og
ég vann við þetta kennsluefni sem þú ert
að fara í gegnum núna. Þú hefur náð
síðasta áfanganum. Til hamingju! Þú hefur
lært allt sem þú þarft að vita til að búa til
þinn eigin Star Wars leik. Nú eru ekki fleiri
fyrirmæli eða þrautir að leysa. Þú gerir þinn
eigin leik og ræður hvernig hann virkar.
Eitt í viðbót, þú færð nú ný hljóð og nýjar
skipanir til að geta gert enn meira.
[nemendur tala] Við gerðum leik þar
sem þú færð stig þegar þú nærð blöðrusvínum. En vandinn er að í hvert sinn sem þú nærð svíni
þá birtist stormsveitarmaður. Á endanum er skjárinn fullur af svínum og þegar þú
snertir 10.000 af þeim, vinnur þú.
[nemendur tala] Við gerðum leik þar sem
þú getur ekki tapað og allt sem þú drepur
gefur þér stig. Í mínu forriti sneri ég lyklunum við
svo að þegar þú smellir upp, þá fer persónan niður og þegar þú smellir til hægri þá fer persónan
til vinstri. Þetta er mjög erfitt! Stundum
fær maður forskot, innbyggt forskot
ef maður er höfundur leiksins. Náði ég þessu? Jey!
Þegar þú ert búin með leikinn, veldu þá að deila svo þú fáir tengil sem þú getur deilt með vinum
eða spilað leikinn í símanum. Góða skemmtun!