Velkomin í Klukkustund kóðunar...
Ég er Kathleen Kennedy, framleiðandi
Star Wars: The Force Awakens. Í dag
munt þú vinna með BB-8. BB-8 er
hringlaga vélmenni. Öllum athöfnum
og hreyfingum hans er stjórnað af
tölvuforriti. Forritun hefur áhrif
allar atvinnugreinar, allt frá markaðssetningu til
heilsugæslu til kvikmyndagerðar.
Hundruðir forritara unnu saman til að gera
kvikmynd eins og The Force Awakens.
Hæ, ég heitir Rachel Rose. Ég vinn við rannsóknir og þróun hjá ILM og ég stjórna teyminu sem
þróar hreyfingu og leikverur. Í The Force Awakens ber ég ábyrgð á að hjálpa listamanninum að þróa
grindur, en það eru þeir hlutar leikveru
sem hreyfa hana svo hún virðist
sannfærandi í óra, órafjarlægu sólkerfi.
Næsta klukkutímann ætlum við að smíða
okkar eigin Star Wars leik sem mun kenna þér undirstöðuhugtök í forritun. Venjulega eru
forrit skrifuð en við ætlum að nota kubba
hér sem við getum fært til að skrifa forritin.
Fyrst ætlum við að vinna með Rey og
forrita BB-8 til að ganga og safna
öllum brotamálminum.
Skjárinn þinn skiptist í þrjá hluta.
Vinstra megin er Star Wars leiksvæðið þar sem kóðinn keyrir. Leiðbeiningar fyrir hvern áfanga
eru skrifaðar fyrir neðan leiksvæðið. Þetta svæði í miðjunni er verkfærakassinn og hver þessara kubba
er skipun sem BB-8 skilur. Hvíta svæðið
til hægri er kallað vinnusvæðið
og það er hér sem við munum smíða forritið okkar.
Ef ég dreg moveLeft kubbinn inn á vinnusvæðið, hvað gerist? BB-8 færist til vinstri um einn reit.
Og hvað ef ég við að BB-8 geri eitthvað á eftir færa-vinstri kubbnum? Þá get ég bætt öðrum
kubbi við forritið. Ég ætlað velja moveUp
kubbinn og draga hann inn undir
moveLeft kubbinn þar til hann lýsist upp.
Þá sleppi ég honum og kubbarnir tveir
smella saman.
Þegar ég smelli aftur á Keyra, mun BB-8 gera
skipanirnar sem hefur verið staflað saman á vinnusvæðinu. Ef þú vilt fjarlægja kubb
þarftu bara að losa hann úr stæðunni og draga hann aftur í verkfærakassann. Eftir að þú
ýtir á Keyra getur þú alltaf ýtt á Endurstilla hnappinn til að færa BB-8 á byrjunarreit.