(Brina Lee - Instagram Engineer) Fall er í grunninn röð fyrirmæla um að framkvæma ákveðið verk. Ef þú ert að smíða bíl er það sem þú vilt að bíllinn geri það sem fall er. Beygja til hægri, þú vilt að hann beygi til vinstri, þú vilt að hann keyri, þú vilt að hann stoppi. Allt þetta gætu verið föll. Nú þegar við erum aftur með bóndann okkar, ætlum við að byrja að læra að skilgreina föll. Þú munt taka eftir á vinnusvæði þínu að þar er kubbur með stjörnu í horninu. Þetta er skilgreining á falli. Í efstu línu kubbsins er okkur sýnt heiti fallsins. Kubbarnir innan í því segja okkur hvað það gerir. Þessi skilgreining liggur á vinnusvæðinu, en bóndi okkar mun ekki gera aðgerðirnar innan í fallinu, fyrr en við drögum út kubb fallsins. Til að gera það þurfum við að smella á flokknum föll í valmyndinni og draga út "Fylla 5" fallið. Skemmtum okkur fullt með föllum!