WEBVTT 00:00:05.415 --> 00:00:06.858 Halló. NOTE Paragraph 00:00:07.622 --> 00:00:08.959 Þakka ykkur fyrir. NOTE Paragraph 00:00:08.973 --> 00:00:10.670 (Jennifer Brea þolir ekki hávaða.) 00:00:10.699 --> 00:00:13.849 (Áhorfendur voru beðnir að „klappa“ hljóðlaust.) NOTE Paragraph 00:00:13.873 --> 00:00:17.240 Þetta var ég fyrir fimm árum. 00:00:17.747 --> 00:00:19.752 Ég var doktorsnemi við Harvard háskóla 00:00:19.776 --> 00:00:21.809 og naut þess að ferðast. 00:00:22.472 --> 00:00:25.652 Ég var að fara að giftast stóru ástinni í lífi mínu. 00:00:27.072 --> 00:00:31.047 Ég var 28 ára og fannst ég ósigrandi eins og 00:00:31.071 --> 00:00:33.102 svo mörgum finnst á þeim aldri. NOTE Paragraph 00:00:34.477 --> 00:00:38.147 Einn daginn fékk ég svo yfir 40 stiga hita. 00:00:38.758 --> 00:00:40.807 Ég hefði líklega átt að fara til læknis 00:00:40.831 --> 00:00:43.395 en ég hafði aldrei orðið veik áður, 00:00:43.419 --> 00:00:45.772 ég vissi að þegar maður fengi vírussýkingu 00:00:45.796 --> 00:00:48.929 ætti maður að halda sig heima og fá sér kjúklingasúpu og 00:00:49.033 --> 00:00:51.346 eftir nokkra daga yrði maður frískur aftur. 00:00:52.499 --> 00:00:54.336 En það gerðist ekki að þessu sinni. 00:00:55.560 --> 00:00:57.097 Eftir að hitinn lækkaði 00:00:57.121 --> 00:01:00.972 svimaði mig svo mikið að ég komst ekki út úr húsi. 00:01:01.467 --> 00:01:03.661 Ég gekk beint á dyrakarma. 00:01:04.335 --> 00:01:07.295 Ég þurfti að fara með veggjum til að komast á baðherbergið. 00:01:08.613 --> 00:01:11.270 Þetta vor fékk ég hverja sýkinguna á fætur annarri 00:01:11.825 --> 00:01:13.652 en alltaf þegar ég fór til læknisins 00:01:13.676 --> 00:01:16.459 sagði hann að það væri ekkert að mér. 00:01:17.533 --> 00:01:19.158 Hann gerði alls kyns próf 00:01:19.182 --> 00:01:21.086 sem sýndu ekkert athugavert. 00:01:21.875 --> 00:01:23.842 Ég var bara með þessi einkenni 00:01:23.866 --> 00:01:25.796 sem ég gat lýst fyrir öðrum 00:01:25.820 --> 00:01:27.512 en enginn gat séð. 00:01:29.370 --> 00:01:30.593 Það hljómar fáránlega 00:01:30.617 --> 00:01:33.885 en maður verður að skýra þetta einhvern veginn fyrir sjálfum sér 00:01:33.909 --> 00:01:37.533 og ég hélt að ég væri kannski bara að eldast. 00:01:38.114 --> 00:01:41.667 Kannski væri það bara svona að verða eldri en 25 ára. NOTE Paragraph 00:01:41.691 --> 00:01:43.983 (Hlátur) NOTE Paragraph 00:01:44.808 --> 00:01:46.976 Þá byrjaði ég að finna fyrir taugaeinkennum. 00:01:47.590 --> 00:01:51.301 Stundum gat ég ekki teiknað hægri hlutann af hring. 00:01:52.325 --> 00:01:55.631 Stundum gat ég hvorki talað né hreyft mig. 00:01:58.330 --> 00:02:00.064 Ég fór til alls konar sérfræðinga; 00:02:00.088 --> 00:02:03.160 smitsjúkdómalækna, húðlækna, innkirtlasérfræðinga, 00:02:03.184 --> 00:02:04.467 hjartalækna. 00:02:04.945 --> 00:02:06.861 Ég fór jafnvel til geðlæknis. 00:02:07.679 --> 00:02:10.923 Hann sagði: „Þú ert greinilega mjög veik 00:02:10.947 --> 00:02:13.103 en það er ekki geðrænt. 00:02:14.045 --> 00:02:16.783 Ég vona innilega að einhver geti sagt þér hvað er að.“ NOTE Paragraph 00:02:18.094 --> 00:02:22.160 Daginn eftir greindi taugalæknirinn minn mig með hugbrigðaröskun. 00:02:22.842 --> 00:02:24.525 Hann sagði að öll einkennin - 00:02:25.255 --> 00:02:28.232 hitinn, særindin í hálsi, öndunarfærasýkingarnar, 00:02:28.916 --> 00:02:32.246 öll einkennin frá maga, tauga- og hjartaeinkennin - 00:02:32.715 --> 00:02:35.433 orsökuðust af gömlu tilfinningaáfalli 00:02:35.457 --> 00:02:37.063 sem ég myndi ekki eftir. 00:02:38.069 --> 00:02:40.067 Hann sagði að einkennin væru raunveruleg 00:02:40.546 --> 00:02:42.905 en orsökin væri ekki líkamleg. NOTE Paragraph 00:02:44.527 --> 00:02:47.136 Ég var að læra félagsvísindi. 00:02:47.160 --> 00:02:50.392 Ég hafði lært um tölfræði, líkindareikning, 00:02:50.416 --> 00:02:52.990 reiknilíkön, tilraunalíkön. 00:02:55.058 --> 00:02:59.051 Mér fannst ég ekki bara geta hafnað greiningu taugalæknisins. 00:02:59.599 --> 00:03:01.191 Hún hljómaði ekki sönn 00:03:01.215 --> 00:03:04.685 en ég hafði lært að sannleikurinn getur verið snúinn 00:03:05.356 --> 00:03:07.953 og auðveldlega litast af því sem við viljum trúa. 00:03:08.514 --> 00:03:11.446 Svo ég varð að reikna með þeim möguleika að þetta væri rétt. NOTE Paragraph 00:03:13.603 --> 00:03:16.118 Þennan dag gerði ég smá tilraun. 00:03:16.919 --> 00:03:20.332 Ég gekk heim frá lækninum, rúmlega 3 kílómetra 00:03:21.229 --> 00:03:25.264 með þennan einkennilega verk í fótunum eins og rafstraum. 00:03:26.475 --> 00:03:28.078 Ég einbeitti mér að verknum og 00:03:28.102 --> 00:03:32.121 velti því fyrir mér hvernig hugur minn hefði farið að því að framkalla hann. 00:03:33.320 --> 00:03:35.195 Um leið og ég gekk inn um dyrnar heima 00:03:35.219 --> 00:03:36.384 hrundi ég niður. 00:03:36.837 --> 00:03:39.619 Það var eins og heilinn og mænan loguðu. 00:03:40.696 --> 00:03:44.467 Hálsinn var svo stífur að ég gat ekki snert bringuna með hökunni 00:03:45.324 --> 00:03:47.075 og minnsti hávaði - 00:03:47.099 --> 00:03:48.934 skrjáfið í rúmfötunum, 00:03:48.958 --> 00:03:51.223 fótatak mannsins míns í næsta herbergi - 00:03:51.737 --> 00:03:53.871 olli mér óþolandi sársauka. 00:03:55.832 --> 00:03:58.415 Næstu tvö árin var ég meira og minna í rúminu. NOTE Paragraph 00:03:59.235 --> 00:04:01.995 Hvernig gat læknirinn haft svona rangt fyrir sér? 00:04:02.939 --> 00:04:05.120 Ég taldi mig vera með sjaldgæfan sjúkdóm 00:04:05.144 --> 00:04:07.133 eitthvað sem læknar hefðu ekki séð fyrr. 00:04:07.926 --> 00:04:09.121 Svo ég fór á netið 00:04:09.145 --> 00:04:11.523 og fann mörg þúsund manns um allan heim 00:04:11.980 --> 00:04:13.600 með sömu einkenni, 00:04:14.087 --> 00:04:15.651 jafn einangruð, 00:04:15.675 --> 00:04:17.132 og þeim var heldur ekki trúað. 00:04:17.854 --> 00:04:19.137 Sumir gátu enn unnið 00:04:19.161 --> 00:04:21.646 en urðu að vera í rúminu á kvöldin og um helgar 00:04:21.670 --> 00:04:23.737 til að geta mætt aftur á mánudegi. 00:04:24.364 --> 00:04:26.444 Á hinum enda rófsins 00:04:26.468 --> 00:04:28.206 voru aðrir svo veikir 00:04:28.230 --> 00:04:30.536 að þeir urðu að lifa í algeru myrkri, 00:04:30.560 --> 00:04:33.932 ófærir um að þola raddir 00:04:33.956 --> 00:04:35.865 og snertingu ástvina sinna. NOTE Paragraph 00:04:37.469 --> 00:04:41.471 Ég var greind með Myalgic Encephalomyelitis. 00:04:42.554 --> 00:04:46.006 Þú hefur líklega heyrt talað um það sem „síþreytu“. 00:04:46.987 --> 00:04:48.909 Áratugum saman hefur það nafn 00:04:48.933 --> 00:04:50.538 orðið til þess að þetta 00:04:51.578 --> 00:04:53.261 hefur orðið ímynd sjúkdóms 00:04:54.585 --> 00:04:57.260 sem getur verið svona alvarlegur. 00:04:57.468 --> 00:04:58.992 Höfuðeinkeinnið sem við þekkjum 00:04:59.016 --> 00:05:02.768 er að áreynsla - bæði andleg og líkamleg - 00:05:03.296 --> 00:05:05.249 reynist okkur dýrkeypt. 00:05:05.807 --> 00:05:09.301 Ef maðurinn minn fer út að hlaupa fær hann strengi í nokkra daga. 00:05:09.325 --> 00:05:12.724 Ef ég geng aðeins niður götuna leggst ég kannski í rúmið í viku. 00:05:13.323 --> 00:05:15.578 Þetta er fangelsi sniðið að hverjum og einum. 00:05:16.261 --> 00:05:19.009 Ég þekki ballettdansara sem geta ekki dansað, 00:05:19.033 --> 00:05:21.206 endurskoðendur sem geta ekki reiknað, 00:05:21.230 --> 00:05:23.788 læknanema sem aldrei urðu læknar. 00:05:24.421 --> 00:05:26.589 Það skiptir engu máli hvað þú varst áður; 00:05:27.056 --> 00:05:28.846 þú getur ekki gert það lengur. 00:05:29.475 --> 00:05:31.365 Nú hafa liðið fjögur ár 00:05:31.389 --> 00:05:33.985 og ég hef aldrei aftur orðið eins góð og ég var 00:05:34.009 --> 00:05:37.485 rétt áður en ég gekk heim frá taugasérfræðingnum. NOTE Paragraph 00:05:38.683 --> 00:05:41.878 Það er áætlað að á milli 15 og 30 milljónir um allan heim 00:05:41.902 --> 00:05:43.156 séu með þennan sjúkdóm. 00:05:43.604 --> 00:05:46.867 Í Bandaríkjunum, þaðan sem ég kem, eru þetta um milljón manns. 00:05:46.891 --> 00:05:50.523 Það eru u.þ.b. tvöfalt fleiri en eru með MS. 00:05:51.797 --> 00:05:54.539 Sjúklingar geta lifað áratugum saman með líkamlega getu 00:05:54.563 --> 00:05:56.697 á við einhvern með hjartabilun. 00:05:57.310 --> 00:06:00.348 25% okkar eru bundin við heimilið eða jafnvel rúmið 00:06:00.927 --> 00:06:04.628 og 75-85% okkar geta ekki einu sinni unnið hlutastarf. 00:06:05.385 --> 00:06:07.389 Samt hjálpa læknar okkur ekki 00:06:08.064 --> 00:06:10.002 og vísindin rannsaka okkur ekki. 00:06:11.116 --> 00:06:14.544 Hvernig getur sjúkdómur sem er svona algengur og alvarlegur 00:06:15.325 --> 00:06:17.150 bara gleymst í heimi læknavísindanna? NOTE Paragraph 00:06:19.264 --> 00:06:21.788 Þegar læknirinn greindi mig með hugbrigðaröskun 00:06:21.812 --> 00:06:24.500 var hann að skírskota til hugmynda um kvenlíkamann 00:06:24.524 --> 00:06:26.674 sem eru meira en 2500 ára gamlar. 00:06:27.215 --> 00:06:28.948 Rómverski læknirinn Galen taldi 00:06:28.972 --> 00:06:31.943 að móðursýki orsakaðist af kynsvelti 00:06:31.967 --> 00:06:34.492 hjá sérstaklega lostafengnum konum. 00:06:35.125 --> 00:06:37.889 Grikkir töldu að móðurlífið gæti hreinlega þornað upp 00:06:37.913 --> 00:06:40.340 og rekið um líkamann í leit að raka 00:06:40.364 --> 00:06:42.260 og þar með þrýst á innri líffæri - 00:06:42.284 --> 00:06:43.498 - já - 00:06:44.648 --> 00:06:47.343 og orsakað þannig einkenni allt frá tilfinningasveiflum 00:06:47.367 --> 00:06:49.612 til svima og lömunar. 00:06:50.715 --> 00:06:53.319 Lækningin fólst í hjónabandi og barneignum. NOTE Paragraph 00:06:54.898 --> 00:06:59.458 Þessar hugmyndir lifðu eiginlega óbreyttar í nokkur þúsund ár þar til um 1880-1890 00:06:59.482 --> 00:07:03.180 þegar taugasérfræðingar reyndu að færa kenningar um móðursýki til nútímans. 00:07:03.764 --> 00:07:05.417 Sigmund Freud þróaði kenningu um 00:07:05.441 --> 00:07:08.237 að undirmeðvitundin geti valdið líkamlegum einkennum þegar 00:07:08.261 --> 00:07:10.276 unnið er úr minningum eða tilfinningum 00:07:10.300 --> 00:07:12.611 sem eru of sárar fyrir meðvitundina. 00:07:12.635 --> 00:07:15.514 Tilfinningarnar birtast þá sem líkamleg einkenni. 00:07:17.460 --> 00:07:19.656 Þetta þýddi að karlmenn gátu nú orðið 00:07:19.680 --> 00:07:22.178 móðursjúkir en konum var þó hættara við því. NOTE Paragraph 00:07:23.448 --> 00:07:27.065 Þegar ég hóf að rannsaka sögu míns sjúkdóms 00:07:27.089 --> 00:07:30.134 varð ég hissa á hve rótgrónar þessar hugmyndir eru enn í dag. 00:07:31.011 --> 00:07:32.197 Árið 1934 00:07:32.221 --> 00:07:36.996 urðu 198 læknar, hjúkrunarfræðingar og starfsfólk á sjúkrahúsi í Los Angeles 00:07:37.020 --> 00:07:38.561 alvarlega veik. 00:07:38.585 --> 00:07:42.996 Þau urðu máttlaus, stíf í hálsi og baki og fengu hita - 00:07:43.020 --> 00:07:46.374 öll einkennin sem ég fann fyrir þegar ég veiktist. 00:07:46.928 --> 00:07:49.247 Læknar héldu að þetta væri lömunarveiki. 00:07:50.133 --> 00:07:53.064 Síðan þá hafa komið upp meira en 70 svona faraldrar 00:07:53.088 --> 00:07:54.249 um allan heim 00:07:54.273 --> 00:07:56.711 af mjög svipuðum veikindum í kjölfar sýkinga. 00:07:57.419 --> 00:08:00.912 Þessir faraldrar virðast einkum leggjast á konur 00:08:01.482 --> 00:08:05.409 og þegar læknum tókst ekki að finna orsök veikindanna 00:08:05.433 --> 00:08:08.572 töldu þeir að um móðursýkisfaraldur væri að ræða. NOTE Paragraph 00:08:09.115 --> 00:08:12.020 Hvers vegna er þessi hugmynd svona lífsseig? 00:08:13.567 --> 00:08:15.363 Ég held að þetta sé kynjahyggja 00:08:15.387 --> 00:08:18.828 en ég held að læknar vilji raunverulega hjálpa. 00:08:18.852 --> 00:08:20.622 Þeir vilja vita svarið 00:08:20.646 --> 00:08:25.537 og þessi flokkur gerir þeim kleyft að að meðhöndla það sem annars er ólæknandi; 00:08:25.561 --> 00:08:28.366 að skýra óskiljanlega sjúkdóma. 00:08:29.079 --> 00:08:31.771 Vandinn er að þetta getur valdið raunverulegum skaða. 00:08:32.382 --> 00:08:35.978 Á sjötta áratugnum rannsakaði sálfræðingurinn Eliot Slater 00:08:36.002 --> 00:08:40.186 85 sjúklinga sem höfðu verið greindir með móðursýki. 00:08:40.766 --> 00:08:44.763 Níu árum síðar voru 12 þeirra látnir og 30 bjuggu við örorku. 00:08:44.787 --> 00:08:48.220 Margir þjáðust af vangreindum sjúkdómum svo sem MS, 00:08:48.244 --> 00:08:50.140 flogaveiki, heilaæxlum. 00:08:51.259 --> 00:08:54.984 Árið 1980 var nafninu móðursýki opinberlega breytt í „hugbrigðaröskun“. 00:08:55.563 --> 00:08:58.887 Þegar taugasérfræðingurinn greindi mig árið 2012 00:08:58.911 --> 00:09:01.528 var hann að vitna beint í Freud 00:09:01.552 --> 00:09:02.703 og enn þann dag í dag 00:09:02.727 --> 00:09:07.101 eru konur tvisvar til tíu sinnum líklegri til að fá þessa greiningu. NOTE Paragraph 00:09:08.487 --> 00:09:12.486 Vandinn við kenninguna um móðursýki eða geðvefræna sjúkdóma 00:09:12.510 --> 00:09:14.544 er að ekki er hægt að sanna hana. 00:09:14.568 --> 00:09:17.423 Hún er í eðli sínu skortur á sönnunum 00:09:18.192 --> 00:09:19.567 og í tilfelli ME 00:09:19.591 --> 00:09:23.596 hafa sálfræðilegar skýringar staðið í vegi fyrir líffræðilegum rannsóknum. 00:09:23.620 --> 00:09:26.919 Um allan heim er ME einn af fjársveltustu sjúkdómunum. 00:09:27.321 --> 00:09:34.263 Í Bandaríkjunum er 2500 dollurum veitt í hvern AIDS sjúkling árlega 00:09:34.809 --> 00:09:37.529 250 dollurum í hvern MS sjúkling 00:09:38.100 --> 00:09:41.307 og aðeins 5 dollurum árlega í hvern ME sjúkling. 00:09:42.125 --> 00:09:44.206 Þetta var ekki elding. 00:09:44.230 --> 00:09:45.994 Ég var ekki bara óheppin. 00:09:46.494 --> 00:09:49.585 Þekkingarleysið sem einkennir minn sjúkdóm er val; 00:09:49.609 --> 00:09:53.733 val þeirra stofnanna sem eiga að verja okkur. NOTE Paragraph 00:09:55.535 --> 00:09:58.406 Við vitum ekki hvers vegna ME gengur stundum í ættir, 00:09:58.430 --> 00:10:00.895 hvers vegna nánast allar sýkingar geta valdið því 00:10:00.919 --> 00:10:04.652 allt frá entrovírusum til einkyrningssóttar og Q-hitasóttar 00:10:05.123 --> 00:10:08.363 eða hvers vegna það hrjáir 2-3 sinnum fleiri konur en menn. 00:10:09.058 --> 00:10:11.777 Þessi vandi nær langt út fyrir minn sjúkdóm. 00:10:12.356 --> 00:10:13.539 Þegar ég veiktist fyrst 00:10:13.563 --> 00:10:15.721 byrjuðu gamlir vinir að hafa samband. 00:10:16.180 --> 00:10:19.309 Fljótlega myndaðist hópur kvenna á þrítugsaldri sem voru 00:10:19.333 --> 00:10:21.019 að missa heilsuna. 00:10:22.012 --> 00:10:24.867 Við áttum í ótrúlegum vandræðum með að 00:10:24.891 --> 00:10:26.049 vera teknar alvarlega. NOTE Paragraph 00:10:26.577 --> 00:10:28.535 Ein kona með herslihúð 00:10:28.559 --> 00:10:30.659 sem er sjálfsónæmissjúkdómur 00:10:30.683 --> 00:10:33.393 var sagt árum saman að veikindin væru bara ímyndun. 00:10:33.417 --> 00:10:35.929 Þegar hún fékk loksins greiningu 00:10:35.953 --> 00:10:38.380 hafði vélinda hennar skemmst svo mikið 00:10:38.404 --> 00:10:40.649 að hún mun aldrei getað borðað aftur. 00:10:40.853 --> 00:10:43.035 Önnur kona sem var með krabbamein 00:10:43.576 --> 00:10:46.324 í eggjastokkum var sagt að það væru snemmbúin tíðahvörf. 00:10:47.188 --> 00:10:48.756 Gömul skólasystir var með 00:10:48.780 --> 00:10:52.675 heilaæxli sem var ranggreint sem kvíði. NOTE Paragraph 00:10:54.222 --> 00:10:55.832 Það sem veldur mér áhyggjum 00:10:57.125 --> 00:11:00.576 er að margir sjálfsónæmissjúkdómar eru nú tvöfalt til þrefalt algengari 00:11:00.600 --> 00:11:02.303 en um miðja síðustu öld. 00:11:02.818 --> 00:11:05.758 45% þeirra sjúklinga sem að lokum eru greindir 00:11:05.782 --> 00:11:07.776 með þekkta sjálfsónæmissjúkdóma 00:11:07.800 --> 00:11:10.308 er upphaflega sagðir ímyndunarveikir. 00:11:10.783 --> 00:11:13.933 Rétt eins og móðursýkin hér áður fyrr er þetta spurning um kyn 00:11:13.957 --> 00:11:15.823 og hverju við trúum. 00:11:16.974 --> 00:11:20.625 75% sjúklinga með sjálfsónæmissjúkdóma eru konur og í sumum tilfellum 00:11:20.649 --> 00:11:23.828 er hlutfallið allt að 90%. 00:11:25.076 --> 00:11:27.933 Þótt þessir sjúkdómar leggist helst á konur 00:11:27.957 --> 00:11:29.609 eru þeir ekki kvennasjúkdómar. 00:11:29.633 --> 00:11:33.321 ME leggst á börn og líka á milljónir karlmanna. 00:11:33.345 --> 00:11:35.130 Eins og einn sjúklingur sagði mér 00:11:35.154 --> 00:11:36.662 gengur þetta í báðar áttir - 00:11:36.686 --> 00:11:40.294 konur eru sagðar ýkja einkennin 00:11:40.318 --> 00:11:43.776 en körlum er sagt að harka af sér. 00:11:44.676 --> 00:11:48.825 Karlar eiga jafnvel erfiðara með að fá greiningu. NOTE Paragraph 00:11:57.419 --> 00:12:00.284 Ég er ekki eins skýr í höfðinu og áður. NOTE Paragraph 00:12:13.914 --> 00:12:15.241 Hér er góði hlutinn: 00:12:16.645 --> 00:12:18.824 Þrátt fyrir allt er ég enn vongóð. 00:12:19.903 --> 00:12:23.803 Margir sjúkdómar voru áður fyrr taldir sálrænir 00:12:23.827 --> 00:12:26.735 þar til vísindin fundu út hvað olli þeim. 00:12:27.323 --> 00:12:30.417 Flogaveikisjúklingar voru stundum nauðungarvistaðir á stofnunum 00:12:30.441 --> 00:12:35.045 þar til hægt var að nota heilalínurit til að mæla frávik í heilabylgjum. 00:12:35.500 --> 00:12:39.776 MS var stundum ranggreint sem móðursýki þar til 00:12:39.800 --> 00:12:43.112 hægt var að sjá taugaskemmdir á tölvusneiðmyndum. 00:12:43.945 --> 00:12:45.460 Til skamms tíma héldum við að 00:12:45.484 --> 00:12:48.304 magasár stafaði eingöngu af streitu 00:12:48.328 --> 00:12:51.648 þar til uppgötvað var að H. pylori bakterían var orsökin. 00:12:52.801 --> 00:12:55.695 ME hefur aldrei notið stuðnings frá vísindum á sama hátt 00:12:55.719 --> 00:12:58.029 og aðrir sjúkdómar 00:12:58.053 --> 00:12:59.717 en það er að byrja að breytast. 00:13:00.661 --> 00:13:04.202 Vísindamenn í Þýskalandi eru byrjaðir að sýna fram á tilvist sjálfsónæmis 00:13:04.226 --> 00:13:06.568 og í Japan bólgur í heila. 00:13:07.406 --> 00:13:10.460 Í Bandaríkjunum hafa vísindamenn við Stanford háskóla fundið 00:13:10.484 --> 00:13:12.380 óeðlileg efnaskipti í orkuframleiðslu 00:13:12.404 --> 00:13:15.866 sem eru 16 staðalfrávikum frá því sem getur talist eðlilegt. 00:13:16.640 --> 00:13:20.685 Í Noregi fer fram þriggja fasa klínísk rannsókn 00:13:20.709 --> 00:13:24.376 á krabbameinslyfi sem veitir sumum sjúklingum tímabundinn bata. NOTE Paragraph 00:13:25.798 --> 00:13:27.459 Það sem gefur mér einnig von 00:13:28.316 --> 00:13:30.333 er þrautsegja sjúklinganna. 00:13:31.968 --> 00:13:33.842 Við hittumst á netinu 00:13:34.251 --> 00:13:35.930 og deildum sögum okkar. 00:13:37.449 --> 00:13:40.223 Við gleyptum í okkur allar rannsókir sem fram fóru. 00:13:40.743 --> 00:13:42.820 Við gerðum tilraunir á sjálfum okkur. 00:13:43.496 --> 00:13:45.869 Við gerðumst okkar eigin vísindamenn og læknar því 00:13:45.893 --> 00:13:47.484 það var ekki um annað að ræða. 00:13:48.378 --> 00:13:52.117 Hægt og rólega bætti ég mig um 5% hér og 5% þar 00:13:52.141 --> 00:13:54.374 þar til einn daginn 00:13:54.398 --> 00:13:56.304 gat ég farið út af heimilinu. 00:13:57.815 --> 00:14:00.402 Ég verð ennþá að taka fáránlegar ákvarðanir; 00:14:00.568 --> 00:14:04.409 ætti ég að sitja úti í garði í 15 mínútur eða þvo mér um hárið í dag? 00:14:04.924 --> 00:14:07.352 En það gaf mér þá von að ég gæti fengið meðferð. 00:14:07.693 --> 00:14:10.035 Líkami minn var veikur, það var allt og sumt. 00:14:10.789 --> 00:14:14.820 Með réttri hjálp gæti mér kannski batnað einn góðan veðurdag. NOTE Paragraph 00:14:15.740 --> 00:14:18.943 Ég komst í samband við sjúklinga um allan heim 00:14:19.466 --> 00:14:21.220 og við hófum baráttuna. 00:14:21.863 --> 00:14:25.034 Við höfum fyllt upp í tómið með einhverju stórkostlegu 00:14:25.698 --> 00:14:27.190 en það er ekki nóg. 00:14:28.662 --> 00:14:32.699 Ég veit ekki hvort ég get nokkurn tímann hlaupið aftur 00:14:32.723 --> 00:14:34.620 eða gengið að einhverju ráði 00:14:34.644 --> 00:14:38.553 eða hreyft mig á þann hátt sem ég get aðeins látið mig dreyma um núna. 00:14:39.143 --> 00:14:42.233 En ég er mjög þakklát fyrir hversu langt mér hefur miðað. 00:14:43.955 --> 00:14:45.440 Framfarir eru hægar 00:14:45.464 --> 00:14:46.756 þær ganga upp 00:14:47.310 --> 00:14:48.566 og niður 00:14:49.222 --> 00:14:52.135 en mér batnar örlítið á hverjum degi. NOTE Paragraph 00:14:54.013 --> 00:14:57.932 Ég man hvernig það var að vera föst inni í svefnherbergi, 00:14:58.548 --> 00:15:01.496 þegar ég hafði ekki séð sólina mánuðum saman 00:15:03.226 --> 00:15:05.314 Ég hélt ég myndi deyja þar. 00:15:06.961 --> 00:15:08.528 En ég er hér í dag 00:15:09.255 --> 00:15:10.537 með ykkur 00:15:11.513 --> 00:15:13.574 og það er kraftaverk. NOTE Paragraph 00:15:16.606 --> 00:15:20.225 Ég veit ekki hvað hefði gerst ef ég hefði ekki verið svona heppin; 00:15:20.377 --> 00:15:22.554 ef ég hefði veikst fyrir daga internetsins 00:15:22.995 --> 00:15:24.969 ef ég hefði ekki fundið þetta samfélag. 00:15:25.777 --> 00:15:28.505 Ég hefði líklega svipt mig lífi 00:15:29.028 --> 00:15:30.935 líkt og svo margir hafa gert. 00:15:32.094 --> 00:15:35.318 Hve mörgum lífum hefði verið hægt að bjarga fyrir mörgum áratugum 00:15:35.957 --> 00:15:37.860 hefðum við spurt réttu spurninganna? 00:15:38.626 --> 00:15:40.775 Hversu mörgum lífum getum við bjargað í dag 00:15:41.592 --> 00:15:43.754 ef við ákveðum að ganga í málin? NOTE Paragraph 00:15:45.205 --> 00:15:48.248 Jafnvel þótt við finnum raunverulega orsök fyrir mínum sjúkdómi 00:15:48.881 --> 00:15:50.470 mun þetta gerast aftur ef við breytum 00:15:52.380 --> 00:15:54.756 ekki stofnunum okkar og menningu. 00:15:55.658 --> 00:15:57.652 Þessi sjúkdómur hefur kennt mér 00:15:57.676 --> 00:16:00.604 að vísindi og læknisfræði eru afskaplega mannleg fyrirbæri. 00:16:01.153 --> 00:16:03.744 Læknar, vísindafólk og þeir sem marka stefnuna 00:16:03.768 --> 00:16:06.655 eru ekki ónæmir fyrir þeim fordómum 00:16:07.568 --> 00:16:09.147 sem við þekkjum öll. NOTE Paragraph 00:16:11.377 --> 00:16:14.429 Við verðum að líta á heilsu kvenna frá fleiri hliðum. 00:16:15.119 --> 00:16:19.221 Ónæmiskerfi okkar kallar á jafnréttisbaráttu ekki síður en 00:16:19.245 --> 00:16:20.827 aðrir hlutar líkamans. 00:16:21.253 --> 00:16:23.597 Við verðum að hlusta á sögur sjúklinganna og við 00:16:24.542 --> 00:16:27.107 verðum að vera tilbúin að segja „ég veit það ekki“. 00:16:28.024 --> 00:16:30.376 „Ég veit það ekki“ er yndislegt. 00:16:31.235 --> 00:16:33.827 „Ég veit það ekki“ er þar sem uppgötvunin hefst. 00:16:35.365 --> 00:16:36.787 Ef við getum gert það, 00:16:37.447 --> 00:16:41.142 ef við getum horfst í augu við allt það sem við ekki vitum, 00:16:41.166 --> 00:16:43.118 þá getum við kannski, frekar en að óttast 00:16:43.142 --> 00:16:45.653 óvissuna, fagnað henni með forvitni. NOTE Paragraph 00:16:46.342 --> 00:16:47.693 Þakka ykkur fyrir. NOTE Paragraph 00:16:52.096 --> 00:16:53.336 Takk fyrir. 00:16:48.096 --> 00:16:52.096 Íslenskur texti Eyrún Sigrúnardóttir