WordPress 4.3 [JAZZ] nefnt eftir jazz goðsögninni [JAZZER] gerir skrifin fljótlegri, auðveldara að sérsníða þinn vef og lykilorðin þín öruggari. Skoðum betur hvernig WordPress 4.3 hjálpar eiganda smáfyrirtækis. Þetta er Kata, og vefurinn f. kaffihúsið hennar: Bolli Schrödingers. Kata vill sýna viðskiptavinum matseðil dagsins svo þeir geti fylgst með því sem hún ber fram dags daglega. Í dag ætlar hún að græja það beint inni í WordPress. Síðan f. matseðilinn hennar Kötu mun segja viðskiptavinum hennar hvað hún er að hell upp á og hvað er í hádegismatinn þann daginn. Hún vill laga sniðið til gera það skýrt og greinilegt svo viðskiptavinir geti fljótt og örugglega séð hvað er á tilboði. Í WordPress 4.3 getur hún breytt því hvernig textinn lítur út án þess að smella. Flýtileiðir fyrir snið leyfa henni að búa til lista, fyrirsagnir, og tilvitnanir, án þess að trufla flæðið. Það gerir verkið að birta daglegan matseðil auðvelt og fljótlegt, gefur henni meiri tíma fyrir starfið við að búa til gott kaffi. Kominn tími fyrir Kötu að bæta nýju síðunni við valmyndina í hliðarslánni. Það er engin þörf á að fara í stjórnborðið til þess. Í WordPress 4.3 getur Kata bætt við nýjum atriðum í sérsníðaranum, þar sem hún getur forskoðað breytingar á vefnum hennar áður en hún birtir þær. Þegar hún skoðar nýju síðuna, þá þarf hún bara að smella á "sérsníða", velja "valmyndir", og bæta nýju síðunni í hliðarvalmyndina. Þetta var ekki erfitt. Nú geta viðskiptavinir Kötu skoðað vefinn hvern dag til að sjá hvað hún býður upp á. Það er annað nýtt tól í sérsníðaranum. Kata getur hlaðið upp táknmynd fyrir vefinn svo lógóið hennar sést í vafraflipum og valmyndum bókamerkja. Viðskiptavinir geta einnig búið til flýtileið á heimaskjá snjalltækjanna þeirra. Nú hafa þeir matseðil Kötu, hvenær sem þeir þurfa hann. Þetta eru ekki einu breytingarnar í WordPress 4.3. Þegar Kata bætir við starfsmanni inn á vefinn, mun WordPress útbúa öruggt lykilorð fyrir hann. Ef starfsmaðurinn breytir því lykilorði, lætur WordPress vita hvort lykilorðið er öruggt Nóg komið af WordPress í dag, Kata þarf að reka fyrirtæki. En hún er hamingjusöm að með hverri uppfærslu verður WordPress betra. Og í staðinn getur hún haldið viðskiptavinunum hamingjusömum, með því að veita þeim upplýsingarnar, í einum grænum. WordPress 4.3 [JAZZ] Fágaðri blanda.