Klukkustund kóðunar Danspartý: Upphitun Hæ! Ég heiti Miral Kotb og ég er dansari, forritari og ég bjó til iLuminate. Tölvunarfræði tengist sköpun á marga vegu. Í raun óendanlega. Ég meina að þegar þú kannt að búa til hugbúnað getur þú leikið með hugmyndir. Ég geri það með ljósbúningum. Þú getur gert svo margt með verkfærum til að skrifa forrit og möguleikarnir eru í raun óendanlegir. Næstu klukkustundina munt þú byrja í tölvunarfræði með því að forrita þinn eigin dansleik! Við höfum vinsæl lög og frábæra dansara fyrir þig að leika þér með. Þú notar kóðakubba til að velja dansara, breyta hreyfingum þeirra, láta þá bregðast við tónlistinni, og gera þá gagnvirka. Þú sérð að skjárinn skiptist aðallega í þrjá hluta. Vinstra megin er leiksvæðið. Þar birtast dansararnir. Í miðjunni er verkfærakassinn. Nýir kóðakubbar bætast við hér þegar þú ferð í gegnum áfangana. Hægra megin er vinnusvæðið. Þú dregur kubba úr verkfærunum til að byggja upp forritið. Leiðbeiningar fyrir hvern áfanga eru hér uppi efst á skjánum. Ef þig vantar vísbendingu getur þú smellt á ljósaperuna. Byrjun á að búa til nýjan dansara með þessum rauða kubbi, Dragðu hann úr verkfærunum og inn í gula "uppstilling" kubbinn. Þessi dansari er köttur og hann heitir "my_first_dancer". Þú getur breytt nafninu með því að smella hér. Þú getur líka breytt hvar dansarinn birtist á leiksvæðinu með þessu. Fyrir ofan leiksvæðið er valmynd til að velja tónlist. Það er fullt af lögum að velja úr svo skemmtu þér við að finna þín eftirlæti. Fyrir neðan leiksvæðið er Keyra hnappurinn. Þegar þú smellur á Keyra birtast dansararnir úr forritinu á leiksvæðinu og tónlistin spilar. [Tónlist] Prófaðu þetta! Og ef þér finnst þetta ekki ganga er það í lagi! Stattu bara upp og hreyfðu þig og áður en þú veist af verður þú orðin danshöfundur! Jæja, hvað ætlar þú að skapa?