Klukkustund kóðunar Danspartý: Atvik Ég heiti Aloe Blacc. Ég er lagasmiður og skemmtikraftur. Mér finnst mjög mikilvægt að læra tölvunarfræði vegna þess að hún er framtíðin. Og mér mikilvægt að fólk geti stjórnað tækninni sem bókstaflega stjórnar lífi okkar. Til að láta danshreyfingar fylgja tónlistinni á réttum tíma, getur þú notað svokölluð atvik. Atvik segir forritinu þínu að hlusta eftir hvort eitthvað gerist og bregðast þá strax við. Nokkur dæmi um atvik eru að hlusta eftir músarsmelli, örvarlykli eða snertingu á skjá. Atvikið sem við ætlum að nota núna hlustar eftir breytingu í laginu. Breytingin mun láta dansarann byrja að dansa nýjan dans. Atvinnudansarar æfa danssporin með því að telja takta lagsins. Í tónlist vísar orðið hending í tiltekinn fjölda takta. Í flestum dægurlögum er hending 4 taktar á lengd. Til að koma dönsurum þínum af stað þarftu grænan atvikskubb. Þessi atvikskubbur segir eftir fjórar hendingar. Ef þú notar fjólubláan 'gerir alltaf' kubb getur þú valið dans. Vegna þess að hann er undir fjögurra hendinga atvikskubbi, mun dansarinn bíða í fjórar hendingar áður en hann byrjar að dansa. Hafðu auga með hendingateljaranum efst á skjánum. Horfðu og hlustaðu eftir atvikinu sem mun ræsa danskóðann... og alveg á slaginu fer dansarinn af stað!