Ef-annars setning er val á milli tveggja hluta. Til dæmis, ef Scrat íkorni
finnur akarnið, þá er hann ánægður. Annars er hann dapur, og heldur áfram að leita. Nú skulum við sjá hvernig
við getum notað ef-annars setningu með vini okkar Scrat. Þessi kubbur lítur út eins og "ef"
kubburinn, en það er viðbót neðst sem segir "annars". Ef ég set "færa áfram"
kubb þar sem segir "gera" og "snúa til vinstri" kubb þar sem segir "annars", þá þýðir það að Scrat
íkorni mun færast áfram ef það er slóð framundan. Og ef það er ekki slóð framundan,
mun Scrat snúa til vinstri. Hann tekur ákvörðun og gerir aðra af tveimur aðgerðum út frá
þeirri ákvörðun. Og rétt eins og með "ef" kubba, getur þú sett "ef-annars" kubba inn í "endurtaka"
kubba. Hjálpum nú Scrat íkorna að ná þessu akarni!