Í eldhúsinu er Da að elda fyrir skjólstæðingana, fólkið á öldrunarheimilinu og aldraða sem búa heima hjá sér, en fá mat sendan heim. Hún er að steikja kjúkkling og grænmeti. Ofnhanski svo maður brenni sig ekki og pottaleppur. Ausa, þeytari, sleikja, sleif, sigti, bretti og pottur. Hnífapör eru gaffall, skeið og hnífur. Það þarf að leggja á borð, hnífurinn hægra megin og gaffallinn vinstra megin. Í borðstofunni eru stólar og borð. Í gluggakistunni eru kertastjaki, blómavasi og blómvöndur. Nú er komin diskamotta og skeið fyrir ofan. Skammta þarf mat í matarbakka fyrir þá sem fá sendan mat heim. Þegar sett er í uppþvottavélina er best að flokka saman í hólf skeiðar, hnífa og gaffla, það auðveldar frágang. Svo er uppþvottavélin sett af stað og vaskurinn skolaður. Sumt þarf að vaska upp í höndum þá er notuð stálull, uppþvottabursti, þvottalögur og svampur. Gott er að þurrka leirtauið með viskastykki þegar það er tekið úr uppþvottavélinni svo það verði ekki blettótt eða með taumum. Matvælaumbúðir sem settar eru í endurvinnslutunnuna eru skolaðar svo það verði ekki vond lykt í ruslageymslunni. Efri skápar. Efsta skúffa, mið skúffa, neðsta skúffa. Uppi, í miðjunni, niðri. Vinstra megin, hægra megin. Vinstra megin, hægra megin og að lokum á borðinu.