Return to Video

MediaGoblin fjáröflunarherferð. Íslenskur texti.

  • 0:01 - 0:03
    Í rétt rúmlega ár höfum við verið að byggja
  • 0:03 - 0:06
    virkilega spennandi verkefni fyrir vefinn sem kallast GNU MediaGoblin
  • 0:06 - 0:09
    MediaGoblin er útgáfukerfi fyrir margmiðlunarefni
  • 0:09 - 0:14
    sem getur hýst hljóð, myndbönd, myndir og fleira.
  • 0:14 - 0:16
    Þetta er frjáls hugbúnaður sem hver sem er getur keyrt.
  • 0:16 - 0:17
    ... og aðlagað að sínum þörfum.
  • 0:17 - 0:21
    Það getur gert fullt af svölum hlutum, eins og að styðja við margar tegundir af margmiðlunarefni,
  • 0:21 - 0:24
    frá myndum, til myndbanda, til hljóðskráa.
  • 0:24 - 0:27
    Þetta þýðir að þú getur haft allt margmiðlunarefnið þitt á einum stað.
  • 0:27 - 0:29
    Kerfið er hannað með viðbætur í huga.
  • 0:29 - 0:32
    Þú getur bætt við nýjum margmiðlunartegundum,
  • 0:32 - 0:35
    jafnvel einhverju rosalegu eins og textamyndefni.
    Af hverju ekki?
  • 0:35 - 0:38
    MediaGoblin er að þróast í virkilega töff hugbúnað
  • 0:38 - 0:40
    sem hjálpar vefnum að verða að fallegri stað.
  • 0:40 - 0:43
    Við þurfum samt ÞÍNA hjálp til að ná því markmiði!
  • 0:43 - 0:46
    Netið og veraldarvefurinn voru hönnuð til að vera dreifð kerfi.
  • 0:46 - 0:51
    Það er frábært því það gerir alþjóðlegt og fjölbreytt samtal mögulegt.
  • 0:51 - 0:57
    Það er líka mjög áreiðanlegt kerfi. Ef einn vefþjónn hverfur af einhverri ástæðu,
  • 0:57 - 0:59
    verður Netið samt ennþá til staðar.
  • 0:59 - 1:04
    John Gilmore sagði: „Netið sér ritstýringu sem kerfisgalla...
  • 1:04 - 1:06
    ... og beinir notendum framhjá honum.“
  • 1:06 - 1:08
    Nýlega hefur Netið samt verið að færa sig í aðra átt...
  • 1:08 - 1:12
    Í auknum mæli hefur áreiðanlegi vefurinn sem samanstendur af minni vefsíðum
  • 1:12 - 1:15
    breyst í stórar, mjög miðlægar vefsíður
  • 1:15 - 1:19
    Þessu fylgja nokkur vandamál.
  • 1:19 - 1:22
    Eitt af þeim er að því miðlægari sem vefurinn verður,
  • 1:22 - 1:25
    því auðveldara er það fyrir samtök að gera ritstjórn sjálfvirka,
  • 1:25 - 1:28
    annaðhvort í gegnum miðlæga rekstraraðilann sjálfan
  • 1:28 - 1:31
    eða í gegnum þrýsting af hálfu annarra aðila.
  • 1:31 - 1:37
    Í svona miðlægu kerfi getur Netið ekki beint notendum framhjá kerfisgöllum lengur.
  • 1:37 - 1:40
    Kerfið er mun viðkvæmara en áður.
  • 1:40 - 1:43
    Á dreifðum vef
  • 1:43 - 1:45
    lifir kerfið áfram jafnvel þótt lítill hluti þess detti út.
  • 1:45 - 1:48
    Hvað ef ljómsyndir allra væru á Flickr
  • 1:48 - 1:52
    og Flickr myndi hverfa? Hvað myndi gerast ef YouTube myndi hverfa?
  • 1:52 - 1:55
    Hvað myndi gerast við öll kattamyndböndin á Netinu?
  • 1:55 - 1:59
    Þetta yrði fjölda-kattar-morð!
  • 1:59 - 2:04
    ...og það leiðir til daprari veraldarvefs.
  • 2:04 - 2:05
    Þess vegna erum við að búa til MediaGoblin.
  • 2:05 - 2:08
    MediaGoblin er umhugað um frelsi og að setja valdið aftur í hendurnar á notendum.
  • 2:08 - 2:12
    Þetta er GNU verkefni, einmitt af því að okkur er annt um frelsi.
  • 2:12 - 2:17
    ...og við höfum gert fullt af ótrúlega svölum hlutum.
  • 2:17 - 2:21
    Við höfum stuðning við flestar tegundir af efni...
  • 2:21 - 2:22
    ...og meiri stuðningur er á leiðinni bráðum!
  • 2:22 - 2:25
    Við höfum stuðning við mismunandi þemu þannig að kerfið getur litið út eins og þú vilt.
  • 2:25 - 2:29
    Við höfum stuðning við OpenStreetMap þannig að þú getur séð hvar myndirnar þínar voru teknar!
  • 2:29 - 2:33
    Við höfum athugasemdakerfi og fleira sem vefnotendur eru vanir.
  • 2:33 - 2:35
    Þetta er alvöruhugbúnaður og þú getur keyrt hann eins og þú vilt!
  • 2:35 - 2:37
    Síðasta eitt og hálfa árið höfum við notið aðstoða meira en 50 forritara
  • 2:37 - 2:41
    og gefið út nokkrar stærri útgáfur.
  • 2:41 - 2:45
    Þetta eru virkilega spennandi tímar!
  • 2:45 - 2:46
    Við þurfum samt þína hjálp!
  • 2:46 - 2:48
    MediaGoblin er kominn mjög langt á veg
  • 2:48 - 2:49
    en það er fullt af öðru dóti
    sem hugbúnaðurinn þarf á að halda
  • 2:49 - 2:52
    til þess að geta orðið
    besti margmiðlunar-hýsingar-hugbúnaðurinn í heimi.
  • 2:52 - 2:56
    Augljósasta þörfin er kerfissamhæfing.
  • 2:56 - 2:58
    Kerfissamhæfing er það sem gerir tölvupóst mögulegan:
  • 2:58 - 3:00
    Þú og vinir þínir geta verið á mismunandi netþjónum
  • 3:00 - 3:03
    en að senda tölvupóst á milli virkar eins og þið séuð á sama netþjóninum.
  • 3:03 - 3:06
    Við viljum að margmiðlunarhýsing virki á sama hátt.
  • 3:06 - 3:10
    StatusNet, samhæfða örbloggsþjónustan
  • 3:10 - 3:12
    hefur rutt veginn fyrir fullt af virkni sem við þurfum...
  • 3:12 - 3:15
    en að matreiða myndbönd, hljóð og myndir
  • 3:15 - 3:19
    hefur sín eigin vandamál og það er þess vegna sem við þurfum þína hjálp.
  • 3:19 - 3:22
    Við höfum fullt af góðum forriturum og við vitum hvernig á að búa þetta allt saman til!
  • 3:22 - 3:25
    MediaGoblin þarf samt einbeitta forritara
  • 3:25 - 3:28
    svo verkefnið geti fengið þá athygli sem það þarf.
  • 3:28 - 3:31
    Þetta er líka þekkt sem
    „forritarar-þurfa-að-borða-vandamálið“
  • 3:31 - 3:34
    Við höfum góða verkáætlun og við þurfum þig til að hjálpa til með fjárframlagi
  • 3:34 - 3:38
    svo við getum ráðið forritarana og hönnuðina okkar
  • 3:38 - 3:40
    til þess að byggja einingarnar sem MediaGoblin
    þarf á að halda
  • 3:40 - 3:42
    til að verða það sem MediaGoblin getur orðið.
  • 3:42 - 3:45
    Forritararnir eru tilbúnir,
  • 3:45 - 3:48
    tilbúnir til að eyða klukkutímum í forritun en við þurfum þinn stuðning.
  • 3:48 - 3:49
    Takk fyrir að hlusta.
  • 3:49 - 3:50
    Endilega sýndu MediaGoblin stuðning
  • 3:50 - 3:55
    og hjálpaðu okkur að gera heimsins fallegustu margmiðlunarframtíð að veruleika!
Title:
MediaGoblin fjáröflunarherferð. Íslenskur texti.
Description:

MediaGoblin fjáröflunarherferð. Íslenskur texti.

more » « less
Video Language:
English
tryggvib edited Icelandic subtitles for MediaGoblin fundraising campaign. English subtitles
tryggvib added a translation

Icelandic subtitles

Revisions