Return to Video

Klukkstund kóðunar með Frozen: Kynning á föllum

  • 0:00 - 0:03
    Eitt mikilvægasta hugtak í tölvunarfræði
  • 0:03 - 0:08
    er hvernig á að búa til nýjar skipanir; hvernig á að bæta eigin orðum í tölvutungumál.
  • 0:09 - 0:13
    Flest tölvutungumál hafa aðeins um hundrað orð eða skipanir
  • 0:13 - 0:18
    og listin felst í að skilgreina þín eigin orð úr þessum kóðaeiningum.
  • 0:18 - 0:20
    Við erum alltaf að gera þetta í íþróttum.
  • 0:21 - 0:27
    Til dæmis í körfubolta lærir maður að rekja boltann, hvernig á að gefa fyrir, hvernig á að taka frákast.
  • 0:27 - 0:31
    Þegar maður hefur lært þessar undirstöðuhreyfingar, lærir maður nýjar hreyfingar
  • 0:31 - 0:35
    og setur saman þessar hreyfingar i fléttur eins og "verja og velta" eða "gefa og fara"
  • 0:35 - 0:38
    og þaðan í enn flóknari leikfléttur.
  • 0:38 - 0:43
    Þegar maður hefur lært fléttu og gefið henni nafn, kunna allir í liðinu að gera hana.
  • 0:43 - 0:47
    Á sama hátt þegar maður hefur kennt tölvu hvernig á að gera aðgerð einu sinnu,
  • 0:47 - 0:49
    getur maður notað sömu röð af skipunum,
  • 0:49 - 0:54
    og búið til eigið nafn á þessa aðgerð, svo að auðveldara sé að endurtaka hana seinna.
  • 0:54 - 0:59
    Þegar þú skilgreinir þína eigin skipun og gefur henni nafn, er hún kölluð FALL.
  • 1:00 - 1:01
    Þegar þú ert að forrita með kubbum,
  • 1:01 - 1:05
    getur þú notað föll ef það er röð aðgerða sem þú vilt nota mörgum sinnum.
  • 1:05 - 1:09
    Til dæmis hefur þú skrifað kóða til að búa til ferning.
  • 1:09 - 1:13
    Þú gætir skilgreint hann sem fall og látið það heita "teikna ferning".
  • 1:13 - 1:19
    Nú hefurðu nýjan kubb sem þú getur notað oft til að búa til marga ferninga.
  • 1:20 - 1:23
    Mörg einföld föll geta verið notuð til að búa til flóknari mynstur.
  • 1:24 - 1:26
    Í næstu þraut
  • 1:26 - 1:28
    hefurðu kóðann sem þú skrifaðir nýlega til að búa til hring
  • 1:28 - 1:32
    tiltækan í sem nýtt fall sem getur teiknað hringi í mismunandi stærð.
  • 1:32 - 1:37
    Getur þú notað það til að hjálpa Elsu að búa til nýtt fallegt mynstur í snjónum?
Title:
Klukkstund kóðunar með Frozen: Kynning á föllum
Description:

Kynning með Chris Bosh leikmanni Miami Heat og Jess Lee forstjóra Polyvore. Notum kóða til að slást í för með Önnu og Elsu er þær kanna töfra og fegurð íss. http://studio.code.org/s/frozen/

more » « less
Video Language:
English
Duration:
01:38

Icelandic subtitles

Revisions