YouTube

Got a YouTube account?

New: enable viewer-created translations and captions on your YouTube channel!

Icelandic subtitles

← "Canary In a Coal Mine" Kickstarter fjáröflun.

Get Embed Code
19 Languages

Subtitles translated from English Showing Revision 1 created 10/28/2013 by Eyrún Sigrúnardóttir.

 1. Um milljón manns í Bandaríkjunum eru með ME.
 2. Innan við helmingur lækna í Bandaríkjunum þekkir nafn sjúkdómsins.
 3. Ég veit ekki um nokkurn anna sjúkdóm þar sem það á við.
 4. Þetta er líklega fáránlegasta saga sem ég hef nokkurn tíma heyrt.
 5. Þetta átti að vera hamingjusamasti tími lífs míns. Ég var trúlofuð stóru ástinni minni.
 6. Ég var í doktorsnámi við Harvard. Þá allt í einu - búmm! Ég fékk yfir 40 stiga hita sem varaði í meira en 10 daga.
 7. Læknirinn sagði við mig: Þessi líðan er bara í höfðinu á þér.
 8. Ég datt alveg út. Þegar ég kom aftur til sjálfrar mín gat ég ekki lesið eitt einasta orð.
 9. Ég bara hvarf og enginn veit hvers vegna.
 10. Þar á meðal ég sjálfur.
 11. Enginn efaðist um að ég væri veik - nema læknarnir.
 12. Þetta er nokkuð sem þú verður að sjá til að trúa því.
 13. Ertu alltaf þreyttur? - Þreyttur. - Alltaf þreyttur. - Ég bara svaf stöðugt.
 14. Hvers vegna er ég alltaf svona ferlega þreyttur alltaf hreint?
 15. Síþreyta.
 16. Síþreyta. Síþreyta.
 17. Síþreyta. Síþreyta?
 18. Nei, það getur ekki verið rétt. Maður er allt of veikur.
 19. Halló, ég heiti Jennifer Brea. Ég heiti Kiran Chitanvis.
 20. Þetta er "Kickstarter" herferðin fyrir "Kanarífugl í kolanámu"
 21. kvikmynd sem sýnir inn í líf fólks sem þjáist af einum
 22. misskildasta sjúkdómi heims - Myalgic Encephalomyelitis.
 23. Þetta er sjúkdómur sem hrjáir hluta þess fólks sem á hverju ári er greint með síþreytu.
 24. Ef ég hefði ekki fengið ME fyrir þremur árum hefði ég aldrei trúað að þetta
 25. gæti gerst. Til að við getum gert þessa mynd þurfum við þína hjálp. Sjáðu út á hvað þetta gengur:
 26. Ég var á kínverskum veitingastað með vinum mínum. Þegar reikningurinn kom
 27. gat ég ekki skrifað nafnið mitt. Heilinn í mér logaði.
 28. Hann sagði að ég væri kannski stressuð eða þunglynd eða leið eða
 29. líklegast vildi ég vera veik.
 30. Við læknar eru hrokafyllsta stéttin.
 31. Ég hef svarið, dömur mínar og herrar
 32. við öllu sem hrjáir ykkur...
 33. Læknar segja ekki bara að ef þú breytir um háralit muni þér líða betur.
 34. Ef þú getur fengið þér yngri konu mun þér líða betur.
 35. Ég hef þurft að standa fast á því að þetta sé líkamlegur sjúkdómur, ekki sálfræðilegur
 36. Þetta er áunninn gerð ónæmissjúkdóma.
 37. Ef maður lítur á söguna sér maður sjúkdóma svipuðum þessum með
 38. ýmsum nöfnum. Eiturefni geta læðst inn í alla kima
 39. lífs okkar og aukið næmi einstaklinga sem annars hefðu haft þol
 40. gagnvart sýkingum. Þessi veikindi eru jafnalvarleg og
 41. hjartabilun. Við teljum mjög líklegt að um einhvers konar
 42. sýkingu sé að ræða. Það var bara hópur af fólki,
 43. nefnd sem CDC setti saman, sem bjó til þetta
 44. fáránlega nafn, síþreyta.
 45. Ég var svekkt og venjulega skrifa ég
 46. dagbók þar sem ég vinn úr reynslu minni en ég
 47. get ekki lengur skrifað svo það varð til þess að ég byrjaði að taka upp þessi video dagbækur
 48. sem eru mín persónulega leið til að vinna úr tilfinningum mínum
 49. og líka til að vinna úr reiðinni
 50. yfir því að enginn veit hvað er að mér,
 51. enginn hefur gert neitt í þessu fyrir mig
 52. og allt sem mér er kært
 53. er að hverfa frá mér.
 54. Þú veltir kannski fyrir þér, ef hún getur ekki
 55. staðið upp, hvers vegna er hún að mynda það? Mér finnst
 56. að einhver eigi að sjá þetta.
 57. Þegar ég skoðaði málið betur sá ég að einkennin mín
 58. fylgdu ákveðnu mynstri og það eru milljónir
 59. um allan heim sem eru með sama sjúkdóm og ég.
 60. Þegar ég deildi sögu minni á Facebook, komu fram
 61. gamlir skólafélagar
 62. og deildu sinni sögu.
 63. Þeir voru ekki með ME en þeir voru með aðra
 64. króníska sjúkdóma, sjálfsofnæmissjúkdóma og
 65. ég byrjaði að gera mér grein fyrir að þetta er í rauninni
 66. mjög algeng saga. Markmið okkar með því að gera
 67. þessa mynd er að gefa áhorfendum
 68. raunverulega innsýn í líf fólks
 69. með þennan sjúkdóm. Við viljum
 70. draga áhorfandann inn og leyfa fólki
 71. að finna í fyrsta sinn hvernig það er að
 72. lifa með þessum lamandi sjúkdómi.
  - Orð geta ekki lýst því.
 73. Þátttakendur í myndinni taka mikið
 74. upp af efni sjálfir og það gefur
 75. áhorfandanum nána sýn inn í líf þeirra
 76. á þann máta sem aldrei fengist fram með því að senda
 77. kvikmyndatökulið inn á heimilið.
 78. Það er algert brjálæði að ráðast í svona verkefni.
 79. Það er erfitt að ferðast í hvert sinn sem við þurfum að fara,
 80. þú veist, klukkustundar akstur frá Princeton til New York
 81. við verðum að pakka öllum matnum mínum.
 82. Það er meira dót í kringum mig persónulega
 83. en upptökugræjur sem við pökkum inn í bílinn fyrir upptökur.
 84. Hún tekur viðtölin úr fjarska,
 85. úr öðru herbergi og stjórnar þeim í gegnum Skype
 86. eða textaskjá.
 87. Ég get tekið viðtöl við fólk hvort sem ég er í næsta herbergi eða heima í rúminu
 88. og það er upptökulið hinu megin á hnettinum að taka upp.
 89. Fyrir utan nokkra nýja, tæknilega hluti sem við ætlum að prófa.
 90. Við lumum á nokkrum brögðum.
 91. Greining á ME er í rauninni þar sem
 92. flogaveiki eða MS var
 93. fyrir hundrað árum, eða jafnvel þrjátíu árum.
 94. Hvað á það eftir að eiga við marga sjúkdóma ef við breytum ekki nálgun okkar?
 95. Sextán milljónum dollara er eytt í skallameðferðir
 96. og þremur milljónum í síþreytu.
 97. Maðurinn minn hefur spurt mig: "Jen, hvort skiptir þig meira máli, heilsan eða þessi mynd?"
 98. Það kemur ekki til greina að við förum inn í kringluna og leikum listir okkar.
 99. Við komumst ekki einu sinni út í póstkassann.
 100. Jafnvel þótt okkur finnist enginn skilja það sem við þurfum að glíma vð
 101. er staðreyndin sú að
 102. allir þekkja af eigin reynslu að hafa mætt hindrunum
 103. sem virðast óyfirstíganlegar.
 104. Maður sá fram á framtíð sem maður tók sem sjálfsögðum hlut
 105. Þótt maður orðaði hana ekki endilega gagnvart sjálfum sér
 106. var hún samt þarna. Þegar maður fær sjúkdóm
 107. sem sér ekki fyrir endann á sviptir hann mann
 108. þessari hugmynd að framtíð.
 109. Þegar maður sér fram á að allt breytist,
 110. hvernig bregst maður við?
 111. Hann hugsaði um mig þegar ég veiktist.
 112. ...sem ég myndi frekar bera með mér alla ævi frekar en láta eitthvað koma fyrir það.
 113. Við sögðum alltaf að maður mætti ekki láta hugfallast, maður vissi aldrei
 114. hvað væri handan við hornið. Allt getur breyst.
 115. Ég trúi því að ef ég les mikið um vísindi
 116. og prófa allt mögulegt á sjálfri mér muni ég geta
 117. snúið þessari þróun við.
 118. Við trúum á þessa frásögn og við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að
 119. þessi mynd verði að veruleika. Já, við vonumst til að verða teknar jafnalvarlega og skallavandamál karla
 120. en ég er ekki að búast við kraftaverki.
 121. Enginn getur lofað kraftaverki en sýnileiki er mikilvægt markmið.
 122. Hlutir gætu átt sér stað
 123. í dag sem myndu bæta líf
 124. sjúklinga með ME. Sýnileiki táknar fleiri
 125. rannsóknir. Hann táknar að það þarf ekki að bíða í
 126. 5 ár eftir greiningu. Sýnileiki táknar að læknar gefa manni ekki ráð
 127. sem geta skaðað mann. Sýnileiki táknar að fólk með
 128. ME verður ekki oftar nauðungarvistað á stofnunum vegna þess
 129. að læknirinn hefur aldrei heyrt um sjúkdóminn.
 130. Eins og stendur erum við ósýnileg fyrir heiminum.
 131. Við þurfum 50 þúsund dollara til að klára
 132. framleiðslu myndar sem við værum virkilega stoltar af. Til að
 133. gera þá mynd sem okkur dreymir um er það þó aðeins byrjunin.
 134. Við þurfum heilmikla hjálp til að ná því markmiði.
 135. Þetta er "allt eða ekkert" herferð
 136. og ef við náum ekki markmiðum okkar
 137. fáum við ekki að halda neinu af því sem safnast.
 138. Fram að þessu höfum við tekið upp u.þ.b. viku
 139. skammt af efni. Hugsaðu þér hvað við
 140. gætum gert með peninga til að taka upp fjórar vikur, sex vikur.
 141. Ekki bara í New Jersey - New York heldur um allan heim.
 142. Við viljum að þessi mynd hafi svo mikil áhrif að ég gæti gengið upp að hverjum sem er
 143. og sagt: "Hæ, ég heiti Jen og ég er með Myalgic Encephalomyelitis"
 144. og fólk myndi vita hvað í fj... ég væri að tala um.
 145. Farðu á Kickstarter síðuna, kíktu á hlekkinn og leggðu fram pening.
 146. Þú getur líka fylgt okkur á Twitter eða Facebook
 147. @canaryfilm
 148. eða jafnvel bara deilt áfram Kickstarter hlekk, Facebook síðunni eða Twitter hlekknum
 149. eða helst af öllu - allt þetta. Allt þetta!
 150. Það besta sem þú getur gert til að hjálpa er að
 151. er að
 152. láta þetta ganga og fara svo neðar á síðuna
 153. og skoða fleiri vídeó
 154. auk verðlaunanna eftir rithöfunda og
 155. listamanna sem einnig eru með ME.
 156. Hjálpaðu okkur við að gefa sannfærandi mynd
 157. af þessum misskilda sjúkdómi.
 158. Flest okkar horfum á umhverfi okkar og sjáum
 159. ósköp fátt. Samt höfum við getuna til að
 160. sjá óendanleikann í hinum smæstu hlutum.
 161. Þetta er okkar líf og við erum þakklát fyrir það á hverjum degi.
 162. Auk þess að við lærum af öllu hvernig á að lifa af.