Ég var í 8. bekk þegar ég lærði fyrst að forrita. Ég lærði fyrst hvernig á að teikna grænan hring og rauðan ferning á skjáinn. Þú lærir bara þessi grunnatriði og þau eru ekki svo ýkja mörg, og á endanum kemstu á þann stað þar sem þú getur gert nánast hvað sem þú vilt. Tölvunarfræði byggir í raun bara á því að læra hvernig tölvan virkar og hvernig hún hugsar, þannig að þú getur kennt henni að gera nýja hluti. Það sem þú getur gert í tölvunarfræði í dag er frekar magnað. Ég held þetta komist næst því að hafa ofurkrafta. (Tanya: Tölvunarfræðinemandi) Næsta klukkutímann ætlum við að spila leik sem mun kenna þér undirstöðuatriði forritunar. Venjulega forritun er öll í texta en við munum nota Blockly, sem notar sjónræna kubba sem þú dregur og sleppir til að skrifa forrit. Undir húddinu þá ert þú samt að skapa kóða. Til byrjun með ætlum við að byggja upp kóða fyrir forrit sem mun hjálpa þessum "Angry Bird" að fara í gegnum völundarhús til að ná vonda svíninu sem stal eggjum sínum. "Blockly" er skipt í þrjá megin hluta. Á vinstri er völundarhús fuglsins þar sem forritið mun keyra. Leiðbeiningar um hvern áfanga er ritað fyrir neðan völundarhúsið. Þetta miðjusvæði er aðgerðakassinn, og hver kassi er skipun sem að fuglinn skilur. Hvíti svæðið til hægri er kallað vinnusvæðið og þar munum við byggja forritið okkar. Ef ég dreg "færa" kassann yfir í vinnusævðið og ýti á "keyra forrit", hvað gerist þá? Fuglinn færist fram um einn reit. Og hvað ef ég vil fuglinngeri eitthvað meira en að færa sig áfram um einn reit? Ég get þá bætt við öðrum kassa við forritið. Ég ætla að velja "snúa til hægri" kassann og ég draga hann undir "færa áfram" kassann þangað til gul ör birtist og þá sleppi ég kassanum og kassarnir tveir munu smella saman. Þegar ég ýtti á "keyra forrit" aftur, mun fuglinn framkvæma skipanir sem eru staflað, frá efstu til neðstu í vinnusvæðinu okkar. Ef þú vilt einhvern tíma eyða kassa, þá fjarlægir þú hann bara með því að draga hann í ruslið. Eftir að þú hefur ýtt á "keyra forrit", þá getur þú alltaf ýtt á "endurstilla" takkann til að fá fuglinn aftur á byrjunarreit. Nú skulum við ná þessum svínum!