Return to Video

Kynning á forritun

  • 0:00 - 0:04
    Velkomin/n í forritunarkennsluna okkar hjá Khan Academy.
  • 0:04 - 0:06
    Er forritun eitthvað algjörlega nýtt fyrir þér?
  • 0:06 - 0:10
    Ekki hafa áhyggjur. Þá ert þú bara eins og 99,5% mannkyns.
  • 0:10 - 0:12
    Og við erum hér til að hjálpa.
  • 0:12 - 0:16
    Þú ert örugglega að velta fyrir þér hvað forritun sé í raun og veru.
  • 0:16 - 0:19
    Þegar við skrifum forrit erum við að gefa tölvunni röð fyrirmæla
  • 0:19 - 0:23
    sem eru svolítið eins og skrítin enska.
  • 0:23 - 0:26
    Þú gætir bara ímyndað þér að tölvan sé virkilega hlýðinn hundur
  • 0:26 - 0:31
    sem hlustar eftir skipunum þínum og gerir allt sem þú segir honum.
  • 0:31 - 0:36
    Til allrar hamingju er forritun ekki eitthvað sem bara fáir útvaldir ráða við.
  • 0:36 - 0:38
    Hún er nokkuð sem við öll getum lært.
  • 0:38 - 0:43
    Börn, unglingar og fullorðnir um allan heim eru að læra að forrita í dag.
  • 0:43 - 0:45
    Hvað er svona frábært við forritun?
  • 0:45 - 0:47
    Hvers vegna er allt þetta fólk að læra hana?
  • 0:47 - 0:50
    Það fer eftir því hvað þér finnst vera frábært.
  • 0:50 - 0:55
    Vegna þess að þegar að er gáð þá er hægt að nota forritun fyrir næstum allt.
  • 0:56 - 0:58
    Í dag skrifar fólk forrit sem gera allt mögulegt
  • 0:58 - 1:01
    hjálpa læknum og sjúklingum við lækningu sjúkdóma,
  • 1:01 - 1:04
    hjálpa við að vernda tegundir í útrýmingahættu um allan heim,
  • 1:04 - 1:06
    smíða sjálfkeyrandi bíla svo
  • 1:06 - 1:10
    þú þurfir ekki að hafa fyrir því að læra á bíl þegar þú eldist,
  • 1:10 - 1:12
    búa til mynstraða skartgripi,
  • 1:12 - 1:15
    hanna róbóta sem geta sinnt sjúklingum eða
  • 1:15 - 1:19
    róbóta sem geta flakkað um Mars og leitað að vatni á yfirborðinu,
  • 1:19 - 1:23
    búa til skemmtilega leiki eins og Doodle Jump, Draw Something,
  • 1:23 - 1:25
    Angry Birds, alla leiki sem þú hefur spilað,
  • 1:26 - 1:30
    búa til kvikmyndir t.d. allar þessar ótrúlegu 3-D myndir frá Pixar, eða Avatar
  • 1:30 - 1:34
    eða búa til tölvugrafík sem er notuð í leiknum kvikmyndum
  • 1:34 - 1:36
    eins og Gollum í Lord of the Rings,
  • 1:36 - 1:40
    búa til allar heimasíðurnar eða öppin sem þú notar á hverjum degi eins og Facebook,
  • 1:40 - 1:43
    og Google Maps og WikiPedia og YouTube og Pinterest.
  • 1:43 - 1:48
    Og að sjálfsögðu til að mennta heiminn á heimasíðum eins og Khan Academy þar sem þú ert núna.
  • 1:48 - 1:52
    Þannig að hér og nú á Khan Academy getur þú lært að búa til list og leiki
  • 1:52 - 1:56
    sem eru fínt fyrsta skref í áttina að því að geta búið til hvaðeina sem þér dettur í hug.
  • 1:56 - 2:00
    Það er kannske erfitt að sjá hvernig teikniforrit tengist heimasíðugerð,
  • 2:00 - 2:02
    forritun síma eða lækningu sjukdóma, en þótt ótrúlegt sé
  • 2:02 - 2:08
    eru sömu grunnhugtökin notuð af svo til öllum forriturum í svo til öllum forritum.
  • 2:08 - 2:12
    Það þýðir að þegar þú hefur einu sinni lært að kóða hjá Khan Academy,
  • 2:12 - 2:14
    munt þú eiga auðveldar með að læra aðrar tegundir kóðunar.
  • 2:15 - 2:19
    Þú hefur nú þegar tekið hið mikilvæga fyrsta skref með því að koma og horfa á þetta myndband.
  • 2:19 - 2:22
    Svo drífum okkur í að byrja á allra fyrsta forritinu þínu.
  • 2:22 - 2:23
    Sjáumst þar!
Title:
Kynning á forritun
Description:

Kynnir fyrir nemandanum forritunarnámskeið Khan Academy með því að gefa honum almenna yfirsýn yfir efnið.

more » « less
Video Language:
English
Duration:
02:23

Icelandic subtitles

Revisions